Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Haustdagskrá Skemu ársins 2012 liggur nú fyrir. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir yngri kynslóðirnar í leikjaforritun þar sem þátttakenndur læra ýmislegt um leikjaforritun, hugarkort, flæðirit og leikjahönnun. Markmið námskeiðanna er að sýna þátttakenndum hvernig forrit verða að veruleika á skemmtilegan og áhugaverðan hátt. Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar frá Skemu á Facebook: Grunn- og framhaldsnámskeið fyrir 7-10 ára, 10-13 ára og 13-16 ára verða í boði og svo fyrir þá nemendur sem hafa lokið þeim verða m.a. í boði iPad-forritun 1 & 2 og vefsíðugerð. Einnig verðum við með námskeið fyrir kennara í forritun og notkun á iPad í kennslu. Námskeiðin í…

Lesa meira

Eins og við greindum frá í júlí að þá verða tvennir Star Wars tónleikar haldnir í Hörpu þar sem að kvikmyndatónlist John Williams úr Stjörnustríðsmyndunum verður spiluð. Fyrri tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 28. nóvember og þeir seinni daginn eftir, fimmtudaginn 29. nóvember 2012. Miðasala á tónleikana er hófst fyrir stuttu á Harpa.is og Sinfonia.is og kostar hver miði á bilinu 2.200 kr – 6.500 kr. Eftirfarandi upplýsingar um Star Wars tónleikana eru fengnar á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands: John Williams er einn þekktasti og farsælasti tónsmiður í sögu Bandaríkjanna. Hann hefur verið tilnefndur í liðlega fjörutíu skipti til Óskarsverðlaunanna og hreppt þau…

Lesa meira

Photoshop Wars er vefsíða og Facebook leikur þar sem að notendur breyta myndum í myndvinnsluforriti og keppa um atkvæði á vefnum. Á bak við hugmyndina standa tveir 25 ára piltar frá Reykjanesbæ, þeir Arnar Stefánsson og Ívar Rafn Þórarinsson. Arnar útskrifaðist úr Margmiðlunarskólanum og stofnaði auglýsingastofu ásamt tveimur öðrum. Þar starfaði hann í tæpt ár og Ívar er með 4 ára reynslu í vefforritun og hönnun. Hvernig Photoshop Wars virkar Einn notandi byrjar á því að búa til „stríð“ (keppni) og velur umfangsefni. Umfangsefnið getur verið textalýsing og/eða ein ákveðin mynd sem notendur þurfa svo að vinna í myndvinnsluforriti á…

Lesa meira

Nörd Norðursins óskar eftir föstum pennum til að skrifa um tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, borðspil, vísindi, viðburði og fleira. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri og hafa brennandi áhuga og þekkingu á sínu sviði. Við sýnum íslensku efni ávalt sérstakan áhuga. Umsækjendur verða að hafa góð tök á íslenskri tungu, en við gerum engar kröfur um menntun eða reynslu. Laun eru eftir kjarasamningum Super Mario World, eða einn pixlaður gullpeningur per grein. Skrifað af nördum fyrir nörda. Við óskum ávallt eftir innsendu efni frá lesendum, en auk þess vonumst við til að finna fasta penna í eftirfarandi sviðum.…

Lesa meira

Þetta er fyrsta bók Christian Matari (höfundurinn er íslenskur en kýs að koma fram undir þessu nafni) og tekst honum nokkuð vel til. Bókin byrjar á góðum hraða og nær að grípa lesandann strax. Sagan gerist  í öðru sólkerfi rúmum 1.200 árum í framtíðinni. Menn hafa komið sér vel fyrir á hinum ýmsum lífvænlegum hnöttum þegar mjög fjandsamlegar geimverur gera árás á nýlendurnar og þar með hefst áratugalangt og blóðugt stríð á milli Terran-ara (mennirnir) og Nyari geimverana. Menn grípa svo til þess örþrifaráðs að klóna hermenn í stórum stíl til þess að reyna að vinna þetta vonlausa stríð. Aðalpersónan…

Lesa meira

Counter-Strike: Global Offensive kemur út í dag, 21. ágúst. Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn nýjasta endurgerð Counter-Strike en upprunalegi leikurinn kom út árið1999. Þá var Counter-Strike viðbót (e. Mod) við leikinn Half-Life sem náði þessum gríðarlegu vinsældum sem varð til þess að hann var gefinn út sem sér tölvuleikur. Fyrir þá sem ekki þekkja til Counter-Strike er þetta fyrstu persónu skotleikur sem er spilaður í gegnum netið þar sem að spilarinn spilar með og á móti öðrum leikmönnum. Tvö lið eru í boði, sérsveit eða hryðjuverkamenn, sem spilarinn getur valið um að tilheyra. Hverjum leik er skipt…

Lesa meira

Vigfús Þór Rafnsson er mikill Star Wars aðdáandi og stofnaði Facebook síðuna Star Wars á Íslandi, sem er Facebook-síða ætluð Star Wars unnendum á Íslandi. Vigfús, sem er 40 ára vaktstjóri hjá öryggisfyrirtæki, hefur ekki aðeins haldið uppi virkri Star Wars síðu, heldur safnar hann einnig ýmiskonar hlutum sem tengjast Star Wars. Vigfús segir að menn verði aldrei of gamlir til að njóta þess að safna hlutum tengdum Star Wars, þó mörgum þyki það eflaust heimskulegt og peningaeyðsla, en slík ummæli lætur Vigfús sem vind um eyru þjóta. „Þetta er áhugamál hjá mér eins og að safna frímerkjum, steinum eða…

Lesa meira

Menningarnótt 2012 verður haldin laugardaginn 18. ágúst. Við hjá Nörd Norðursins fórum yfir dagskrána og sigtuðum út sex viðburði sem okkur nördunum líst vel á. 1. Sólskoðun á Austurvelli Milli klukkan 14:00 og 16:00 mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða gestum og gangandi að kíkja á sólina í gegnum sérútbúna sjónauka. Þess ber að geta að sólskoðun er háð veðri og vonum við því innilega að skýin haldi sig frá Austurvelli þennan dag. Viðburðurinn á Menningarnott.is 2. Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki Í síðustu viku var opnuð sýning í Borgarbókasafni Reykjavíkur (Tryggvagötu 15) um kjarnorkusprengjurnar og afleiðingar þeirra.…

Lesa meira