Icelandic Gaming Industry (IGI) stendur fyrir reglulegum hittingum þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 7. júní kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „Umfjöllun um tölvuleiki í fjölmiðlum“ þar sem rætt verður hvernig fjölmiðlar greina frá tölvuleikjum og hvernig við getum hjálpað til við að koma umfjölluninni á jákvæðara stig. Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður á staðnum Úrilla Górillan (Austurstræti 12, 2. hæð) og er hægt að staðfesta komu sína á Facebook viðburðinum. Tengt efni: Breivik og byssurnar Tölvuleikir…
Author: Nörd Norðursins
Nú hefur verið opnað fyrir Facebook athugasemdir við allar færslur á vefnum okkar. Þar af leiðandi verður ekki hægt að birta athugasemdir með gömlu aðferðinni (þar sem lesendur þurftu sérstaklega að skrá inn nafn og netfang) í nýjustu færslum okkar. Nauðsynlegt er að vera innskráður á Facebook og mun prófíll viðkomandi tengjast sjálfkrafa við athugasemdakerfið. Líkt og áður er athugasemdakerfið sýnilegt fyrir neðan hverja færslu. – BÞJ
Þann 5. og 6. júní verður hægt að fylgjast með þvergöngu Venusar. Á Íslandi verður hægt að fylgjast með þvergöngunni fyrir og eftir sólarlag og er það því kjörið tækifæri fyrir stjörnuskoðara og aðra að fylgjast með, en þvergangan mun hefjast rétt áður en sólin sest, eða kl. 22:04 á íslenskum tíma. Sólin mun svo rísa aftur og verður Venus þá enn í þvergöngu sem lýkur kl. 04:54. Til þess að fylgjast með þvergöngunni er nauðsynlegt að nota sólarsíur sem eru settar framan á sjónauka til þess að koma í veg fyrir augnskaða. Einnig er hægt að kaupa sérstök sólskoðunargleraugu…
Enn einn ömurlegur vinnudagur hjá greyið Sephiroth (úr Final Fantasy VII).
Það ríkir mikil þögn yfir framhaldi endurgerðar Star Trek sem kom út árið 2009. Það hefur verið staðfest að tökulið mun taka upp efni fyrir myndina hér á Íslandi. Það verður þó einungis aukatökulið sem sérhæfir sig í myndbrellum og því verða engir leikarar með í för. Hins vegar er lítið vitað um hvað og hvar verður tekið upp. Margar vangaveltur eru á lofti í hvað þessi skot verði notuð en án efa verður það einhver framandi pláneta eða staður. Á undanförnum árum hefur myndast töluverður straumur af kvikmyndatökuliðum til þess að taka upp á Íslandi og fer vaxandi. Það…
Föstudaginn 18. maí hringdi Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, NASDAQ bjöllunni frægu og opnaði þar með fyrir kaup og sölu á hlutabréfum í Facebook. Hver hlutur var metinn á $38 í byrjun dags og fyrirtækið í heild sinni því metið upp á um 104 milljarða Bandaríkjadollara. Hlutabréfin hækkuðu upp í $42, en við lok fyrsta dags viðskipta í NASDAQ, einni stærstu kauphöll Bandaríkjanna, var hver hlutur metinn á $38.23. Facebook hlutabréfin komu hálftíma seinna inn á markaðinn en áætlað var vegna tæknilegra örðugleika sem má rekja til mikillar eftirspurnar, en alls voru 566 milljón hlutabréf keypt og seld á…
Skýrslutæknifélag Ísland (Ský) mun standa fyrir hádegisfundi þann 23. maí 2012 kl. 12 – 14 á Grand hóteli með yfirskriftinni „Reynsla af rafrænum íbúakosningum“. Dagskrá fundarins kemur fram í eftirfarandi tilkynningu frá Ský: Rafrænar íbúakosningar fóru fram í Reykjavík dagana 29. mars til 3. apríl 2012. Á fundinum verður fjallað um aðdraganda og útfærslu kosninganna og þann lærdóm sem draga má af framkvæmd slíkra kosninga. 11:50-12:05 Afhending ráðstefnugagna 12:05-12:20 Hádegisverður borinn fram 12:20-12:30 Rafrænar íbúakosningar í Reykjavík Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík 12:30-12:45 Lagaleg álitaefni við í aðdraganda íbúakosninganna Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, Reykjavíkurborg 12:45-13:05 Framkvæmd kosninganna Eggert…
Bókaútgáfan Rúnatýr var um þessar mundir að gefa út tvær hrollvekjur á íslensku; Kall Cthulhu og Þoka. Að því tilefni sendi Rúnatýr frá sér eftifarandi fréttatilkynningu: Margir hrollvekjuunnendur þekkja verk H. P. Lovecrafts sem er einn af áhrifamestu höfundum hryllingsbókmennta samtímans. Hann er talinn vera einn af spörgöngumönnum furðusagna og í sögum hans mætast hrollvekjan og fantasían á skemmtilegan hátt. Núna hafa fimm af sögum hans verið þýddar á íslensku og eru fáanlegar, allar saman, í bókinni Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi smásögur sem gefin var út á dögunum. Áhrif Lovecrafts ótvíræð Í bókinni eru m.a. þýðingar á sögunum Call…
Nördar koma í ýmsum stærðum og gerðum, eins og þessi mynd sýnir á skemmtilegan hátt! Hvaða týpa ert þú? – BÞJ
Norræna leikjaráðstefnan Nordic Game verður haldin 23-25. maí næstkomandi í Malmö í Svíþjóð, en þetta er í níunda skipti sem ráðstefnan verður haldin. Að þessu sinni eru tveir íslenskir leikir tilnefndir til verðlauna; The Moogies frá Plain Vanilla er tilnefndur sem besti norræni barnaleikurinn (Best Nordic Children’s Game) og W.I.L.D. frá Mindgames fyrir nýjung í tölvuleik (Best Nordic Innovation Award). Norrænn leikjaiðnaður virðist enn vera að eflast og stækka með árunum sem líða, en frá því að leikjaráðstefnan var haldin fyrir ári síðan hafa norræn fyrirtæki m.a. hannað leikina Battlefield 3, Minecraft (fullkláruð útgáfa og Xbox 360 útgáfa), Syndicate og…