Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: One Point O
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: One Point O

    Höf. Nörd Norðursins12. febrúar 2012Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þó að íslensk kvikmyndagerð hafi ekki fært okkur stórtæka fantasíu eða vísindaskáldskap eins og margar aðrar þjóðir, þýðir það ekki að okkar menn hafa ekki reynt að fikra sig inn í þá flokka.

    Cyberpunk-myndin One Point O (2004) er hálf íslenskur og einstaklega vanmetinn vísindaskáldskapur sem var hugarfóstur Jeff Renfroe og Íslendingsins Marteins Þórssonar. Myndin var framleidd fyrir virkilega lítið fé (þar á meðal frá Íslenska Kvikmyndasjóðnum) og útkoman er skítugur, vel úthugsaður og aðdáunarverður vísindaskáldskapur.

    Simon er ungur forritari sem vinnur við að forrita kóða fyrir fyrirtæki, en ekki er greint frá því til hvers kóðinn er. Dag einn finnur Simon ómerktan pakka í íbúð sinni, hann virðist vera tómur og reynir Simon að finna út hvaðan hann kemur. Brátt fara fleiri pakkar að birtast heima hjá honum og telur hann að einhver sé að ofsækja sig. Simon fer að sýna sérkennilegar breytingar í fari sínu og matarneyslu. Inn í þetta spilast fjölmargir sérkennilegir nágrannar hans, óklárað vélmennahöfuð, sýndarveru-tölvuleikur og undarleg morð sem eiga sér stað í blokkinni.

    Myndin fylgir helstu einkennum Cyberpunk undirflokksins þar sem sögusviðið er skítug og óhugguleg framtíð. Gervigreind og hátækni spilast inn í daglegt líf margra, og sýndarveruleiki er nýja form tölvuleikja. Einnig er hér að finna bítandi og klóka gagnrýni á stórfyrirtækjum og misnotkun þeirra á hugarfari almúgans. Útlit blokkarinnar sýnir ástand framtíðarinnar og virðist sem að blokkin hafi sinn eigin undirheim þar sem ekki er allt sem sýnist.

    Myndin er hæg og erfitt er að greina hver söguþráðurinn er í fyrstu vegna þess að mikilvægu smáatriðin eru geymd til söguloka (grunnráðgátan er reyndar auðleysanleg frá upphafi), en andrúmsloftið heldur manni límdum við skjáinn og litríku persónur íbúðarhússins veita meira en nóg skemmtanagildi í mynd sem þessari. Kvikmyndatakan, einföld tónlist, og litaval myndarinnar ýta undir skítugt útlit myndarinnar og taugatrekkjandi einangrunar tilfinninguna sem liggur yfir allri myndinni.

    Það slakasta við myndina er í raun aðalleikarinn, Jeremy Sisto, en hann einfaldlega bætir nánast engu við tómlegt hlutverk sitt og frammistaðan er nánast svæfandi. Þrátt fyrir þennan galla tekst myndinni samt að koma til skila stöðu hans á mjög áhrifaríkan máta, þá sérstaklega í lokin. Tveir bestu leikararnir voru þeir Udo Kier, sem leikur til móts við vélmennahöfuð (já það er frekar sérkennilegt), og Lance Henriksen sem sérfróður og dulrænn húsvörður.

    Cyberpunk-aðdáendur mega ekki láta One Point O fram hjá sér fara og er kominn tími á að veita myndinni þá athygli sem hún á skilið. Bítandi, klók og skilur mikið eftir sig.

    Fróðleiksmoli: Friðrik Þór Friðriksson var einn af framleiðendum myndarinnar.

    – Axel Birgir Gústavsson

    Axel Birgir Gustavsson cyberpunk kvikmyndarýni One Point O
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞað sem þú sérð (ekki) á netinu [MYNDBAND]
    Næsta færsla Vinningshafar BAFTA kvikmyndaverðlaunanna
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025

    Echoes of the End er kominn út – sjáðu útgáfustikluna

    12. ágúst 2025

    Echoes of the End – nýr metnaðarfullur ævintýraleikur frá íslensku leikjafyrirtæki

    7. júní 2025

    Myrkur Games á Future Games Show

    7. júní 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    6. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Anno 117: Pax Romana
    • Echoes of the End í endurbættri útgáfu
    • GTA 6 seinkað um hálft ár
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.