Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Leikjadjammið er opið öllum hópum og einstaklingum en nauðsynlegt er að senda inn leikinn ásamt tilkynningu til IGI fyrir miðnætti mánudaginn 3. apríl til að vera með. IGI (Icelandic Gaming Industry) samfélagið stendur fyrir Game Jam sem hófst formlega í dag og stendur yfir í viku. Þetta er í annað sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, en þar kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar þar sem keppt er um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema.…

Lesa meira

Fimmtudaginn 16. mars verða GameTíví-bæðrurnir Óli Jóels og Sverrir Bergmann með pub quiz í Stúdentakjallaranum kl. 20:00. Það verður nörda-þema og eiga tölvuleikjanördar, kvikmyndanördar og tónlistarnördar að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvert lið samanstendur af 2-4 liðsmönnum og verðlaun í boði fyrir fyrsta sætið. Ókeypis aðgangur. Skoða viðburðinn á Facebook

Lesa meira

Hversu mikið tölvuleikjanörd ertu í raun!? Í kvöld, fimmtudaginn 16. febrúar, verður sérstakt tölvuleikja-quiz á Lebowski bar. Spurningahöfundar lofa fjölbreyttum spurningum þar sem spurt verður um allt frá því gamla yfir í það nýja. Liðin í spurningakeppninni geta verið með að hámarki fimm meðlimi og er mæting kl. 20:30 (quiz-ið byrjar kl. 21) á Lebowski. Það er frítt að taka þátt og vinningar í boði fyrir mestu nördana. Skoða viðburðinn á Facebook

Lesa meira

Leikurinn Sumer eftir Sigurstein J Gunnarsson og Studio Wumpus kom á leikajveitunni Steam í dag, þann 15. febrúar. Leikurinn er hannaður eins og borðspil á borð við Catan eða Ticket to Ride en er tölvuleikur þar sem hraði og lagni helst í hendur við herkænsku og hugsun. Sumer er fyrir einn til fjóra leikmenn og er frábær skemmtun fyrir fjölskyldur að spila saman. Safnið byggi og geitum, fórnið þeim til guðanna og gyðjan Inanna mun krýna klókasta prestinn sem leiðtoga hins forna Sumer. Sumer hefur verið í vinnslu í bæði New York og á Íslandi síðustu tvö árin. Leikurinn fór í…

Lesa meira

Búningahátíðin CosFest Iceland 2017 verður haldin í dag, laugardaginn 11. Febrúar, í Hamrinum, sýningarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars keppt í undankeppni fyrir Nordic Cosplay Championship í Svíþjóð. Aðal viðburðurinn er keppni í heimagerðum búningum og fá keppendur sirka 3 mínútur til að sýna atriði í búningnum. Sigurvegari fær ferð til Svíþjóðar á Närcon og tekur þar þátt í lokakeppni Nordic Cosplay Championship. Auk þess sem keppt er í áðurnefndri undankeppni þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta heimagerða búninginn, besta keypta búninginn og aukaverðlaun fyrir fyndnasta búninginn. Einnig verða básar á staðnum þar sem verður að finna ýmsa…

Lesa meira

AÐSEND GREIN: HELGA DÍS ÍSFOLD, DÓSENT Í VÍSINDA- OG TÆKNIFRÆÐI VIÐ NORD-HÁSKÓLANN Í NOREGI „Það er komið app sem virkar eins og Tinder fyrir krakka“ sagði 13 ára dóttir mín, með greinilega vanþóknun í röddinni. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði um Yellow. Yellow er eins konar stefnumóta-app fyrir börn og unglinga, þó að það gefi sig út fyrir að vera „vina-app“ fyrir 17 ára og eldri. Ég ætla ekki að eyða tíma ykkar hér og nú í að útskýra hvers vegna ég tek ekki „vina-app“ yfirskynið alvarlega. Sjón er sögu ríkari. En ég get upplýst ykkur um að…

Lesa meira

IGI (Icelandic Game Industry) samfélagið mun halda Game Jam snemma á nýju ári, nánar til tekið þann 6.-8. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Opið er fyrir skráningu og er viðburðurinn opinn öllum. Þetta er í fyrsta sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, er þar kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar þar sem keppt er um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema. Ekki er gerð krafa um að þátttakendur IGI Game Jam búi til tölvuleiki heldur…

Lesa meira

Í dag er norræni leikjadagurinn, Nordic Game Day! Bókasöfn og stofnanir á Norðurlöndunum taka þátt og eru yfir 200 viðburðir í boði í ár. Samtals tíu bókasöfn taka þátt á Íslandi og verður meðal annars hægt að taka þátt í Slither.io keppni, prófa sýndarveruleika, fræðast um forritun, skella sér í Pokémon göngu, spila tölvuleiki og spil svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um daginn má finna hér. Að þessu tilefni ætlum við að gefa nokkra leiki, þar á meðal Titanfall 2 (PS4), FIFA 17 (PS4), Aaru’s Awakening (PC) og simian.interface++ (PC)! Einfalt er að taka þátt: Skelltu þér á einhvern…

Lesa meira

Föstudaginn 30. september verður lokapartý Slush PLAY, ráðstefnu með áherslu á leiki og sýndarveruleika, haldið í Hvalasafninu við Grandagarð kl. 20:00 – 01:30. Íslensk fyrirtæki á sviði leikja- og sýndarveruleika munu bjóða gestum að prófa upplifanir sínar og tækni milli kl. 20:00 – 22:30. Má þar nefna CCP, Sólfar, Aldin Dynamics og Solid Clouds. Tónlistarfólkið Young Nazareth DJ Set, Hildur, SXSXSX og Sturla Atlas munu auk þess stíga á svið og spila. Ókeypis er inn á viðburðinn og er 20 ára aldurstakmark. Skoða viðburðinn á Facebook Ljósmynd: Halldóra Ólafs

Lesa meira

Slush PLAY 2016 fer fram dagana 29. – 30. september næstkomandi í Austurbæ og er haldin undir merkjum og í samvinnu við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta sprota- og tækniráðstefna Evrópu. Slush PLAY var haldin í fyrsta sinn í fyrra og mættu þá um 200 gestir hvaðanæva úr heiminum; fjárfestar, fjölmiðlar og fyrirtæki í leikjaiðnaði og sýndarveruleika. Fyrirlesarar komu úr röðum áhrifafólks innan leikja- og sýndarveruleika og umfjöllunarefnin endurspegluðu nýjustu tækifæri, áskoranir og þróun sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir. Við hjá Nörd Norðursins fylgdust með og er hægt að finna allar færslur (gamlar og nýjar) tengdar Slush Play…

Lesa meira