Fréttir1

Birt þann 26. ágúst, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Haustdagskrá Skemu kynnt

Haustdagskrá Skemu ársins 2012 liggur nú fyrir. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir yngri kynslóðirnar í leikjaforritun þar sem þátttakenndur læra ýmislegt um leikjaforritun, hugarkort, flæðirit og leikjahönnun. Markmið námskeiðanna er að sýna þátttakenndum hvernig forrit verða að veruleika á skemmtilegan og áhugaverðan hátt.

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar frá Skemu á Facebook:

Grunn- og framhaldsnámskeið fyrir 7-10 ára, 10-13 ára og 13-16 ára verða í boði og svo fyrir þá nemendur sem hafa lokið þeim verða m.a. í boði iPad-forritun 1 & 2 og vefsíðugerð. Einnig verðum við með námskeið fyrir kennara í forritun og notkun á iPad í kennslu.

Námskeiðin í haust verða meðal annars í Háskólanum í Reykjavík, Garðabæ og Akureyri auk þess sem innleiðing á kennslu í forritun með aðferðafræði Skema er hafin í nokkrum grunn- og framhaldsskólum landsins.

Þau námskeið sem búið er að opna fyrir skráningu á í gegnum netfangið skraning@skema.is eru staðsett í Háskólanum í Reykjavík og hefjast 17.september (10 vikur – 1 klst. og 15 mín. í senn). Verð 23.900 og hægt að nýta tómstundakort.

Grunn-námskeið (Háskólinn í Reykjavík):

  • Tölvuleikjaforritun 1A (7-10 ára) – Miðvikud. kl.15:30-16:45
  • Tölvuleikjaforritun 1B (10-13 ára) – Miðvikud. kl.17:00-18:15
  • Tölvuleikjaforritun 1C (13-16 ára) – Miðvikud. kl.18:30-19:45

Framhalds-námskeið (Háskólinn í Reykjavík):

  • Tölvuleikjaforritun 2A (7-10 ára) – Mánud. kl.16:30 – 17:45
  • Tölvuleikjaforritun 2B (10-13 ára) – Mánud. kl.18:00 – 19:15
  • Tölvuleikjaforritun 2C (13-16 ára) – Mánud. kl.19:30 – 20:45

 

Upplýsingar fengnar frá heimasíðu Skemu og Skemu á Facebook.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑