eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) MotorStorm: Apocalypse kom út í Evrópu 16. mars 2011, framleiddur af Evolution Studios og gefinn út af Sony. Leikurinn er fjórði leikurinn í MotorStorm seríunni, en hann er óbeint framhald af fyrri leikjum. MotorStorm snýst um hröð farartæki, en hann inniheldur mótorhjól, fjórhjól og öfluga bíla. Farartækin eru sett á svakalegar keppnisbrautir, sem eru síbreytilegar, þar sem spilarinn keppir við allt að 15 andstæðinga í einu. Leikurinn gerist í ónefndri borg, kölluð Borgin, á vestur-strönd Bandaríkjanna. Gríðarlegar náttúruhamfarir hafa riðið yfir…
Author: Nörd Norðursins
(Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér)
(Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) ZOMBIES!!! er stórskemmtilegt borðspil fyrir þá sem eru að missa sig í uppvakninga-æðinu sem hefur riðið yfir síðastliðin ár. Spilið kom út árið 2001 og geta 2-6 leikmenn spilað í einu. Spilið er ætlað þeim sem eru 12 ára og eldri. Það tekur í kringum 10 mínútur að undirbúa spilið og hver leikur getur tekið á bilinu eina til þrjár klukkustundir. Takmark spilsins er að koma leikmanni í gegnum borg fulla af uppvakningum og flýja með því að komast að þyrlupalli, eða þá drepa 25…
TÖLVULEIKJAPERSÓNA MÁNAÐARINS: ANNA GRÍMSDÓTTIR Anna Grímsdóttir er leikjapersóna í Splinter Cell. Eins og nafnið gefur til kynna er Anna komin af íslendingum en hún býr þó í Ameríku. Anna Grímsdóttir, eða Grim eins og hún er kölluð af vinnufélögum sínum í NSA (National Security Agency) er samskiptasérfræðingur hjá leyniþjónustunni Third Echelon. Starf hennar felst í því að útvega Sam Fisher (sem er aðal söguhetja leiksins) tæknilega aðstoð á meðan hann eða aðrir meðlimir Splinter Cells sinna verkefnum. Auk þess er hún öflugur hakkari og veitir tæknilega aðstoð á fleiri sviðum. Anna Grímsdóttir fæddist árið 1974 í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum.…
Fyrir um það bil hálfum mánuði var byrjað að sýna Transformers: Dark of the Moon í kvikmyndahúsum á Íslandi og í tilefni þess er Chevrolet Camaro SS – Bumblebee og Chevrolet Spark til sýnis í Egilshöll. Við áttum leið hjá og smelltum nokkrum myndum af gripunum – smelltu hér til að skoða. Stikla fyrir Transformers: Dark of the Moon:
Skilafrestur á efni fyrir næsta tölublað af Nörd Norðursins rennur út laugardaginn 23. júlí. Ef þú hefur áhuga á að birta efni eða hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband við okkur á nordnordursins(at)nordnordursins.is. Við óskum eftir efni sem getur talist vera „nördalegt“. Efnið getur t.d. tengst tölvuleikjum, leikjatölvum, kvikmyndum, borðspilum, viðburðum, hlutum, tísku, tónlist, ljósmyndun, stjörnuskoðun, vísindum, tækni, tölvum, netinu, heimasíðugerð, forritun, sjónvarpsþáttum, bókum, teiknimyndasögum, fræðigreinum, viðtölum og svo mætti lengi telja. Nýtt tölublað af Nörd Norðursins kemur út fyrsta mánudag hvers mánaðar. Það verður þó undantekninga á þessu í ágúst blaðinu okkar þar sem fyrsti mánudagurinn í ágúst er…
Við hjá Nörd Norðursins kíktum í heimsókn til Michelsen úrsmiða fyrr í dag og fengum að skoða DNA úrlínuna frá Romain Jerome. Úrin eru þrjú talsins og eru unnin úr ansi óvenjulegum hráefnum; Titanic-DNA sem eru framleidd að hluta til úr stáli og kolum úr Titanic, Moon-DNA sem eru framleidd að hluta til úr Apollo 11 geimskipinu og tunglryki og að lokum Eyjafjallajökull-DNA sem eru framleidd að hluta til úr ösku og hrauni úr Eyjafjallajökli. Við munum fjalla nánar um úrin frá Romain Jerome í næsta tölublaði af Nörd Norðursins sem kemur út þriðjudaginn 2. ágúst. Myndir á Flickr.
Fjórða tölublaðið af Nörd Norðursins kom út 4. júlí 2011. Í tilefni útgáfunnar hefur Bandaríkjastjórn lofað okkur risa flugeldaveislu og hátíðarhöldum um öll Bandaríkin. Æðislegar móttökur! Stór hluti blaðsins snýr að nútíð og framtíð leikjatölva og tölvuleikja þar sem við birtum fjórða og síðasta hluta sögu leikjatölvunnar (árin 2009-2011) og í kjölfarið tökum við það helsta úr E3 kynningu Microsoft, Nintendo og Sony, en þar lögðu leikjarisanir línurnar fyrir komandi mánuði. Við dæmum hinn umtalaða Duke Nukem Forever, birtum myndir úr uppvakningagöngunni í Reykjavík (takk PressPhotos!), dæmum X-Men: First Class og Super 8, auk þess verða hernaðarleg leyndarmál um hvernig…
Í 4. tölublaði af Nörd Norðursins munum við fjalla um og dæma Duke Nukem Forever og nýjasta Sims 3 aukapakkann. Auk þess verður farið yfir það helsta úr E3 leikjatölvu- og tölvuleikjasýningunni sem var í byrjun júní, við rennum yfir það áhugaverðasta úr Webby verðlaununum, birtum myndir úr uppvakningagöngunni í Reykjavík, rýnum í kvikmyndirnar Super 8 og X-Men: First Class og íslenska hrollvekju smásögusafnið Myrkfælni, skoðum venslakerfið Rel8 og birtum fjórða og síðasta hluta Sögu leikjatölvunnar. Fastir liðir á borð við fréttir, tölvuleikjapersónu mánaðarins og retroleik mánaðarins verða svo á sínum stað. Daníel Páll Jóhannsson, Erla Jónasdóttir, Axel Birgir Gústavsson, Jóhann…
Athugið. Búið er að draga út vinnishafa; Ísak Jónsson. Í næsta tölublaði af Nörd Norðursins (sem kemur út 4. júlí) verður fjórði og síðati hluti sögu leikjatölvunnar birtur. Í tilefni þess ætlum við að gefa heppnum Facebook vini eintak af Video Game Invasion á DVD þar sem farið er fyrir sögu leikjatölvunnar með hjólabrettasnillingnum Tony Hawk. Til að taka þátt þarftu einfaldlega að líka við Facebook síðuna okkar: www.facebook.com/nordnordursins. Brot úr Video Game Invasion: