Bíó og TV

Birt þann 21. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Staðfest: Hluti Star Trek tekin upp á Íslandi

Það ríkir mikil þögn yfir framhaldi endurgerðar Star Trek sem kom út árið 2009. Það hefur verið staðfest að tökulið mun taka upp efni fyrir myndina hér á Íslandi. Það verður þó einungis aukatökulið sem sérhæfir sig í myndbrellum og því verða engir leikarar með í för. Hins vegar er lítið vitað um hvað og hvar verður tekið upp. Margar vangaveltur eru á lofti í hvað þessi skot verði notuð en án efa verður það einhver framandi pláneta eða staður.

Á undanförnum árum  hefur myndast töluverður straumur af kvikmyndatökuliðum til þess að taka upp á Íslandi og fer vaxandi. Það fór ekki framhjá neinum þegar tökulið á vegum þáttaraðarinnar Game of Thrones né nýjustu mynd Ridley Scott í Alien-heiminum, Prometheus komu til landsins. Fleiri þekktar myndir sem innihalda senur sem hafa verið teknar upp á Íslandi eru til dæmis Batman Begins, Die Another Day, Hostel: Part II, Journey to the Center of the Earth og Lara Croft: Tomb Raider.

Ein klassík vísindaskáldsagnamynd með Dennis Quaid í aðalhlutverki, Enemy Mine, var tekin upp í Vestmannaeyjum. Tökur vörðu í 4-6 vikur en þeim lauk þegar leikstjórinn var rekinn og Wolfgang Petersen tók yfir myndinni sem var til þess að hún var tekin upp á sviði í Þýskalandi. Fyrir nokkrum árum síðan lýsti Dennis áhuga sínum á að sjá efnið sem var tekið upp hér á landi. Það væri mjög athyglisvert að sjá muninn á hönnun leikmyndarinnar og geimveranna.

Heimildir: TrekMovie.com og io9.

JKG

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑