Hér er að finna áhugaverðar tölur í tengslum við leikjavefverslunina Steam sem heldur áfram að stækka og stækka og stækka og… – BÞJ
Author: Nörd Norðursins
Rennum aðeins yfir þetta: Ridley Scott sat í leikstjórastólnum, Tom Cruise fór með aðalhlutverkið, Tim ‘aðalkarrýið’ Curry lék illskuna uppmálaða og Jerry Goldsmith samdi tónlistina. Myndin er stútfull af tæknibrellum og glæsilegum leikmyndum, og orðrómar segja að hún hafi haft mikil áhrif á útlit og persónur Zelda-tölvuleikjanna. En af hverju ætli myndin hafi gleymst , jafnvel meðal fantasíuaðdáenda? Að hluta til er það vegna áratugarins sem myndin tilheyrir, enda var upphaflegu tónlist Goldsmiths skipt út fyrir stef sem samin voru af Tangerine Dream til að höfða til yngri áhorfenda á þeim tíma. Tónlistin, útlitið, og persónur myndarinnar er auðveldlega hægt…
Svo virðist sem það eigi að byggja á velgengni bókaseríunnar A Song of Ice and Fire eftir höfundinn George R.R. Martin og þáttanna Game of Thrones, sem byggðir eru á sögu hans, og búa til tölvuleik. Þættirnir Game of Thrones hafa slegið í gegn og er harla skrýtið að reynt er að horfa á fleiri möguleika til að auka söguna, kynna fleiri persónur og reyna að græða á vinsældum. En samt sem áður verður þetta áhugaverður leikur og við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast vel með framvindu leiksins. Það er ætlað að leikurinn sé MMO (Massive Multiplayer Online) sem er ein…
Að sjá The Woman in Black í troðfullum bíósal var eins og að upplifa tímaflakk: Margir áhorfendur misstu sig gjörsamlega úr hræðslu yfir klisjum og gotneskum hryllingi af gamla skólanum. Þetta var einfaldlega eins og að vera staddur í bíói á myndinni The House on the Haunted hill árið 1959 eða jafnvel endurupplifa sögu lestur í bernsku yfir Dimma, Dimma Húsinu. Allt sem hefði getað talist drungalegt á tímum kertalýstra húsa var hér til staðar og tókst að hrella fólk álíka mikið og þá. Sagan er sáraeinföld og inniheldur mjög lítinn persónuleika utan hryllingsins, en tekst þó að vera mjög fullnægjandi…
Vantar þig leik sem hægt er að hoppa í og spila í nokkrar mínútur eða marga klukkutíma? Leik sem hægt er að spila á flestum tölvum, hvort sem er í gegnum vafra eða Steam? Leik sem býður upp á fjölspilun með allt að 84 öðrum spilurum? Leik sem er auðvelt að læra á og skemmtilegur eftir því? Leik með heillandi 8-bita grafík? Leik sem er frír? Þá er Realm of the Mad God kjörinn fyrir þig því hann uppfyllir öll þessi skilyrði og meira til. PEW PEW! Leikurinn byrjar þannig að þú ert galdrakall og ferð í gegnum stutta kynningu…
Sjáðu Star Wars Episode IV: A New Hope í nýju ljósi með þessari endurtalsetningu í boði Brock Bakers. Útkoman er hreint út sagt æðisleg! Athugið: Myndbandið inniheldur grófyrði.
Nú geta unnendur íslenskra kvikmynda glaðst, gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir hefur verið opnaður, þar er að finna um 8.000 manns, 700 fyrirtæki og ríflega 1.200 kvikmyndatitla. Kvikmyndavefurinn.is er glæsilegur miðlægur gagnagrunnur um íslenskar kvikmyndir. Vefurinn er á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið, en hann var opnaður formlega í dag. Hægt er að leita eftir myndum (kvikmyndum í fullri lengd, stuttmyndum, heimildarmyndum o.s.frv), persónu (leikstjóra, handritshöfundi, leikara o.s.frv.) eða framleiðslufyrirtæki. Einnig er hægt að fá lista yfir allar íslenskar myndir eftir ártali, flokkum (genre) eða stafrófstöð. Það er misjafnt eftir kvikmyndum hversu miklar upplýsingar og…
Íslenska leikjafyrirtækið CCP, sem stendur á bak við mmorpg (massively multiplayer online role-playing game) leikinn EVE Online, hagnaðis um 66 milljónir Bandaríkjadali, eða um 13 milljarða kr, á síðasta ári. Í dag eru um 400.000 EVE Online áskrifendur og nýr stórleikur í PlayStation 3 – DUST 514 – er væntalegur frá fyrirtækinu síðar á þessu ári, en það má gera ráð fyrir því að hann muni ná miklum vinsældum. Auk þess er verið að opna fyrir EVE Online heiminn í Asíu um þessar mundir og því stefnir allt í að 2012 verði umfangsmesta ár CCP frá upphafi. Samkvæmt TechCrunch segir…
Nýjasta handahelda leikjavélin frá Sony, undratækið og ofurgræjan PlayStation Vita, kom í evrópskar verslanir í gær. Sjö ár eru liðin frá útgáfu PlayStation Portalble (eða PSP), fyrirrennara Vita, og er nýjasta vélin mun öflugri en sú gamla og býður upp á enn fleiri möguleika. Sena, umboðsaðili PlayStation á Íslandi, hefur sett upp sérstaka síðu sem er tileinkuð PlayStation Vita. Á síðunni er meðal annars talið upp hvað nýja leikjavélin inniheldur: Tvær myndavélar sem leikmenn geta notað til að draga raunverulegt umhverfi okkar inn í leikina (augmented reality). 5″ OLEd snertiskjá sem skilar ótrúlegum gæðum leikjanna á einstakan hátt. Óhætt er að…
Við höfum borið saman lúða og nörd. En hver er munurinn á nörd og hipster? – BÞJ