Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Nú eru jólin að nálgast og því tilvalið að rýna í stiklu fyrir jólamynd. Ég ákvað að skoða mynd sem mun mjög líklega fara beint á DVD hér heima og örugglega fá takmarkaða dreifingu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi jólamynd er nefnilega óforskömmuð slægjumynd sem ber heitið Silent Night. Þessi mynd er endugerð á kvikmyndinni Silent Night: Deadly Night sem kom út árið 1984. Leikstjóri þeirrar myndar var Charles E. Sellier Jr. sem átti ekki glæstan feril í leikstjórastólnum en hafði framleitt fjöldan allan af kvikmyndum og heimildarmyndum. Hann leikstýrði aðeins einni mynd eftir að Silent Night kom út sem…

Lesa meira

Þriðja desember næstkomandi mun WCIT-12, ellefu daga alþjóðleg ráðstefna á vegum International Telecommunication Union (ITU), vera haldin í Dúbai. ITU heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar og mun stór hópur valdamanna víðsvegar að úr heiminum mæta á ráðstefnuna og munu m.a. ræða um stöðu og framtíð internetsins. Margir netverjar óttast að ríki og stofnanir muni leggja áherslu á að ritskoða efni á netinu og njósnað verði um netverja í auknum mæli. Netrisinn Google er meðal þeirra sem hafa vakið athygli á stöðu mála og hvetja alla þá sem eru á móti ritskoðun og styðja frjálst internet að láta rödd sína heyrast með…

Lesa meira

Kvikmyndagerðarmenn og handritshöfundar leita í ýmsum skúmaskotum, bæði innra með sér og annars staðar, til að finna góðar hugmyndir að kvikmyndum. Eflaust eiga þeir margir hugmyndir í skúffunum heima hjá sér að myndum sem aldrei urðu eða verða nokkurn tíma að veruleika. Því má segja að hugmyndabrunnurinn sé ótæmandi, því alltaf er hægt að finna eitthvað áhugavert efni til að fjalla um í kvikmynd. Ef það væri nú einnig ótæmandi peningasjóðurinn hjá kvikmyndagerðarfólki hér á landi þá væri hægt að gera mjög margar áhugaverðar leiknar kvikmyndir. Ég lagðist á beddann og hugleiddi hvaða íslensku kvikmyndir væri gaman að sjá í bíó…

Lesa meira

Næstkomandi föstudag og laugardag (23. og 24. nóvember) verður Nexus Furðursagnahátíð haldin í Norræna húsinu. Á dagskrá eru ýmiskonar fyrirlestrar sem tengjast furðusögum með einum eða öðrum hætti, auk þess sem lesið verður upp úr nýjum og væntanlegum bókum. Nexus Furðursagnahátíð á Facebook Dagskrá – BÞJ

Lesa meira

Svartir sunnudagar hafa nú þegar sýnt Dawn of the Dead (1978), Black Sunday (1960) og Big Trouble in Little China (1986) og ekki annað hægt að segja en að Svartir sunnudagar sé frábær og nauðsynleg viðbót við íslenska kvikmyndahúsamenningu. Við hjá Nörd Norðursins höfum heillast af þessu framlagi og munum fylgja Svörtum sunnudögum eftir og gagnrýna þær myndir sem sýndar verða. Næstkomandi sunnudag munu Svartir sunnudagar sýna Freaks (1932) eftir Tod Browning á filmu, og hafa af því tilefni sent eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag: Svartir sunnudagar í Bíó Paradís hafa heldur betur slegið í gegn og hefur aðsóknin verið framar…

Lesa meira

Black Sunday (La maschera del demonio á frummálinu) er ítölsk hrollvekja frá árinu 1960 sem  Mario Bava leikstýrði. Með aðalhlutverk fara Barbara Steele, John Richardson, Arturo Dominici og Ivo Garrani. Black Sunday er önnur myndin sem Svartir sunnudagar sýna í Bíó Paradís. Ólíkt Dawn of the Dead, hafði ég aldrei áður séð Black Sunday, en eftir að hafa heyrt að myndin væri ein af uppáhaldsmyndum Quentin Tarantino, Tim Burton, Martin Scorsese, Joe Dante, Francis Ford Coppola, Dario Argento og Clive Barker, varð ég ansi forvitinn um myndina. Í myndinni fer Barbara Steele með hlutverk Asa Vajda og Katia, en Asa…

Lesa meira

Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins hófst fyrir tæpum 3 vikum og endaði síðastliðinn föstudag. Dómnefnd hefur farið yfir þær 27 myndir sem bárust í keppnina, en 5 þeirra voru dæmdar ógildar. Úrslit liggja nú fyrir og viljum við hjá Nörd Norðursins óska vinningshöfunum innilega til hamingju! Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt í keppninni sérstaklega fyrir, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hægt er að skoða allar myndirnar sem tóku þátt í keppninni neðst í þessari fréttatilkynningu. Vinningshafarnir eru fjórir og fær hver þeirra miða fyrir tvo á Star Wars tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir verða 28. og 29. nóvember í Hörpu.…

Lesa meira

Í dag kom út nýtt alíslenskt app, Segulljóð. Um er að ræða forrit fyrir iPad, iPhone og iPod Touch sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Forritið er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið, en í Segulljóð er hægt að búa til ljóð, örsögur eða kveðjur til vina úr yfir 13.000 orðum sem forritið velur. Hjónin Friðrik Magnússon og Guðný Þorsteinsdóttir eru höfundar leiksins, en þau sérhæfa sig í gerð tölvuleikja og markmiðlunarefnis og stóðu m.a. á bakvið leikinn 12 Stacks of Christmas. Á heimasíðu Segulljóðs, www.segulljod.is, má nálgast nánari upplýsingar um forritið, en þar kemur m.a. fram hvernig forritið…

Lesa meira

Resident Evil: Operation Raccoon City er þriðju-persónu skotleikur sem er framleiddur af Slant Six Games og gefinn út af Capcom. Leikurinn tekur rúmlega 50 MB á harða disknum, það tók mig um það bil hálftíma að ná í allt sem þurfti og setja upp. Ég náði að nýta mér ókeypis netborð með nýjum söguþræði áður en það rann út 4. nóvember síðastliðinn og þá stækkar plássið sem leikurinn tekur í rúmlega 300 MB. Og ég geri ráð fyrir því að hin borðin sem hægt er að kaupa í gegnum PlayStation búðina séu svipað stór (og hvert borð tekur um 30…

Lesa meira