Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Að þessu sinni er viðmælandi okkar Sölvi Tryggvason. Sölvi hefur starfað sem fjölmiðlamaður í tæpan áratug og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður hjá Stöð 2, fréttalesari og þáttastjórnandi hjá Stöð 2 og Skjá Einum. Sölvi útskrifaðist með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og er hálfnaður með MA nám í blaða- og fréttamennsku í sama skóla. Hverskonar tölvuleiki spilaru helst? – Ég spila ekki marga tölvuleiki og hef á síðari árum eiginlega bara spilað fótboltaleiki, sérstaklega Manager leiki. Uppáhalds tölvuleikur?…
Author: Nörd Norðursins
Vel gert myndband þar sem nokkur þekkt „Instakill“ vopn úr tölvuleikum koma við sögu, en slík vopn eru mjög öflug og geta drepið andstæðinga með aðeins einu höggi eða skoti! – BÞJ
Hver er eiginlega munurinn á 720p og 1080i, og fyrir hvað standa bókstafirnir i og p? Svörin er að finna í þessu stutta myndbandi!
Þann 18.apríl síðastliðinn kom út leikur á Xbox Live Arcade sem var langt frá því að vera á mínum radar, þar sem ég spila yfirleitt ekki mótorhjólaþrautaleiki eins og Trials Evolution eða forvera hans, Trials HD. En þar sem hann fékk hreint út sagt frábæra dóma og var mikið talað um í þeim leikjatengdu miðlum sem ég fylgist með, varð ég að skoða gripinn. Leikurinn er einfaldur; þú stýrir mótorhjóli og þarft að fara í gegnum brautir á sem bestum tíma og þú færð mínusprik fyrir að detta eða keyra á. Borðin eru skemmtilega fjölbreytt og snúast ekki bara um…
Margir halda því fram að þeir séu vel undirbúnir öllu – meira að segja uppvakningaárásum! En hvað með uppreisn vélmenna í framtíðinni? Stafar einhver hætta af vélmennum? Og hvernig er best að verjast gegn þeim? Þessum mikilvægu spurningum er svarað í myndbandinu hér fyrir neðan, þar sem vélmennasérfræðingurinn og rithöfundur bókarinnar Robopocalypse Daniel H. Wilson er fenginn til þess að undirbúa okkur fyrir uppreisn vélmenna! – BÞJ
Þeir sem hafa lesið Stephen King í gegnum árin vita að hann hefur róast með aldrinum. Rétt eins og að Bubbi hóf að syngja um ástina í stað Hiroshima og Michael Jordan fór að taka fleiri þriggja stiga skot í stað þess að troða í annarri hverri sókn; þá hefur King dregið úr yfirnáttúrlegum hryllingi og skrifar frekar um venjulegt fólk, þeirra aðstæður og hvað mannveran sjálf getur verið grimm . Það er samt alltaf eitthvað yfirnáttúrulegt í gangi í bókum hans en það hefur smátt og smátt færst í bakgrunninn. Sjaldan hefur þetta verið eins áberandi og nú. 11/22/63…
Ef að Superman og Hulk myndu lenda í slag, hvor þeirra myndi sigra? Í greininni Superman VS Hulk – Hvor myndi sigra? sem var birt á Nörd Norðursins fer Bjarki D. Svanþórsson ítarlega yfir styrk- og veikleika ofurhetjanna, hvernig slagurinn myndi líklega fara og hvor þeirra myndi standa uppi sem sigurvegari. Michael nokkur Habjan hefur einnig velt þessu fyrir sér og unnið að gerð þriggja stuttra myndbanda sem eru aðgengileg á YouTube og sýna ofurhetjurnar tvær í slag. Hvernig sér hann slaginn fyrir sér? 1. Superman og Hulk mætast… 2. Slagurinn hefst… 3. Slagurinn heldur áfram… … framhald væntanlegt -…
Það er fátt sem kætir aðdáendur ofurhetja jafn mikið og að sjá uppáhalds hetjurnar sínar berjast hvor við aðra. Þegar ofurhetja berst við skúrk er vitað mál að hetjan mun fara með sigur af hólmi. En þegar tvær hetjur, sem venjulega berjast hlið við hlið, lenda í slag getur hvað sem er gerst. Lesendur, eða áhorfendur, velja sér sitt uppáhald, og bardagarnir verða oft persónulegri og skemmtilegri fyrir vikið. Í flestum tilfellum er hægt að rökræða þessa bardaga endalaust , en það er akkúrat tilgangur þessa nýja innslags í ofurhetjuhorni Nörds Norðursins. Með reglulegu millibili skellum við saman tveimur hetjum og…
Kvikmyndin Night of the Creeps, frá árinu 1986 og leikstýrð af Fred Dekker, er ein af fjölmörgum frá níunda áratugnum sem hafa fallið í skugga stærri mynda. Síðan þá hefur myndin verið sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum og fólk uppgötvað myndina smátt og smátt í gegnum árin. Fyrir ekki svo löngu var myndin loksins gefin út á DVD og Blu-ray og er það í fyrsta sinn sem hún er gefin út síðan hún var fyrst gefin út á VHS og Laserdisc. Ég hafði aldrei heyrt minnst á hana en vissi um aðra mynd eftir sama leikstjóra, The Monster Squad (1987).…
Flestir leikjanördar muna eflaust eftir rauntíma herkænskuleiknum StarCraft sem leikjafyrirtækið Blizzard gaf út árið 1998 fyrir PC. Það eru ekki margir leikir sem geta státað af sambærilegum vinsældum og StarCraft hefur náð í gegnum tíðina, þar sem spilarar víðsvegar um heiminn spila leikinn enn þann dag í dag. Í Suður-Kóreu eru reglulega haldin stór StarCraft mót þar sem bestu spilurunum er fagnað líkt og rokkstjörnum og áhorfendur fylgjast spenntir með leiknum. Í þessu sjö mínútna heimildarbroti fáum við að kynnast stemningunni í kringum mótin og lífi atvinnuspilarans. – BÞJ