Fréttir

Birt þann 22. nóvember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Úrslit Game Creator 2011

Í byrjun september hófst keppnin Game Creator sem Icelandic Gaming Industry stóð fyrir. Um er að ræða íslenska keppni í tölvuleikjagerð þar sem þeir bestu voru verðlaunaðir. Teymin sem tóku þátt  fengu tvo mánuði til þess að koma með hugmynd að, og gera prótótýpu af leik.

Sigurvegari Game Creator 2011 er teymið Orthus með leikinn Relocator. Auk þess hlaut teymið Forever Alone (æðislegt nafn!) viðurkenningu fyrir leikinn Deadguy.

Orthus samanstendur af Tyrfingi Sigurðssyni, Burkna Óskarssyni og Ingþóri Hjálmarssyni og í verðlaun hljóta þeir styrk til að halda áfram gerð Relocator næstu mánuði.

 

Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr öllum sex prótótýpunum sem voru sendar inn í keppnina.

BÞJ

Heimild og ljósmynd: Game Creator

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑