Author: Daníel Rósinkrans

Aðdáendur amiibo leikfanganna munu fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Nintendo gefur út tvö ný sett fyrir leikföngin. Þrjú ný Zelda leikföng, ásamt Cloud úr Final Fantasy, Corrin úr Fire Emblem og Bayonetta úr samnefndri seríu. Sjá nánar á myndum hér fyrir neðan. Heimild: Nintendo Direct, 12. apríl

Lesa meira

Nintendo héldu hina reglulegu Nintendo Direct kynningu þann 12. apríl síðastliðinn þar sem þeir kynntu hvað væri á döfinni hjá fyrirtækinu. Að þessu sinni byrjaði kynningin á Nintendo 3DS lófatölvunni og leikjum sem eru væntanlegir fyrir hana. Það er greinilegt að þeir séu að senda skýr skilaboð um að tölvan verði áfram full af fjöri líkt og Nintendo Switch leikjatölvan. Eftirfarandi leikir voru kynntir og eru væntanlegir á Nintendo 3DS: Hey Pikmin! – væntanlegur 28. júlí ásamt nýju Pikmin amiibo leikfangi. Ever Oasis – væntanlegur 23. júlí. Monster Hunter Stories – væntanlegur í haust. Yokai Watch 2: Psychic Specters – væntanlegur…

Lesa meira

Í heil níu ár keyrði Guerilla Games leikjaframleiðandinn Killzone leikjaseríuna áfram í samstarfi við Sony þrátt fyrir misgóðar viðtökur eftir því sem leið á seríuna. Árið 2015 á E3 leikjaráðstefnuninni kynnti fyrirtækið óvænt til leiks splunku nýjan leik sem var gjörbreyting á því sem fyrirtækið hafði áður unnið að. Sá leikur sem um er rætt er að sjálfsögðu Horizon: Zero Dawn sem kom út fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna í byrjun mars. Má segja að þeim hafi loksins verið gefið leyfi til að yfirgefa þann vettvang sem við þekktum of vel, sem Killzone serían bauð upp á, og fengu síðan að…

Lesa meira

Daníel Rósinkrans skrifar: Þann 3. mars síðastliðinn gáfu Nintendo út nýjan Zelda titil í fyrsta skipti fyrir Wii U og nýjustu leikjatölvu þeirra, Nintendo Switch. Síðasti leikur, Skyward Sword, kom út fyrir Wii leikjatölvuna í nóvember 2011 og virtist falla misvel í kramið hjá Zelda aðdáendum vegna hreyfiskynjunar Wii fjarstýringarinnar. Eftir sífelldar seinkanir er nýjasti leikurinn í seríunni, The Legend of Zelda: Breath of the Wild, loksins kominn út og hefur leikurinn verið að fá glimrandi góða dóma hjá helstu leikjagagnrýnendum. En á hann virkilega allt þetta lof skilið? Sjáum til með það hér á eftir. Það er Nintendo Switch…

Lesa meira