Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Eftir langa bið hef ég loksins komist í aðklára seinni greinina um Tinnabækurnar og kynnumst við tveim liðsfélögum Tinna sem allir kannast við; Kaftein Kolbein og Prófessor Vandráð. Meðal annars verður farið í gegnum Tinnabækurnar þrjár sem kvikmynd Spielbergs er byggð á en ég mun ekki spilla þeirri mynd fyrir þeim sem ekki hafa séð hana. Skurðgoðið með skarð í eyra Sjötta og skemmtilegasta Tinnabókin hingað til að mínu mati. Þegar skurðgoði er rænt af safni og skilað aftur, ákveður Tinni að komast til botns í málinu. Í ljós kemur að skurðgoðið, sem skilað var til safnsins, er eftirlíking…

Lesa meira

Leikurinn er framleiddur af Rocksteady Studios og byggir á magnþrungnu og dimmu umhverfi forverans, Batman: Arkham Asylum, sem setur spilarann í hörkuna sem er í Arkham City, „heimili“ fanga sem ættu að vera í hámarks öryggisfangelsi. Þar eru hýstir helstu hrottar, mafíósar og illmenni Gotham City. Batman: Arkham City skilar upplifuninni að vera Batman með góðum og djúpum söguþræði, stórum götubardögum, spennandi laumuspili, marghliða kerfi til að safna og kanna sönnunargögn, epískum ofur-illmennum og óvæntri innsýn inn í hugarheim Batman. Spilaðu sem Catwoman Catwoman er spilanleg persóna í Batman: Arkham City og hefur hún sinn eiginn söguþráð sem er…

Lesa meira

Þegar buddan tekur að léttast þurfa leikjanördarnir stundum að sækja í eitthvað gamalt og gott sem hefur fallið í verði eða sem hægt er að gera skipti á. Það góða er að þrátt fyrir að grafíkin og tæknin á bak við leikina hafi tekið stökk á sumum sviðum (t.d. andlit í LA Noire) þá eru margir leikir ennþá mjög frambærilegir þrátt fyrir að  þeir séu orðnir 1-4 ára gamlir. Sérstaklega núna þegar PS3 og Xbox360 eru að fara á eftirlaun bráðlega. Þetta er semsagt ný gagnrýni fyrir nýspilaðan gamlan leik sem tekur mið af því hvað þykir flott og gott…

Lesa meira

Í byrjun september hófst keppnin Game Creator sem Icelandic Gaming Industry stóð fyrir. Um er að ræða íslenska keppni í tölvuleikjagerð þar sem þeir bestu voru verðlaunaðir. Teymin sem tóku þátt  fengu tvo mánuði til þess að koma með hugmynd að, og gera prótótýpu af leik. Sigurvegari Game Creator 2011 er teymið Orthus með leikinn Relocator. Auk þess hlaut teymið Forever Alone (æðislegt nafn!) viðurkenningu fyrir leikinn Deadguy. Orthus samanstendur af Tyrfingi Sigurðssyni, Burkna Óskarssyni og Ingþóri Hjálmarssyni og í verðlaun hljóta þeir styrk til að halda áfram gerð Relocator næstu mánuði. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot…

Lesa meira

26. ágúst síðastliðinn kom loksins út hinn nýi Deus Ex leikur sem margir hafa beðið óralengi eftir. Leikurinn er hannaður af Eidos Montreal, en upprunalegi Deus Ex, sem telst enn þann dag í dag vera einn af  brautryðjendum tölvuleikjaheimsins, var einmitt gefin út af Eidos á sínum tíma. En það voru þó leikjahönnuðirnir hjá Ion Storm sem stóðu á bakvið það meistaraverk. Deus Ex: Human Revolution hefur því vægast sagt stór spor að feta í. Í framtíðar heimi þar sem allt virðist vera að fara á annan endann beinast augu flestra að stærsta deilumáli samtímans, vélrænar uppfærslur á mannslíkamanum. Með…

Lesa meira

Primer (2004) Primer er mjög ólík öðrum tímaflakksmyndum. Hún er að hluta til eins og heimildarmynd eða að því leyti að um 95% myndarinnar eru einfaldlega samtöl milli persóna. Allt er útskýrt í gegnum þessar samræður þannig að myndin gerir þær kröfur til áhorfandans að fylgjast vel með og reyna að fylla upp í eyðurnar. Það er engin hefðbundin kynning á persónum; myndin hefst á brainstorming session hjá metnaðarfullum verkfræðingum sem eru að hanna tæki utan vinnutíma og þeir tala eins og verkfræðingar myndu tala saman. Þannig að alveg frá byrjun er áhorfandinn að reyna finna út hvað sé í…

Lesa meira

Vefsíðurnar Film Nerd 2.0: Star Wars | A New Hope | The Empire Strikes Back | The Phantom Menace | Attack of the Clones | Revenge of the Sith | Return of the Jedi | Kvikmyndanördinn Drew McWeeny, betur þekktur sem Moriarty á Ain’t It Cool News, horfir á allar Stjörnustríðsmyndirnar með drengjunum sínum og deilir upplifun sinni og fjölskyldu sinnar um áhorf myndanna. Hann horfði á þær ásamt drengjunum sínum í eftirfarandi röð: A New Hope, The Empire Strikes Back, The Phantom Menace, Attack of the Clones, Revenge of the Sith og að lokum Return of the Jedi. Upplifun drengjanna og…

Lesa meira