Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Magic: The Gathering – Duels of the Planeswalkers 2013 (hér eftir Magic 2013) er nýjasta afurðin í leikjaröð byggðri á borðleiknum Magic: The Gathering. Hann kom út á PC, Xbox Live Arcade og iPad en þessi rýni miðast við Xbox360 útgáfuna. Að ætla að lýsa því í smáatriðum hvernig Magic: The Gathering er spilað væri of stór biti fyrir þessa litlu leikjarýni en í stuttu máli sagt er leikurinn spilaður af tveimur eða fleiri leikmönnum (sem geta verið tölvustýrðir í þessu tilfelli) og hver hefur sinn spilastokk og sinn lit (eða liti). Litirnir hafa mismunandi veikleika og styrkleika en sem…

Lesa meira

Fyrir nokkrum árum síðan var ég að gramsa í 99 krónu dallinum á einni útsölu hjá Skífunni þegar ég sá diskinn EVE Online Original Soundtrack. Ég vissi alveg hvað EVE Online var en vissi samt lítið um leikinn sjálfann. Raftónlist á minn hug allan og ég taldi mér trú um að þetta væri eitthvað sem væri þess virði að hlusta á. Ennþá veit ég frekar lítið um EVE og hef lítið sem ekkert hlustað á diskinn. Nýverið fann ég diskinn aftur og fannst kominn tími til að endurnýja kynni mín við hann. CCP gaf út diskinn og Jón Hallur Haraldsson…

Lesa meira

Fyrir nokkrum vikum datt ég niður á ódýrt eintak af kvikmyndinni Paul og ákvað að slá til og kaupa eintak þar sem að ég er mikill aðdáandi þríeykisins sem samanstendur af félögunum Simon Pegg, Nick Frost og Edgar Wright, en þeir eiga gamanþættina Spaced og grínmyndirnar Shaun of the Dead og Hot Fuzz að baki. Í þessu tilfelli eru þó aðeins félagarnir Simon og Nick sem koma að þessari mynd en þeir skrifuðu handritið, auk þess að leika aðalhlutverkin. Þegar að ég frétti fyrst af þessari mynd vissi ég ekki að þeir hefðu skrifað handritið og var því ekki neitt…

Lesa meira

Þeir Game Tíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann, hafa fært sig yfir á Stöð 2 og mun fyrsti þátturinn í elleftu seríu af þessum vinsæla tölvuleikjaþætti hefjast í september, samkvæmt upplýsingum á Facebook síðu þáttanna. Þættirnir voru áður sýndir á Skjá Einum en þar fjölluðu þeir Ólafur og Sverrir um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum. Ekki er vitað hvort þættirnir verði í opinni dagskrá á Stöð 2 líkt og áður, en það verður þó hægt að nálgast upptökur af þáttunum á Visir.is.…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru lesendur og hafið það sem allra best um verslunarmannahelgina! Uppáhalds Star Wars atriðin hans Colin Mochrie William Shatner og Commodore VIC-20 „Never Gonna Give You Up“ spilað á diskettudrifum Kubbatónlist: Dánarfregnir & Jarðarfarir C3-Bieb-O syngur Droidfriend

Lesa meira

Íris Kristín Andrésdóttir, einn aðaleigendi íslenska leikjafyrirtækisins Gogogic, hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sex ár og nú síðast sem aðalframleiðandi. Í maí síðastliðnum var henni boðið starf hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Meteor Entertainment sem hún þáði, en fyrirtækið mun meðal annars sjá um útgáfu fyrstu persónu skotleiksins HAWKEN. Til lukku með nýja starfið Íris! Í hverju felst starf þitt hjá Meteor Entertainment og hvað kom til að þú fékkst starfstilboð frá þeim? Takk fyrir! Ég er mjög spennt yfir þessu. Þannig er að ég hef þekkt framkvæmdastjóra Meteor Entertainment, Mark Long, í þónokkur ár, en við kynntumst á einni af…

Lesa meira

Arnar Vilhjálmur, penni hjá Nörd Norðursins, skellti sér á Comic Con í San Diego sem stóð yfir 12.–15. júlí síðastliðinn og þar tók hann þessar skemmtilegu myndir. Arnar lagði einnig fram spurningu til George R. R. Martin og félaga úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones í pallborðsumræðu sem átti sér stað, en hann spurði hvort að leikarar og leikkonur þáttanna hefðu lesið bækurnar og hvort þau hefðu bætt einhverju við túlkun sína á á sögupersónunum. Hægt er að heyra svarið við spurningunni í myndbandinu sem er að finna neðst í þessari frétt. – BÞJ

Lesa meira

Í fyrsta sinn sem ég las um Max Payne 3 bjóst ég ekki við miklu af okkar manni. Hann var orðinn alkóhólisti, þunglyndur, lífsleiður og byrjaður að safna vömb. Ég reiknaði með nokkrum skotbardögum og að hann héldi sig að mestu úr augsýn og notaði hæfileika og reynslu sína sem fyrrum lögreglumaður til þess að leysa vandamál. Ég var ekki einu sinni nálægt því, Max er eins og gamalt og geðstirt naut. Lausn hans á öllu er að hengja haus og stanga andstæðingana og hornin hans eru byssa í hvorri hendi. Þegar að Max er ekki að vorkenna sjálfum sér…

Lesa meira