Fréttir

Birt þann 17. júlí, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

HRingurinn 2015 – Skráning í fullum gangi og vegleg verðlaun í boði

Skráning er hafin í stærsta LAN-mót ársins. HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, og verður haldið dagana 7. – 9. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Skráning fer fram hér á www.hringurinn.net. Öllum er velkomið að skrá sig, sama hvort þeir stundi nám í HR eða ekki.

Keppt verður í Counter-Strike Go, League Of Legends, Hearthstone og fleiri leikjum. Þátttökugjald er 4.900 kr. á meðan á skráningu stendur á heimasíðu HRingsins og verður lokað fyrir forsölu sunnudaginn 2. ágúst. Þeir sem ná ekki að skrá sig í tæka tíð geta skráð sig á staðnum, en þá hækkar þátttökugjaldið upp í 5.900 kr.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu sætin:

 

Tölvutek CS:GO íslandsmeistaramótið

1. sæti: 100.000 kr. peningaverðlaun og 75.000 kr úttekt í verslun Tölvuteks.
2. sæti: 50.000 kr. peningaverðlaun og 25.000 kr. úttekt í verslun Tölvuteks.

 

Tölvutek LOL íslandsmeistaramótið

1. sæti: 100.000 kr. peningaverðlaun, 75.000 kr. úttekt í verslun Tölvuteks. ásamt 9600 RP + Triumphant Ryze per liðsmann.
2. sæti: 50.000 kr. peningaverðlaun og 25.000 kr. úttekt í verslun Tölvuteks ásamt 7200 RP per liðsmann.
3. sæti: 4800 RP per liðsmann.
4. sæti: 2400 RP per liðsmann.

 

Tölvutek Hearthstone íslandsmeistaramótið

1. sæti: 25.000 kr. peningaverðlaun og 25.000 kr. úttekt í verslun Tölvuteks.
2. sæti: 10.000 kr. peningaverðlaun og 10.000 kr. úttekt í verslun Tölvuteks.

 

Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu HRingsins og á Facebook.Hringurinn2015_poster

-BÞJ

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑