Klassíska parið af Joy-Con fjarstýringunum sem fylgir hefðbundnu útgáfunni af Nintendo Switch leikjatölvunni samanstendur af einni rauðri og einni blárri fjarstýringu. Hægt er að kaupa fjarstýringarnar í öðrum litum sem sækja gjarnan innblástur úr þemu tölvuleikja eða mismunandi litasamsetningum. Nintendo tilkynnti fyrir stuttu að ný litasamsetning væri væntanleg á Joy-Con fjarstýringarnar nú í sumar. Nýja útlitið samanstendur af tveim pörum, eða alls fjórum fjarstýringum, í mismunandi pastel litum. Fyrri pakkinn inniheldur eina pastel bleika vinstri fjarstýringu og aðra pastel gula hægri fjarstýringu. Seinni pakkinn inniheldur pastel fjólubláa vinstri fjarstýringu og pastel græna hægri fjarstýringu. Pastel útgáfurnar eru væntanlegar í verslanir…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Hin árlega tölvuleikjaráðstefna Nordic Game Conference er nýlokin en hún var haldin dagana 23. – 26. maí í Malmö, Svíþjóð. Á ráðstefnunni koma að venju saman fjölmargir sérfræðingar og reynsluboltar úr leikjabransanum og í ár mátti meðal annars finna fyrirlestra frá starfsfólki Devolver Digital, EA DICE, CCP Games og Guerilla Games ásamt fleirum. Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir. Einn af hápunktum hátíðarinnar eru norrænu leikjaverðlaunin, Nordic Game Awards, þar sem norrænir tölvuleikir eru sérstaklega verðlaunaðir. Sigurvegari kvöldsins var tölvuleikurinn Skábma – Snowfall sem er tölvuleikur sem sækir innblástur…
The Last of Us leikirnir tveir hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof margra spilara í gegnum árin. Fyrri leikurinn kom út árið 2013 á PlayStation 3 leikjatölvuna og sá seinni, The Last of Us Part II, var gefinn út árið 2020 á PlayStation 5. Leikirnir bjóða upp á sterkan söguþráð, vel skapaðar og áhugaverðar persónur, vandaðan leikjaheim og á heildina litið ógleymanlega upplifun. Í seinasta mánuði kom út endurgerð af fyrri leiknum og ber leikurinn heitið The Last of Us Part I. Um er að ræða sama klassíska leik og kom út árið 2013 nema búið er að endurgera…
Gzero, eða Ground Zero, var stofnað árið 2002 og hefur undanfarna tvo áratugi boðið upp á aðstöðu til að spila tölvuleiki. Fyrr á árinu var rekstur fyrirtækisins auglýstur og um seinustu mánaðarmót birti Gzero tilkynninu þar sem fram kom að starfseminni yrði hætt og tölvubúnaður þeirra væri til sölu. Seinasta kvöldið á Gzero verður í kvöld, laugardaginn 29. október. Við hvetjum alla spilara sem eiga góðar minnigar frá Gzero að taka sinn lokaleik og kveðja staðinn og þakka fyrir árin. Óhætt er að fullyrða að Gzero hafi haft mótandi áhrif á íslenska tölvuleikjasamfélagið og upphafsár rafíþrótta á Íslandi. Tölvuleikjasetrið Arena…
Að tilefni hinsegin daga tókum við saman lista yfir tíu vel heppnaða leiki sem innihalda hinsegin karaktera eða hinsegin valmöguleika. Hinsegin karakterar hafa alls ekki verið áberandi í tölvuleikjum í gegnum tíðina. Á níunda og tíunda áratugnum var varla að finna hinsegin fólk í tölvuleikjum en eftir aldamótin fóru hlutirnar að breytast til hins betra. Síðastliðin tíu ár hafa fjöldi leikja verið gefnir út þar sem hinsegin karakterar eru meira sýnilegir. Leikir á borð við The Sims og The Last of Us hafa gefið góð fordæmi og hafa leikir farið að bjóða spilurum upp á fjölbreyttari karaktera í auknum mæli.…
Hinsegin dagar hófust formlega í dag og standa yfir til og með 7. ágúst. Þrír tölvuleikjatengdir viðburðir verða í boði í dag og á morgun; fyrirlestur um hinsegin í tölvuleikjum og leikjaiðnaðinum, hinsegin gleði í Arena Gaming og GameTíví verður með sérstakt streymi tengt hinsegin dögum. ApocalypsticK streymir á GameTíví Dragdrottningarnar í Apockalypstick ætla að spila Phasmophobia í beinni á Twitch-rás GameTíví að tilefni Hinsegin daga. Útsending hefst kl. 21 þriðjudaginn 2. ágúst. GA(Y)ME OVER: Hinsegin í tölvuleikjum Á Regnbogaráðstefna Hinsegin daga verður boðið upp á fyrirlestur um birtingarmynd hinsegin fólks í tölvuleikjum og stöðu þess í leikjaiðnaðinum. Dæmi úr…
Allt frá því að Nintendo Switch leikjatölvan kom fyrst á markað árið 2017 hafa fjölmargir skemmtilegir leikir bæst við Nintendo leikjasafnið. Nintendo Switch er ómissandi leikjatölva fyrir unnendur Nintendo tölvuleikja og er tölvan tilvalin sem leikjatölva fyrir fjölskylduna þar sem leikjaúrvalið er fjölbreytt og hægt að velja á milli þess að spila leikina heima í sjónvarpinu eða spila þá í handheldu útgáfu tölvunnar á flakkinu. Nú þegar liðin eru fimm ár frá útgáfu tölvunnar getur verið erfitt að skilja rjómann frá mjólkinni þegar kemur að leikjavali – hvaða leikir þykja ómissandi í leikjasafnið? Hér hefur verið tekinn saman listi yfir…
Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda birti í dag færslu á Facebook þar sem þeir fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga. Tölvuleikjafyrirtækið Bethesda birti í dag færslu á Facebook þar sem þeir fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga. Með færslunni fylgir mynd af Colt, Julianna og Aleksis úr tölvuleiknum Deathloop þar sem þær slappa af og njóta lífsins í Bláa lóninu á Íslandi. Himininn er þakinn björtum norðurljósum og mynda litirnir íslenska fánann. Myndin er eftir sænsku listakonuna Petru Brandström og ákváðum við að heyra aðeins í henni og spyrja hana nánar út í myndina og verkin hennar. Petra býr í Gautaborg í Svíþjóð og starfar þar sem listamaður og…
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity Games hefur ákveðið að fresta útgáfu tölvuleiksins Island of Winds til ársins 2023. Í stiklu leiksins sem frumsýnd VAR í fyrra kom fam að leikurinn væri væntanlegur einhverntímann á árinu 2022 en útgáfu hefur verið seinkað um eitt ár. Nýja útgáfuárið er sýnilegt á Steam-síðu leiksins, auk þess sem Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, grafískur hönnuður hjá Parity, staðfesti útgáfuárið í dag á Einu sinni var… í framtíðinni, stefnumóti um stafræna miðlun og varðveislu menningararfs. Island of Winds er væntanlegur á PC og PlayStation 5 árið 2023. Parity Games hefur unnið að gerð Island of Winds frá árinu 2017.…
Summer Game Fest leikjahátíðin fór fram um nýliðna helgi. Viðburðurinn samanstóð af leikjakynningum á netinu þar sem sem væntanlegir leikir voru kynntir fyrir áhorfendum. Aðalkynningin fór fram þann 9. júní þar sem hinn viðkunnalegi Geoff Keighley kynnti það sem framundan er í leikjaheiminum, nýir leikir voru kynntir til sögunnar sem og ný sýnishorn úr öðrum væntanlegum leikjum. Fjallað er ítarlega um leikina og viðburðinn í heild sinni í nýjasta þætti Leikjavarpsins. Tugir leikja voru kynntir og verður hér stiklað á stóru og sagt frá því helsta. The Last of Us í brennidepli Leikjafyrirtækið Naughty Dog sýndi brot úr væntanlegri endurgerð…