Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Þessar ótrúlegu myndir voru teknar úr 2.800 spilara risabardaga sem átti sér stað um helgina í tölvuleiknum EVE Online. Myndirnar voru fengnar af þessum þræði á reddit og er hægt að sjá restina af myndunum hér. Nú væri gaman að vita hvort einhver íslenskur spilari tók þátt í þessum epíska bardaga? – BÞJ

Lesa meira

Í Föstudagssyrpu vikunnar ætlum við að gerast músíkölsk og bjóða ykkur upp á tónlist. Öll lögin tengjast tölvuleikjum með einum eða öðrum hætti, nema eitt, sem er þó nördalegt fyrir þær sakir að lagið í heild sinni er spilað af tölvum. Jæja, byrjum þá á tónlistarveislunni! Framúrskarandi tónlistarmyndband við lagið Boss Wave eftir Xilent. Það má deila um ágæti lagsins (þó ég fíli það nú alveg), en myndbandið sjálft er ótrúlega skemmtilegt og flott, sérstaklega fyrir okkur leikjanördana. The Turret Anthem! Nokkuð flott lag með skemmtilegu Portal þema. Senan þar sem turret-ið fer að spila á píanóið er æðisleg! Þó…

Lesa meira

Hvítir múrar borgarinnar er ný íslensk vísindaskáldsaga eftir Einar Leif Nielsen sem kemur út í rafbókaformi í dag fyrir alla gerðir rafbókalesara. Í tilefni útgáfunnar sendi bókaútgáfan Rúnatýr eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag: Í Hvítum múrum borgarinnar lýsir Einar Leif Nielsen framtíðarsýn þar sem allt er falt fyrir rétt verð, hverfi eru afgirt og ólíkar stéttar aðskildar. Þetta er áhugaverð vísindaskáldaga sem sækir í sama brunn og Cyberpunk og Blade Runner. Bókin kemur út í rafbókaformi í dag! Í borg framtíðarinnar er allt falt fyrir rétt verð. Hverfi eru girt af með veggjum til að verja borgarana fyrir hvor öðrum…

Lesa meira

Það er alltaf gott eftir langan vinnudag að slappa aðeins af og horfa á gott breskt sjónvarpsefni. Til er óheyrilegur fjöldi breskra þátta og mikið af gæða sjónvarpsefni sem vert er að horfa á en til þess að þrengja listann hef ég ákveðið að halda mig við sjónvarpsefni sem mér þótti skara mest fram úr á nýliðnu ári og eru á sama tíma nördalegir á einn eða annan hátt. 5. Louis Theroux: Extreme Love – Autism Louis Theroux hefur gert fjöldan allann af heimildarmyndum og -þáttum og er líklega þekktastur fyrir þættina Louis Theroux’s Weird Weekends og When Louis…

Lesa meira

Þá er árið 2012 liðið undir lok. Að því tilefni höfum við tekið saman 15 mest lesnu færslurnar yfir árið! Byrjum á númer 15… #15 Nördaleg kynfæra gælunöfn! Það er mikilvæg stund í lífi nördans þegar hann finnur hið fullkomna nafn sem honum finnst segja til um getu, gæði og stærð vinarins. Einnig hafa ófáir vinirnir rætt um ýmsar láfur sem þeir hafa rekist á í gegnum tíðina og nefnt þær hinum ýmsu nöfnum. Lesa #14 Star Wars ljósmyndakeppni Nörd Norðursins Nörd Norðursins efndi til Star Wars ljósmyndakeppni! Í verðlaun voru miðar á…

Lesa meira

Kvikmyndin The Hidden, frá árinu 1987, er ein af þessum myndum sem ég horfði mjög oft á í minni æsku. Í langan tíma var þessi spóla á heimilinu okkar af einhverri ástæðu og nýtti ég mér það óspart. Fyrr á þessu ári keypti ég hana loksins á DVD enda hafði hún verið á hálfgerðum óskalista í hausnum á mér í langan tíma. Og sem fyrr, hef ég horft á hana nokkrum sinnum síðan ég fékk diskinn í hendurnar. Hvað er það við þessa mynd sem dregur mig að henni? Á götum Los Angeles borgar gengur geimvera berserksgang, hlustar á þungarokk,…

Lesa meira

Munið þið eftir grimma aprílgabbinu okkar þar sem við töldum lesendur trú um að Fallout þáttaröð væri í vinnslu? Undanfarna daga hafa sögusagnir snúið þessu aprílgabbi okkar í raunverulegar væntingar þar sem fram hefur komið að Fallout þáttaröð sé í raun og veru mögulega væntanleg! Orðrómarnir hafa borist í kjölfar þess að Bethesda Softworks fékk nýlega skráð einkaleyfi á sjónvarpsþáttum sem eiga að gerast að loknu kjarnorkustríði – líkt og í Fallout leikjunum. Einnig skrifaði leikarinn Erik Todd Dellums (sem lék DJ Three Dog í Fallout 3) á Twitter þann 8. janúar að aðdáendur Fallout 3 og Three Dog eiga…

Lesa meira

Samkvæmt upplýsingum sem Nörd Norðursins hefur fengið frá Rýninum, félagi kvikmyndafræðinema við Háskóla Íslands, hafa þær fréttir borist kennurum í kvikmyndafræði að framtíð RIFF séð í hættu. Í kjölfar þessara frétta eru nemendur hvattir til að skrifa undir sambærilega stuðningsyfirlýsingu og hér fyrir neðan. Við viljum einnig hvetja alla okkar lesendur til að styðja við bakið á RIFF, þá glæsilegu og mikilvægu kvikmyndahátið. Allir sem vilja koma stuðningsyfirlýsingu sinni á framfæri geta kommentað hér fyrir neðan í Facebook kommenta-kerfið okkar með nafni og fyrrihlutanum af kennitölu og við munum sjá til þess að undirskriftirnar komast til réttra aðila í framhaldinu.…

Lesa meira

Eftir fjögurra vikna frí mætir Föstudagssyrpan aftur til leiks. Fyrir þá sem ekki vita að þá höldum við upp á hverja helgi með því að birta nördaleg og skemmtileg myndbönd á hverjum föstudegi. Gleðilegan föstudag! LEGO hreyfimynd þar sem LEGO kallar berjast við nokkra hressa uppvakninga. Frekar flott hvernig hægu atriðin eru útfærð. Stuttmyndin Catzilla! fær mig til að hræðast framtíðina. You can haz Cheezburger!! Er þetta fugl? Er þetta flugvél? Nei, þetta er fjartýrður Súperman! Skemmtileg jólamyndband sem CCP sendi frá sér síðustu jól þar sem íslensku jólasveinarnir sem fá svo í lokin huggulega gjöf frá…

Lesa meira

CCP hélt fyrsta íslenska EVE og DUST hittinginn 25. október í fyrra. Þar tilkynntu starfsmenn meðal annars um íslensku EVE Online áskriftarkortin sem nú eru fáanleg. CCP hefur ákveðið að endurtaka leikinn og að þessu sinni verður samkoman haldin fimmtudaginn 17. janúar á Lebowski bar, Laugavegi 20a, og byrja herlegheitin kl. 19:00. Neðri hæð barsins verður frátekin fyrir EVE og DUST spilara til kl. 23:00 og verður boðið upp á bjór á barnum, hamborgaratilboð fyrir þá sem mæta snemma og tilboð á öðrum áfengum og óáfengum drykkjum. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan að þá var vel mætt á fyrsta hittinginn…

Lesa meira