Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég senda Sega Mega Drive II tölvu sem ég pantaði mér af Tradera, en það er eins konar Ebay Svíþjóðar. Ég ætlaði upphaflega bara að panta mér straumbreyti þar sem ég á fyrir svona tölvu sem ég eignaðist fyrir að verða næstum tveim áratugum, en straumbreytirinn er týndur. En þar sem það var engin leið til að vita hvort tölvan virkaði ennþá eftir langa vist í rykugum geymslum án straumbreytis ákvað ég að kaupa bara tölvu í leiðinni. Það er samt einhver bölvun á mér þegar kemur að því að panta drasl yfir internetið. Ég…
Author: Kristinn Ólafur Smárason
Þeir sem spila gamla tölvuleiki eru jafnan kallaðir retrogamers á ensku, en orðið retro gefur til kynna að verið sé að spila eitthvað sem er orðið gamalt en jafnframt klassískt. Eftir að ég fann þessa Sega Saturn leiki um daginn hef ég mikið verið að velta því fyrir hvað gerir tölvu eða tölvuleik retro? Samkvæmt Wikipediu þá er retro: „… a culturally outdated or aged style, trend, mode, or fashion, from the overall postmodern past, that has since that time become functionally or superficially the norm once again.“ Ég veit ekki alveg með seinustu setninguna í þessari skilgreiningu. Hún á…
Ég hafði smá tíma til að drepa í dag þannig ég ákvað að líta við í Góða Hirðirnum. Að venju leit ég við í tölvuleikjadeildinni og eftir smá grams þar gróf ég strax upp fjóra leiki sem vöktu áhuga minn. Fyrsti leikurinn var Sonic The Hedgehog 2 fyrir Sega Genesis (bandaríska Mega Drive tölvan). Seinni leikurinn var Ready 2 Rumble Boxing fyrir Nintendo 64, ennþá í upprunalegu pappaumbúðunum og með öllu meðfylgjandi. Leikjahylkið inn í boxinu var meira að segja ennþá í plastinu og allir bæklingar fylgdu með. Þriðji leikurinn var Donkey Kong Country 2 – Diddy’s Kong Quest fyrir…
Þegar ég byrjaði að skrifa þetta blogg í september á seinasta ári lofaði ég því upp í ermina á mér að skrifa alla vegana eina færslu á viku. Þetta loforð var greinilega brotið núna yfir hátíðirnar, þar sem fjöldinn allur af búðarferðum, fjölskylduboðum og almennum letidögum, helltu sér yfir mig eins og ég veit ekki hvað. Ég mun engu að síður reyna að halda áfram að skrifa eina færslu á viku, en það gæti brugðist endrum og sinnum, og þær gætu orðið örlítið styttri en þær hafa verið hingað til. En þó svo að ég hafi ekki skrifað mikið seinasta…
Fyrir tíma Gameboy og annara handhægra leikjatölvna voru tölvuspil málið. Ég myndi skilgreina tölvuspil sem einfalda tölvu sem er hægt að setja í vasa, með áföstum skjá og stjórnborði, og með einum eða fleiri innbyggðum leikjum sem er ekki hægt að skipta út. Leikirnir á spilunum eru líka yfirleitt ekki í lit og allar aðgerðir sem hægt er að gera í spilinu eru bundnar við eina óhreyfanlega skjámynd sem er allur heimur spilsins. Ég hugsa að flestir krakkar sem öldust upp á níunda og tíunda áratugnum hafi átt alla vegana einn slíkan grip, en þau voru auðvitað töluvert ódýrari en…
Þegar ég var 10 ára gamall þá fór ég með Pabba mínum í heimsókn til bróður hans og fjölskyldu í Danmörku. Þetta var í fyrsta skipti sem ég myndi fara til útlanda og ég var mjög spenntur fyrir ferðinni. En aðeins tveim dögum fyrir ferðina varð ég heiftarlega veikur, fékk 40C° hita og önnur almenn leiðindi sem fylgdu því. Ég var samt staðfastur á því að fara út, þannig ég var sendur með rútunni til Reykjavíkur í Kraft galla, með beinverki, svitaköst og allan pakkann. Þegar við komum loksins út á flugvöll var ég ennþá frekar slappur og leiddist voðalega…
(Áður en lengra er haldið er vert að taka það fram að þessi færsla er eiginlegt framhald af þessari færslu HÉR) Hérna um daginn var ég að taka til í íbúðinni minni og rak þá augun í bláan kassa sem lá á gólfinu ekki svo langt frá sjónvarpinu. Þetta var að sjálfsögðu kassinn sem inniheldur kínverska famiklónin sem ég fékk sendan fyrir nokkrum vikum en náði því miður ekki að prófa vegna tæknilegra örðugleika. Ég ákvað að ég þyrfti að fara að drífa í því að prufa hann, en það var spurning hvernig ég ætti að komast fram hjá þeim…
Fyrir rúmum mánuði síðan skrifaði ég færslu um bókina Family Computer 1983-1994. Í lok færslunnar lofaði ég því víst að fjalla seinna um nokkra af þeim leikjum sem lýst er í bókinni sem eru í skrítnari kantinum. Hér fyrir neðan eru þrjár stuttar umfjallanir um leiki sem ég vill meina að hafi hreinlega verið of japanskir til að hafa verið gefnir út vestanhafs. Ég vill samt taka það fram að ég hef ekki spilað þessi leiki sjálfur (og mun sennilega aldrei gera það), þannig að kannski er ég of harður í gagnrýni minni. En samt, ég efa það. Nakayama…
Eins og flestir lesendur Leikjanördabloggsins ættu að vita, þá var þróun NES tölvunnar og Famicom tölvunnar mjög mismunandi, þrátt fyrir að vera í raun sama tölvan og með flesta sömu leikina. Tölvurnar höfðu báðar sömu tölvunargetu og nánast sama rafeindabúnaðinn, en voru öðruvísi í útliti, bæði þegar kom að tölvunum sjálfum og leikjahylkjunum sem gengu í þær. En það er þó ein viðbót við Famicom tölvuna sem sker þessar tölvur enn meira í sundur. Sá hlutur er Family Computer Disk System, eða FDS til styttingar. Ég hef minnst á þetta tæki í fyrri færslum en aldrei útskýrt nákvæmlega hvað það…
Suma lesendur rámar eflaust í það að ég hef áður talað um gæði pirated leikjatölvna og tölvuleikja. Mekka pirate framleiðenda er og hefur ávallt verið í Kína, og þrátt fyrir að Famicom og NES tölvurnar séu orðnar yfir kvart aldar gamlar þá eru enn í dag framleiddar ódýrar eftirlíkingar af tölvunum og leikjunum í Kína. Ég hef heyrt að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega hin mikla fátækt meðal almennings í Kína. Fæstir geta leyft sér að kaupa glænýja Playstation 3 eða X-box 360, og þar af leiðandi er enn stór markaður fyrir famiklóna og aðrar 8-Bita tölvur í Kína. Kínversku…