Author: Bjarki Þór Jónsson

Að tilefni hinsegin daga tókum við saman lista yfir tíu vel heppnaða leiki sem innihalda hinsegin karaktera eða hinsegin valmöguleika. Hinsegin karakterar hafa alls ekki verið áberandi í tölvuleikjum í gegnum tíðina. Á níunda og tíunda áratugnum var varla að finna hinsegin fólk í tölvuleikjum en eftir aldamótin fóru hlutirnar að breytast til hins betra. Síðastliðin tíu ár hafa fjöldi leikja verið gefnir út þar sem hinsegin karakterar eru meira sýnilegir. Leikir á borð við The Sims og The Last of Us hafa gefið góð fordæmi og hafa leikir farið að bjóða spilurum upp á fjölbreyttari karaktera í auknum mæli.…

Lesa meira

Hinsegin dagar hófust formlega í dag og standa yfir til og með 7. ágúst. Þrír tölvuleikjatengdir viðburðir verða í boði í dag og á morgun; fyrirlestur um hinsegin í tölvuleikjum og leikjaiðnaðinum, hinsegin gleði í Arena Gaming og GameTíví verður með sérstakt streymi tengt hinsegin dögum. ApocalypsticK streymir á GameTíví Dragdrottningarnar í Apockalypstick ætla að spila Phasmophobia í beinni á Twitch-rás GameTíví að tilefni Hinsegin daga. Útsending hefst kl. 21 þriðjudaginn 2. ágúst. GA(Y)ME OVER: Hinsegin í tölvuleikjum Á Regnbogaráðstefna Hinsegin daga verður boðið upp á fyrirlestur um birtingarmynd hinsegin fólks í tölvuleikjum og stöðu þess í leikjaiðnaðinum. Dæmi úr…

Lesa meira

Allt frá því að Nintendo Switch leikjatölvan kom fyrst á markað árið 2017 hafa fjölmargir skemmtilegir leikir bæst við Nintendo leikjasafnið. Nintendo Switch er ómissandi leikjatölva fyrir unnendur Nintendo tölvuleikja og er tölvan tilvalin sem leikjatölva fyrir fjölskylduna þar sem leikjaúrvalið er fjölbreytt og hægt að velja á milli þess að spila leikina heima í sjónvarpinu eða spila þá í handheldu útgáfu tölvunnar á flakkinu. Nú þegar liðin eru fimm ár frá útgáfu tölvunnar getur verið erfitt að skilja rjómann frá mjólkinni þegar kemur að leikjavali – hvaða leikir þykja ómissandi í leikjasafnið? Hér hefur verið tekinn saman listi yfir…

Lesa meira

Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda birti í dag færslu á Facebook þar sem þeir fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga. Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda birti í dag færslu á Facebook þar sem þeir fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga. Með færslunni fylgir mynd af Colt, Julianna og Aleksis úr tölvuleiknum Deathloop þar sem þær slappa af og njóta lífsins í Bláa lóninu á Íslandi. Himininn er þakinn björtum norðurljósum og mynda litirnir íslenska fánann. Myndin er eftir sænsku listakonuna Petru Brandström og ákváðum við að heyra aðeins í henni og spyrja hana nánar út í myndina og verkin hennar. Petra býr í Gautaborg í Svíþjóð og starfar þar sem listamaður og…

Lesa meira

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity Games hefur ákveðið að fresta útgáfu tölvuleiksins Island of Winds til ársins 2023. Í stiklu leiksins sem frumsýnd VAR í fyrra kom fam að leikurinn væri væntanlegur einhverntímann á árinu 2022 en útgáfu hefur verið seinkað um eitt ár. Nýja útgáfuárið er sýnilegt á Steam-síðu leiksins, auk þess sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, grafískur hönnuður hjá Parity, staðfesti útgáfuárið í dag á Einu sinni var… í framtíðinni, stefnumóti um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs. Island of Winds er væntanlegur á PC og PlayStation 5 árið 2023. Parity Games hefur unnið að gerð Island of Winds frá árinu 2017.…

Lesa meira

Summer Game Fest leikjahátíðin fór fram um nýliðna helgi. Viðburðurinn samanstóð af leikjakynningum á netinu þar sem sem væntanlegir leikir voru kynntir fyrir áhorfendum. Aðalkynningin fór fram þann 9. júní þar sem hinn viðkunnalegi Geoff Keighley kynnti það sem framundan er í leikjaheiminum, nýir leikir voru kynntir til sögunnar sem og ný sýnishorn úr öðrum væntanlegum leikjum. Fjallað er ítarlega um leikina og viðburðinn í heild sinni í nýjasta þætti Leikjavarpsins. Tugir leikja voru kynntir og verður hér stiklað á stóru og sagt frá því helsta. The Last of Us í brennidepli Leikjafyrirtækið Naughty Dog sýndi brot úr væntanlegri endurgerð…

Lesa meira

Í dag bjóða þrír staðir á höfuðborgarsvæðinu upp á aðgang að tölvum þar sem rík áhersla er lögð á tölvuleikjaspilun og rafíþróttir. Þetta eru staðirnir Gzero (Ground Zero), Skemmtisvæði Smárabíó og Arena Gaming. Gert er ráð fyrir því að fjórði staðurinn opni síðar á þessu ári og er um að ræða 800 fer­metra raf­í­þrótta­höll við Hall­veigar­stíg sem ber heitið Heimavöllur, eða Turf. Hægt er að lesa nánar um Heimavöll á Vísir.is. Þegar verðskrá staðanna þriggja er borinn saman kemur í ljós mikill verðmunur. Ódýrastir eru Gzero sem rukka 700 kr. fyrir einn klukkutíma í spilun, þar á eftir kemur Skemmtisvæði…

Lesa meira

Rekstur LANsetursins Gzero Gaming er til sölu og óska rekstraraðilar eftir tilboði. Færsla birtist á fasteignavef mbl.is og fasteignavef Vísis þann 27. apríl síðastliðinn og síðan þá hafa í kringum 500 skoðað færslurnar þegar þessi frétt er skrifuð (159 á mbl.is og 319 á Vísi). Gzero á sér um tuttuga ára sögu sem LANsetur og hefur unnið sér inn gott orðspor meðal tölvuleikjaspilara í gegnum árin. Gzero er staðsett í 570 fm. leiguhúsnæði við Grensásveg 16 og inniheldur fimm sali með 82 leikjatölvum. Við erum á ákveðnum tímamótum í dag, búnir að vera í þessum rekstri í tuttugu ár og…

Lesa meira

Nýlega birtu norsku neytendasamtökin (Forbrukerrådet) skýrslu þar sem lukkupakkar voru gagnrýndir. Fjallað var um skýrsluna hér á Nörd Norðursins, vef Neytendasamtakanna og víðar. Evrópski leikjaiðnaðurinn var fljótur að bregðast við skýrslunni en í henni var meðal annars gagnrýnt hve erfitt er fyrir neytendur að átta sig á vinningsmöguleikum sínum. Jari-Pekka Kaleva, framkvæmdastjóri EGDF (The European Games Developer Federation), segir að iðnaðurinn sé í stöðugum samskiptum við neytendasamtök í Evrópu og hafa lukkupakkar verið þar mikið til umræðu. Ann Becker, yfirmaður stefnu og opinberra málefna innan ISFE (The Interactive Software Federation of Europe) segir að iðnaðurinn taki ábyrgð sinni gagnvart neytendum…

Lesa meira

Universal Studios tilkynnti í gær að Super Nintendo World skemmtigarður verði opnaður í Universal Studios í Hollywood snemma á næsta ári. Skemmtigarðurinn byggir á Super Mario tölvuleikjaheiminum og er nú þegar búið að opna einn slíkan skemmtigarð í Japan. Umhverfið, skemmtitækin og safngripirnir tengjast allir Mario-heiminum og þar má meðal annars finna kastala prinsessunar Peach og skemmtitæki sem tengjast Mario Kart og Yoshi svo eitthvað sé nefnt. Vilhelm Smári Ísleifsson, verkefnastjóri hjá tölvuleikjafyrirtækinu Capcom í Japan, heimsótti Super Nintendo World Í Japan með fjölskyldu sinni í fyrra og fengum við að spyrja hann nánar út í ferð sína og birta…

Lesa meira