Menning

Birt þann 11. febrúar, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Búningakeppni CosFest Iceland 2017

Búningahátíðin CosFest Iceland 2017 verður haldin í dag, laugardaginn 11. Febrúar, í Hamrinum, sýningarsal Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars keppt í undankeppni fyrir Nordic Cosplay Championship í Svíþjóð.

Aðal viðburðurinn er keppni í heimagerðum búningum og fá keppendur sirka 3 mínútur til að sýna atriði í búningnum. Sigurvegari fær ferð til Svíþjóðar á Närcon og tekur þar þátt í lokakeppni Nordic Cosplay Championship. Auk þess sem keppt er í áðurnefndri undankeppni þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta heimagerða búninginn, besta keypta búninginn og aukaverðlaun fyrir fyndnasta búninginn.

Einnig verða básar á staðnum þar sem verður að finna ýmsa hluti tengda búningagerð og borð með nokkrum borðspilum. Við látum dagskrána fylgja með hér fyrir neðan og minnum á CosFest Iceland 2017 viðburðinn á Facebook, en þar er hægt að nálgast allar nánari upplýsingar um daginn.

Deila efni


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑