Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) var 7. – 9. júní síðastliðinn. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar og úr mörgu að velja. Hér höfum við tekið saman það helsta sem kom úr kynningunum frá leikjatölvu- og tölvuleikjarisunum þrem; Microsoft, Nintendo og Sony. MICROSOFT Megin áherslan á kynningu Microsoft var framtíð Kinect í Xbox 360, en Kinect er aukabúnaður fyrir Xbox 360 sem gerir spilurum kleift að stjórna leikjum og einföldum aðgerðum með hreyfingum í stað fjarstýringar. Möguleikar Kinect eiga eftir að skila sér í gegnum leiki og almennri stjórnun á Xbox 360 leikjatölvunni. …
Author: Nörd Norðursins
eftir Bjarka Þór Jónsson Rel8 (e. relate) er kerfi, hannað af IT Ráðgjöf ehf sem sýnir vensluð gögn á myndrænan hátt. Kerfið er notað til þess að tengja saman opinber gögn úr Fyrirtækjaskrá, Þjóðskrá og fleiri opinberum skrám. Rel8 byggir á grafískum myndum þar sem notandinn getur vafrað um tengsl með því að velja atriði úr myndunum og fengið upp ný venslarit. HÖFUNDUR REL8 Jón J. Bjarnason, höfundur Rel8 þekkir heim gervigreindar mjög vel, en gervigreind (e. artificial intelligence) er „grein tölvuvísinda sem miðar að því m.a. að fá tölvu til að læra af reynslu, rökleiða og draga ályktanir” (Snara…
eftir Kristinn Ólaf Smárason UFO: Enemy Unknown er fyrsti leikurinn í X-COM tölvuleikjaseríunni sem aflaði sér töluverðra vinsælda á fyrri hluta tíunda áratugs seinustu aldar. Leikurinn var gefinn út árið 1994 af Microprose, sem er þekkt fyrir leiki á borð við Railroad Tycoon og Civilization seríuna. Sögusvið leiksins er á jörðinni, í hinni ekki svo fjarlægu framtíð ársins 1999, þar sem geimverur frá Mars herja á jörðina með yfirburða tækni. Eftir að hafa reynt að berjast við geimverurnar hver í sínu lagi með litlum árangri, hafa þjóðir heimsins tekið sig saman og stofnað X-COM samtökin, sem er alþjóðlegur her með…
Yoshi er karakter sem margir ættu að þekkja, hann hefur komið fram í leikjum framleiddum af Nintendo. Hann kom í fyrsta sinn fram í leiknum Super Mario World (1990) sem var gefinn út á Super Nintendo leikjatölvuna, þar var hann félagi bræðranna Mario og Lugi’s. Seinna varð hann aðalkarakter ýmsra leikja, eins og t.d. Super Mario World 2: Yoshi’s Island. Auk þess hefur hann birst í ýmsum Mario Bros. leikjum þar á meðal Mario Party, Mario Kart og Super Smash Bros. Nafnið, Yoshi, er mjög algengt í Japönsum nöfnum (t.d. Yshida, Kiyoshi) og kemur hann í ýmsum litum, en algengasti…
eftir Erlu Jónasdóttur Hvernig á að ná nördanum uppí rúm? Margar, ef ekki flestar, konur sem hafa verið í sambúð með nörda kannast við þann leiðindar ávana nördans að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu. Ég hef ótal sinnum endað á því að fara ein að sofa þar sem minn nördi „gleymir“ sér fyrir framan skjáinn. Í gegnum árin hef ég þróað með mér nokkrar hugmyndir sem hafa borið misjafnan árangur til að ná nördanum úr tölvunni og uppí rúm og ætla að deila þeim með ykkur. 1. Taka rafmagnið af. Virkar best á veturnar (ef þú hefur falið…
eftir Erlu Jónasdóttur Fyrir stuttu kom út nýjasti aukapakkinn í Sims 3; Generations. Það fylgja margar nýjungar með pakkanum sem gera spilunina bæði fjölbreyttari og skemmtilegri. Í þessum aukapakka er meira af nýjum hlutum fyrir börn og unglinga simsa en öðrum aukapökkum, það eru til dæmis fleiri leikföng fyrir krakkana eins og búningakista og tréhús. Í þessum aukapakka er meira af nýjum hlutum fyrir börn og unglinga simsa en öðrum aukapökkum, það eru til dæmis fleiri leikföng fyrir krakkana eins og búningakista og tréhús. Unglingarnir, og krakkarnir reyndar líka, geta kastað eggjum í nágrannahúsin, sett prumpupúða í stóla eða sett…
eftir Daníel Pál Jóhannsson 10. júní 2011 var merkur dagur í heimi tölvuleikja, því þá kom Duke Nukem Forever út sem hafði, hvorki meira né minna, verið 15 ár í bígerð. Fyrirrennari hans, Duke Nukem 3D kom út 1996. Ástæðan fyrir þessari áður óheyrðu töf í gerð leiks var sú að fyrirtækið 3D Realms voru ekki að leggja áherslu á að klára gerð leiksins þó þeir tilkynntu að Duke Nukem Forever yrði gefinn út 1998. Í maí 2009 var 3D Realms niðurskorið vegna fjárhagslegra ástæðna og liðið bakvið framleiðslu leiksins látið fara. En í september 2010 var tilkynnt að framleiðandinn…
Hvað er hægt að sægja um kvikmyndina Hangover Part II? Hún er alveg eins og fyrri Hangover myndin en núna gerist hún í Bangkok og fara brandarana lengra yfir strikið. Það eru sömu persónunar og í fyrri myndinni og núna er Alan, leikin af Zach Galifianakis, ekki jafn frumlegur. Það er alveg hægt að hlægja að ýmsu. Þeir sem höfðu gífurlega gaman af fyrri Hangover myndinni og finnast svoleiðis húmor fyndinn, ættu ekki að vera sviknir af þessari kvikmynd. Sama saga, sömu persónur og grófari húmor er uppskrift af mynd sem hefði mátt sleppa að gera. Hún fær 1 stjörnu…
Stórkvikmyndin Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides fjallar um Jack Sparrow, leikinn af Johnny Depp, og leitina að æskubrunninum og ævintýrin sem því fylgir. Tvær persónur úr fyrri myndunum, Barbarossa og Gibbs, koma fyrir í þessari mynd og gera það með stakri prýði. Nóg er af nýjum og skemmtilegum persónum og má þar nefna Blackbeard sem er leikinn af Ian Mchane og berst hann við Jack Sparrow sem skemmtilegasta persónan. Svo má ekki gleyma undurfallegum hafmeyjum! Sem betur fer koma Keira Knightley og Orlando Bloom ekki fyrir í þessari mynd og batnar myndin til muna vegna þess. Leikararnir stóðu…
Elísabet Ýr Atladóttir er 22 ára CG artist sem býr í Danmörku. Þegar við spurðum Facebook vini okkar að því hvað þeir vildu sjá í næsta tölublaði af Nörd Norðursins stakk Elísabet upp á því að taka viðtal við listamenn á bak við leikina. Í kjölfarið stukkum við á bráðina og fengum að spyrja hana nokkurra spurninga. Hver er þinn bakrunnur og hvernig endaðir þú í námi Karakteranimationsuddannelsen I Viborg? Ég er fædd í Vestmannaeyjum en hef búið lengi í Reykjavík. Ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð á málabraut fyrst eftir grunnskóla en komst fljótt að því að…