Fréttir

Birt þann 31. ágúst, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

Hugleikjafélag Reykjavíkur heldur Warhammer Fantasy mót

Hugleikjafélag Reykjavíkur heldur Warhammer Fantasy mót helgina 8.-9. september næstkomandi.

Eftirfarandi upplýsingar um mótið voru birtar á spjallborði Warhammer.is þann 1. ágúst:

 

 

 

Hugleikjafélag Reykjavíkur stendur fyrir stærsta móti ársins í Warhammer Fantasy helgina 8.-9. september í spilasal Nexus, Hverfisgötu 103.

Spilaðir verða fimm leikir, þrír á laugardegi og tveir á sunnudegi. Málningarkeppnin verður á sínum stað á sunnudeginum. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og fyrir flottasta herinn.

Hámarks stærð á herjum er 2250 punktar og allur herinn þarf að vera málaður og frágenginn skv. reglum ICE-GT.

Mjög mikilvægt er að spilarar séu búnir að kynna sér reglur ICE-GT tímanlega og þau scenario sem á að spila.

Reglur eru hér (aðeins ensk útgáfa, íslensk útgáfa kemur bráðlega) og scenarios eru hér.

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á mótinu fyrir mótsdag, 8. september. Þeir sem ekki geta gert það í spilasalnum geta gert það hér á spjallborðinu eða sent tölvupóst á warhammerdomari@gmail.com. Taka þarf fram nafn, her, símanúmer og/eða tölvupóstfang. Mótsgjaldið er 2000 kr. og greiðist til Hugleikjafélags Reykjavíkur í afgreiðslu spilasalar Nexus. Það er ekki nauðsynlegt að borga mótsgjaldið við skráningu en það er æskilegt.

Það verða þrír dómarar á mótinu, Halldór, Rúnar og Þórarinn. Reglur um dómgæslu verða eins og í fyrra þ.e. dómari getur aldrei dæmt í sínum eigin leik og ef spilari er ósáttur við úrskurð hjá einum dómara getur hann kallað eftir sameiginlegu áliti tveggja dómara.

Þar sem dómarar munu spila um verðlaun á mótinu að þá á ekki að senda herlista fyrirfram, en það verður gerð sú krafa að herlistinn sé búinn til í nýjustu (eða góðri) útgáfu af Army Builder og að herlistinn stemmi samkvæmt forritinu. Aðgengi að AB verður í salnum alla miðvikudaga og morguninn áður en mótið byrjar fyrir þá sem ekki hafa aðgang að forritinu heima hjá sér.

Nánari upplýsingar fást á spjallborði Warhammer.is.

BÞJ

Mynd: Merki Hugleikjafélags Reykjavíkur

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑