Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Þó að íslensk kvikmyndagerð hafi ekki fært okkur stórtæka fantasíu eða vísindaskáldskap eins og margar aðrar þjóðir, þýðir það ekki að okkar menn hafa ekki reynt að fikra sig inn í þá flokka. Cyberpunk-myndin One Point O (2004) er hálf íslenskur og einstaklega vanmetinn vísindaskáldskapur sem var hugarfóstur Jeff Renfroe og Íslendingsins Marteins Þórssonar. Myndin var framleidd fyrir virkilega lítið fé (þar á meðal frá Íslenska Kvikmyndasjóðnum) og útkoman er skítugur, vel úthugsaður og aðdáunarverður vísindaskáldskapur. Simon er ungur forritari sem vinnur við að forrita kóða fyrir fyrirtæki, en ekki er greint frá því til hvers kóðinn er. Dag einn finnur…

Lesa meira

Rúnar Þór er upprennandi rithöfundir sem skrifar undir nafninu R. Thor. Hægt er að niðurhala smásögum Rúnars úr fantasíuheiminum Nine Worlds ókeypis á netinu í formi PDF, ePub og mobi. Allar bækur Rúnars eru á ensku. Í tengslum við sögurnar hefur Rúnar skapað og teiknað upp sinn eigin fantasíuheim sem hann byggðir á norrænni goðafræði. Þegar kemur að skrifum sagnanna segist hann ekki hafa áhuga á að skrifa um þessar stereótýpísku víkíngasögur þar sem allir eru sterkir og hugrakkir og berjast á daginn og drekka mjöð á kvöldin heldur vilji eitthvað raunsærra, þar sem veikleikar eru jafn algengir og styrkleikar…

Lesa meira

Eitt af því helsta sem mig langar að koma á framfæri í þessari gagnrýni er að þetta er ekki „nýja Twilight“, þetta er ekki rómantík á sama hátt og Twilight telur sig vera rómantík þar sem efnið, persónurnar og skrifin eru gjörólík og mun þroskaðri en sú sería. Warm Bodies fjallar um uppvakninginn R sem eyðir deginum eins og aðrir uppvakningar; gangandi um, leitandi að næringu í þeim lifandi og vafra stefnulaust um í dapurlegri tilveru. Þó er munur á þessum uppvakningum og þeim sem við þekkjum úr bíómyndum þar sem þeir sækjast eftir heilum til að upplifa lífsneista fórnarlamba…

Lesa meira

Fyrir um 20 árum voru teiknimyndaþættirnir Teenage Mutant Ninja Turtles (eða einfaldlega Turtles) gífurlega vinsælir hér á landi. Sumir klæddu sig upp í búninga eða lásu bækur á meðan aðrir léku sér með Turtles-plastfígúrur. Þessir töffarar gengu aftur á móti alla leið… – BÞJ Heimild: Dagblaðið Vísir, 12. júní 1991, bls. 2.

Lesa meira

Battleship (Sjóorrusta) spilið á sér langa sögu, en það var fyrst gefið út árið 1931 af bandaríska spila risanum Milton Bradley Company. Spilið er tveggja manna og það tekur stuttan tíma að undirbúa og einungis um hálftíma að klára. Spilararnir skiptast á að gera og þurfa þeir að giska á hvar herskip andstæðingsins eru staðsett. Sá spilari sem nær að eyða öllum herskipum andstæðingsins fyrst sigrar. Spilið er fáanlegt í mismunandi útfærslum sem hafa þó flest öll sömu eða svipaðar leikreglur. Battleship tölvuleikir hafa verið gerðir fyrir fjölda leikjatölva (þar á meðal NES, Game Boy og farsíma) og til gamans…

Lesa meira

Síðastliðna tvo til þrjá mánuði hafa verið heitar umræður um bandarísku frumvörpin SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) og þær reglur sem á að notast við til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og fleira. Þann 18. janúar mótmæltu fjöldi vefsíðna SOPA/PIPA frumvarpinu með því að loka síðunum sínum tímabundið. Wikipedia,  reddit,  Mozilla,  FailBlog, theDailyWhat, Know Your Meme, MineCraft, RageMaker, Tucows, Destructiod, VanillaForums, WordPress og Nörd Norðursins voru á meðal þeirra sem tóku þátt.…

Lesa meira

Ekki aðeins eru spennandi kvikmyndir að finna á árinu, einnig er mikið um áhugavert efni sem kemur í imbakassana okkar. Ég ákvað að taka saman lista yfir þá 15 þætti sem hljóma best að mínu mati og gætu einnig vakið áhuga hjá öðrum. Eitthvað fyrir alla; konur og karla. GCB Byrjum á einum fyrir kvenkynið sem lítur út fyrir að vera  með svipaðann húmor og persónur og myndin Bridesmaids, ef flestar persónurnar (eins og titill þáttarins gefur til kynna) eru algjörar tíkur í hinu ógurlega kristna Dallas-fylki. Þættirnir fjalla um heimkomu konu sem var algjör tík við allt og…

Lesa meira

Vinsælasti tölvuleikjaþáttur landsins heldur göngu sinni áfram eftir eins og hálfs mánaðar vetrarfrí. Fyrsti GameTíví þáttur ársins verður sýndur í kvöld, fimmtudaginn 26. janúar, kl. 18:50 og verður í opinni dagskrá á Skjá Einum. Í þáttunum fjalla þeir GameTíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum. Mynd: GameTíví á Facebook – BÞJ

Lesa meira