Author: Magnús Gunnlaugsson

Z-Man Games, útgefandi Pandemic Legacy, sem notið hefur gífurlegra vinsælda um heim allan og er meðal annars besta borðspil í heimi í dag skv. Boardgamegeek, hefur tilkynnt framhald við þennan vinsæla titil sem einfaldlega hefur verið nefnt Season 2 mun líta dagsins ljós í lok ársins 2017. Sjötíu og einu ári eftir hamfarir fyrra spilsins þar sem C0dA vírusinn ógurlegi lagði heiminn að fótum sér… Í dag eru aðeins örfá samfélög sem veita öruggt skjól og hafa náð að lifa af í borgum víðs vegar um heiminn. Þessar borgir treysta á hreint vatn og mat frá eyðieyjum út á hafi…

Lesa meira

Góðan dag kæru lesendur. Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að kynnast fleiri einstaklingum sem eru að spila borðspil í öllum sínum frítíma. Ég ákvað því að byrja með nýjan lið sem ég kýs að kalla Leikpeð Mánaðarins. Hugmyndinni er stolið (já stolið, #noshame) frá þráðum af /r/boardgames á Reddit sem kallast Meeple of the Week. Fyrsti viðmælandinn er Kristinn Haukur Guðnason en hann byrjaði nýlega með Snapchattið: spilasnap og ég hef haft gaman að fylgjast með því. Hann hefur m.a kynnt spilin Flick’em Up, Sushi Go Party og hið minna þekkta Kremlin. KYNNING Hvað gerir þú í daglegu…

Lesa meira

Ég fór einu sinni í Reykjavik Escape með kærustu minni og tveimur öðrum vinum mínum. Reykjavik Escape snýst um það að þáttakendur eru lokaðir inní herbergi uppfullu af misaugljósum vísbendingum sem þeir þurfa svo að púsla saman til að geta sloppið útúr herberginu. Til þess hafa þeir nákvæmlega 60 mínútur. Engir farsímar eru leyfilegir inní herberginu fyrir utan þann sem leikstjórnendur skaffa okkur. Í honum var einungis hægt að senda sms og fá til baka vísbendingu ef við vorum orðin algjörlega ráðlaus og vantaði sárlega aðstoð. Okkur fjórum tókst að sleppa útúr prísundinni eftir sléttar 44 mínútur og án allra…

Lesa meira

Laugardaginn 29.apríl verður Alþjóðlegi borðspiladagurinn haldinn í fimmta skipti um heim allann.  Hér á Íslandi hafa tvær verslanir verið duglegar að bjóða uppá viðburði en sem fyrr eru það Spilavinir í bláu húsunum Faxafeni og Nexus í Nóatúni. Samkvæmt Facebook viðburði Spilavina er nóg á dagskránni t.d keppnismót í Pandemic, 7 Wonders og Carcassonne. Takmarkað sætapláss er á Pandemic mótið en alls geta átta tveggja manna lið tekið þátt eða hámark 16 spilarar. Í 7 Wonders mótinu eru glæsileg verðlaun fyrir efstu tvö sætin. Þáttökugjaldið verður hóflegt í 7 Wonders mótið en önnur mót eru gjaldfrjáls. Hjá Nexus hefst dagskráin…

Lesa meira

Ég keypti mér Kingdom Builder á spilaústölu Nexus sem haldin var á Alþjóðlega Borðspiladeginum á síðasta ári. Þetta voru svona skyndikaup þar sem ég fékk eintakið á góðu verði og stakk því í pokann ásamt einhverjum öðrum spilum. Eins og gengur og gerist þegar mörg spil eru keypt í einu er alltaf hætta á því að einhver þeirra sitji í hillunni og í plastinu um ókominn tíma. Í þessu tilviki kom það fyrir Kingdom Builder, en það var ekki spilað í fyrsta sinn fyrr en fjórum mánuðum seinna eða seint í ágúst skv. BG-Stats appinu mínu. Ég setti mér því…

Lesa meira

CMON hafa tekið höndum saman við Dark Sword Miniatures Inc. og ætla að gefa út nýtt tindátaspil (e. miniatures game) byggt á A Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin eða Game of Thrones eins og bækurnar er kallaðar í daglegu tali vegna samnefndra þátta frá HBO. A Song of Ice and Fire tindátaspilið mun birtast á þriðja ársfjórðungi 2017 á Kickstarter og má því búast við því í verslunum árið 2018 skv. tilkynningu frá CMON. Í spilinu munu leikmenn hverfa inní sögusvið bókana, taka þátt í stórfenglegum styrjöldum og stýra hetjum og hermönnum til sigurs gegn andstæðingum…

Lesa meira

Cool Mini or Not (CMON) tilkynntu nýlega að þeir hafa ráðið til sín spilahönnuðinn Eric M. Lang sem leiðtoga/yfirmann spilahönnunar (e. Director of Game Design) CMON. Eric M. Lang er þekktur fyrir epísk spil á borð við Chaos of the old World, Blood Rage, Arcadia Quest, The Others: 7 Deadly Sins og nýjasta verk hans Rising Sun sem er nú í gangi á Kickstarter. Eric hefur áður unnið mikið með Fantasy Flight Games (FFG) og þá sérstaklega að LCG kortaspilunum þeirra auk XCOM: The Board Game. Auk þess hefur hann starfað fyrir Wizards of the Coast (WotC) og WizKids. Hann…

Lesa meira

BoardGameGeek verðlaunin eru vinsældarkosning meðal meðlima BoardGameGeek og má lýsa þeim sem vali fólksins fyrir bestu spil ársins 2016! Veitt eru verðlaun í ýmsum flokkum s.s besta spilið, besta kortaspilið, besta tveggja manna spilið og best myndskreytta spilið en alls eru flokkarnir 16 talsins. Ótvíræður sigurvegari kosninganna er spilið Scythe frá Stonemaier Games en það hlaut verðlaun í eftirfarandi flokkum: Spil ársins 2016 (e. Boardgame of the Year), Myndskreyting og framsetning (e. Artwork & Presentation), Einstaklingsspilun (e.Solo-Play), Herkænsku (e. Strategy) og Besta þemað (e.Thematic Game) Scythe naut gríðarlegra vinsælda á Kickstarter og safnaði rúmlega 1,8 milljónum dollara eða 196 milljónum…

Lesa meira

Oft þegar maður er kominn á kaf í eitthvert áhugamál þá á maður það til að finna fyrir löngun til að halda utanum einhverskonar tölfræði af ýmsu tagi. Í mínu tilviki er það að halda utan um hve mörg spil ég á, hvenær ég spila, með hverjum og jafnvel hvar. Hversu mörg stig fékk ég í tilteknu spili og hvort mér hafi tekist að bæta mitt persónulega met. Síðan í maí 2016 hef ég notast við smáforrit (e. app) sem kallast BG Stats og er enn sem komið einungis fáanlegt á iOS ($2.99). Ég veit þó að verið er að…

Lesa meira

Það er alltaf spennandi en um leið ákveðin áhætta fólgin í því að styrkja spil í gegnum Kickstarter heimasíðuna vinsælu. Snemma á síðasta ári ákvað ég að veðja á  The Manhattan Project: Energy Empire. Spilið er sjálfstætt framhald af samnefndu spili The Manhattan Project frá Minion Games en í því síðarnefnda keppast leikmenn í umhverfi seinni heimstyrjaldarinnar að því að byggja upp stærri og betri sprengjur en önnur heimsveldi. Í Energy Empire er búið að færa spilið í nútímalegri búning. Tækninni hefur fleygt fram og orkuframleiðsla hefur aukist gríðarlega með tilkomu kola, olíu og klofningu atómsins. Framúrstefnulegar, umhverfisvænar orkuframleiðslur eins…

Lesa meira