Nintendo einblíndu fyrst og fremst á leiki sem eru væntanlegir þetta árið. Aðrir titlar sem koma út síðar fengu hins vegar að fljóta með með nýjum stiklum. Kirby aðdáendur, sem og Yoshi, hafa eitthvað til að hlakka til. Á næsta ári kemur út nýr Kirby titill fyrir Nintendo Switch sem gerir spilurum kleift að spila allt að fjórir saman í gegnum samspilun. Yoshi fékk einnig örlitla athygli með nýrri stiklu. Leikurinn skartar mjög skemmtilegum stíl sem gerir framleiðendum kleift að vinna með hvert borð á mjög einkennilega hátt. Yoshi er væntanlegur síðar á næsta ári. Tengt efni: Fleiri fréttir frá…
Author: Daníel Rósinkrans
Nintendo hófu E3 kynninguna sína þetta árið með nýju sýnishorni fyrir Xenoblade Chronicles 2. Það stóð alltaf til að gefa hann út síðar á þessu ári og virðist svo að Nintendo ætli að standa við það. Leikurinn er væntanlegur yfir hátíðirnar síðar á þessu ári. Einnig gáfu þeir út nýtt myndband fyrir Fire Emblem Warriors sem er væntanlegur næsta haust fyrir Nintendo Switch. Fire Emblem aðdáendur hafa þá eitthvað til að hlakka til. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 XENOBLADE CHRONICLES 2 FIRE EMBLEM WARRIORS
Bethesda spöruðu klárlega tvo bestu titlana þar til í lokin á kynningu sinni fyrir E3 og gerðu það með því að kynna The Evil Within 2 og Wolfenstein II: The New Colossus. Því miður varlekið á netið rétt fyrir kynninguna sem spillti þvíóvænta sem Bethesda höfðu handa okkur þetta árið. En það kom þó ekki í veg fyrir að við erum enn spenntari fyrir vikið. Leikirnir líta báðir mjög vel út og fengu sinn skammt af sýningartíma á kynningunni fyrr í nótt. Það er gaman að sjá Bethesda fara nýja slóðir með The Evil Within 2 og verður fróðlegt að…
Bethesda sáu til um að enginn aðdáandi fyrirtækisins yrði skilinn útundan á E3 blaðamannakynningunni fyrr í nótt. Þann 15. september næstkomandi mun ný viðbót fyrir Dishonored koma út sem ber heitið Death of the Outsider. Þeir sem þekkja til seríunnar vita nákvæmlega út á hvað efnið snýst og hljómar undirtitllinn frekar spennandi. Hér fyrir neðan má sjá stikluna sem var sýnd í kjölfarið. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017
Það kom örlítið á óvart að sjá Bethesda leggja áherslur á Nintendo Switch útgáfuna fyrir Skyrim á kynningu sinni fyrir E3. Nú vitum við að minnsta kosti að leikurinn er enn í vinnslu fyrir nýju spjald/leikja-tölvuna. Amiibo stuðningur er klárlga það sem vakti mest athygli í kynningarmyndbandinu. Þeir sem eiga Link amiibo leikfang geta tengt það við leikinn og fengið sverð, skjöld og búning í verðlaun til þess að klæða hetjuna sína líkt og Link í Breath of the Wild sem kom út fyrr á þessu ári. Engin dagsetning var gefin upp á kynningunni, en það er gaman að sjá…
The Elder Scrolls aðdáendur hafa ábyggilega margir hverjir fengið vækt hjartastopp í hvert skipti sem nafnið „The Elder Scrolls“ birtist á E3 kynningu Bethesda í nótt. Héldu þeir í þá von að nýr titill yrði kynntur á blaðamannafundinum. Því miður var svo ekki. Nýlega kom út aukapakki fyrir The Elder Scrolls Online, Morrowind, sem fékk nýtt myndband á kynningunni. Sömuleiðis fékk The Elder Scrolls: Legends, kortaspilið frá Bethesda, meira athygli með nýju efni. Um er að ræða Heroes of Skyrim viðbót sem mun, líkt og nafnið gefur til kynna, bæta við persónum og skrímslum sem koma við sögu í Skyrim.…
Bethesda hófu E3 blaðamannafund sinn á því að kynna væntanlegt efni fyrir sýndarveruleika. Nýr DOOM VFR var kynntur sem og Fallout 4 VR sem hefur áður komið við sögu. Að sjálfsögðu voru tvær stiklur kynntar og einblíndu þær meira á HTC Vive sýndarveruleikagræjuna frekar en Oculus eða PS VR. Aðdáendur Bethesda leikja og sýndarveruleika ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar DOOM VFR og Fallout 4 VR verða gefnir út. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 DOOM VFR FALLOUT 4 VR
Pokken Tournament Deluxe væntanlegur fyrir Nintendo Switch Nintendo héldu átta mínútna Pokémon Direct kynningu fyrr í dag sem sýndi allt það sem er á döfinni fyrir Pokémon aðdáendur. Kynningin byrjaði á Pokken Tournament Deluxe sem er væntanlegur á Nintendo Switch í september. Um er að ræða endurbætta útgáfu af Pokken Tournament sem kom út fyrir Wii U árið 2015. Ekki ósvipuð herkænska og þeir beittu fyrir Mario Kart 8 Deluxe. Leikurinn mun innihalda fimm ný vasaskrímsli, þá Darkrai, Scizor, Empoleon, Crogunk og Decidueye ásamt 3vs3 bardagakerfi og fleiri nýjungum. Pokken Tournament Deluxe er væntanlegur fyrir Nintendo Switch þann 22.…
Tölvuleikir í formi gönguhermis („Walking Simulator“ á ensku) virðast ætla verða sífellt vinsælli með hverju ári sem líður. Leikir á borð við Firewatch, Everybody’s Gone to the Rapture, The Vanishing of Ethan Carter og fleiri leikir hafa nær flestir gert það gott í þessum frábæra iðnaði, þrátt fyrir mismikla lukku. Enda kannski ekki bara við leikina að sakast. Gönguhermar hafa mikið verið í sviðsljósinu að undanförnu og hafa jafnvel fjölmargir leikjaunnendur neitað að flokka þá sem hefðbundna tölvuleiki. En hvað gerir leik að tölvuleik? Maður spyr sig. En þann 25. apríl síðastliðinn bættist einmitt nýr slíkur leikur við flóruna, What…
Í byrjun maí kom út nýr Prey leikur sem hefur verið í vinnslu í þó nokkur ár. Lengi stóð til að gefa út Prey 2 eftir að Human Head Studios gáfu út fyrsta Prey leikinn sem heppnaðist heldur betur vel að mati gagnrýnenda. Árið 2009 höfðu Bethesda Softwork keypt réttinn á seríunni og tóku þar af leiðandi við framleiðslu Prey 2. Nokkrum árum seinna bólaði lítið sem ekkert á leiknum og voru margir búnir að gefa upp vonina að nýr Prey leikur myndi líta dagsins ljós. Það var ekki fyrr en á síðasta ári þar sem Bethesda kynntu loksins Prey…