Minnistækni er eitthvað sem allir nota í daglegu lífi. Vandamálið er að aðferðin byggist nær alltaf á endurtekningu hluta og hún er ekki áræðanleg („páfagaukatæknin“). Það eru aðrar betri minnisaðferðir til (þó að endurtekning spili að sjálfsögðu alltaf stóra rullu) þannig að hægt er að kalla fram hluti fljótt, áræðanlega og í réttri röð. Minnistækni (mnemonic) er ekki þekkt fyrirbæri og „bættu minnið á 5 tímum“ lendir einhver staðar á milli „stækkaðu vininn á 10 dögum“ og „misstu 5 kíló á sólarhring“. En hlutirnir hafa breyst og minnistækni er farin að koma oftar fram í fjölmiðlum sem áræðanlegt tól. Breski skemmtikrafturinn…
Author: Nörd Norðursins
Mass Effect er stórt nafn innan leikjaheimsins og beðið hefur verið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu enda er markaðsmaskína Bioware búin að vera á fullu síðustu mánuði. Leikurinn kom út á sama tíma fyrir PC, PS3 og Xbox 360 en PS3 eigendur hafa verið dálítið úti í kuldanum hingað til (ME2 kom út ári seinna fyrir PS3). Xbox 360 útgáfan var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Mass Effect 3 er, eins og fyrri leikirnir, hlutverkaleikur/skotleikur í vísindaskáldsagnastíl ekki ólíkt Star Trek heiminum þar sem geimskip geta ferðast um alheiminn og geimverur mynda á milli sín bandalög eða reyna að drepa…
BAFTA Video Games Awards fór fram föstudaginn 16. mars. Í fyrra var Mass Effect 2 valinn leikur ársins og Assassin’s Creed: Brotherhood var valinn hasarleikur ársins. Í ár var það Portal 2 og Battlefield 3 sem fengu flest verðlaun, alls þrenn hvor, og Portal 2 var meðal annars valinn leikur ársins. The Elder Scrolls V – Skyrim var tilnefndur í sex flokkum en hlaut þó engin verðlaun. Markus ‘Notch’ Persson, maðurinn á bak við Minecraft, hlaut heiðursverðlaunin BAFTA Special Award í ár. Þó Markus eigi ekki langa sögu innan tölvuleikjaiðnaðarins að þá hefur hann veitt minni leikjafyrirtækjum mikinn innblástur með velgegni Minecraft, en…
Lengi vel deildu tölvuleikjahönnuðir, spilarar og listamenn um hvort mögulegt væri að líta á tölvuleiki sem listform. Óhætt er að segja að leikir á borð við Ico, Shadow of the Colossus, Flower, EVE Online, Journey, Rez og Psychonauts hafa sýnt að tölvuleikir, sem samanstanda af myndlist, grafík, tónlist, hljóðum, hönnun, persónusköpun og sögu, getur auðveldlega talist sem listform. Tölvuleikjalist hefur ekki fengið mikla athygli í gegnum tíðina og berst við fordóma þar sem sumir vilja líta á hana sem „verri“ eða „óæðri“ list. Nú er svo komið að listasafnið Smithsonian American Art Museum í Washington opnaði sýningu í dag sem ber…
Tunglið á sér langa sögu og leit ekki alltaf eins út og það gerir í dag. En hvernig leit tunglið út áður fyrr? Þökk sé geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, getum við nú séð hvernig tunglið hefur breyst í gegnum tíðina í þessu stórkostlega myndbandi. – BÞJ / SL
Þegar glöggir netverjar tóku eftir að að búið var að breyta heimasíðunni fyrir Baldur’s Gate þannig að stór mynd fyllir skjáinn og titillag leiksins er í undirspilun hafa unnendur Baldur’s Gate leikjanna beðið óþreyjufullir eftir meiri upplýsingum. Er annar leikur í bígerð eða er verið að endurgera eldri leikina í nútíma grafík ? Fyrir stuttu var settur í gang niðurteljari á síðunni sem taldi niður til 19:00 15. mars 2012 en eins og við var að búast hrundi heimasíðan umtalaða, líklega vegna fjölda gesta sem heimsóttu síðuna á sama tíma. Við gerum okkur vonir um að þeir sem standa fyrir…
Na Na, Na Na, Na Na, Na Na, Batmaaan! Flottar – og beittar – Batman neglur í boði KayleighOC á deviantART. – BÞJ
Nörd Norðursins óskar eftir föstum pennum til að skrifa um tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, borðspil, vísindi, viðburði og fleira. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri og hafa brennandi áhuga og þekkingu á sínu sviði. Við sýnum íslensku efni ávalt sérstakan áhuga. Umsækjendur verða að hafa góð tök á íslenskri tungu, en við gerum engar kröfur um menntun eða reynslu. Laun eru eftir kjarasamningum Super Mario World, eða einn pixlaður gullpeningur per grein. Skrifað af nördum fyrir nörda. Við óskum ávallt eftir innsendu efni frá lesendum, en auk þess vonumst við til að finna fasta penna í eftirfarandi sviðum.…
Þegar Chuck Norris spilar Pacman… Vonandi hljóta höfundar myndbandsins ekki sömu örlög fyrir að gleyma einu R-i í nafninu hans Chucks. – BÞJ
Hvaða (náms)maður kannast ekki við það að finna ekki heimildir á netinu eftir langa leit á Google? Stundum er bara ekki nóg að slá inn leitarorðið. Hér koma nokkur góð ráð fyrir Gúgglara. – BÞJ