Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Paul (2011)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Paul (2011)

    Höf. Nörd Norðursins10. ágúst 2012Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir nokkrum vikum datt ég niður á ódýrt eintak af kvikmyndinni Paul og ákvað að slá til og kaupa eintak þar sem að ég er mikill aðdáandi þríeykisins sem samanstendur af félögunum Simon Pegg, Nick Frost og Edgar Wright, en þeir eiga gamanþættina Spaced og grínmyndirnar Shaun of the Dead og Hot Fuzz að baki. Í þessu tilfelli eru þó aðeins félagarnir Simon og Nick sem koma að þessari mynd en þeir skrifuðu handritið, auk þess að leika aðalhlutverkin. Þegar að ég frétti fyrst af þessari mynd vissi ég ekki að þeir hefðu skrifað handritið og var því ekki neitt svakalega hrifinn af því að myndin skyldi vera byggð í kringum geimveru sem er öll búin til í tölvu og rödduð af Seth Rogen. Leikstjóri myndarinnar er Greg Mottola sem hefur leikstýrt að mestu leyti gamanþáttum hingað til en flestir kannast við hann sem leikstjóra Superbad (2007) og Adventureland (2009). Að sjá öll þessi nöfn aftaná hulstrinu og hlutverk þeirra Simon og Nick hafði ég aðeins meiri væntingar þó svo að ég hafði litlar sem engar áður en ég keypti myndina.

    Myndin fjallar um félagana Graeme (Simon Pegg) og Clive (Nick Frost) sem eru á ferðalagi í Bandaríkjunum. Þeir byrja ferðina á Comic-Con, risa ráðstefnu sem viðkemur öllu njarðarlegu efni, og halda ferðinni áfram í húsbíl í átt að Roswell í New Mexico með stoppum við aðra fræga staði sem hafa tenginu við geimverur og geimskip eins og Svæði 51. Á leiðinni verða þeir vitni að bílslysi. Þegar þeir kanna málið rekast þeir á geimveru sem kallar sig Paul (Seth Rogen ljáir honum rödd sína) og biður þá um að hjálpa sér að komast á áfangastað og um borð í móðurskip sitt. Eftir að hafa stoppað yfir eina nótt á húsbílaplássi eru þeir með halarófu af leyniþjónustumönnum (Jason Bateman, Bill Hader og Joe Lo Truglio) og trúuðum föður (John Carroll Lynch) ungrar konu (Kristen Wiig) sem þeir neyddust óvart til að ræna, á eftir sér. Hvað munu þau læra um hvort annað og mun Paul komast heim eða í það minnsta hringja heim?

    Simon Pegg og Nick Frost valda manni ekki vonbrigðum og er hérna á ferð stórskemmtileg mynd. Helsti gallinn við myndina gæti verið sá að of mikið er vísað í kvikmyndir sem ekki allir hafa séð eða vita um.

    Simon Pegg og Nick Frost valda manni ekki vonbrigðum og er hérna á ferð stórskemmtileg mynd. Helsti gallinn við myndina gæti verið sá að of mikið er vísað í kvikmyndir sem ekki allir hafa séð eða vita um. Ég horfði aftur á myndina með frænda mínum og vini hans og þeir skemmtu sér vel yfir henni. Þeir þekktu kannski ekki til sumra vísananna en það kom ekki að sök. En það er náttúrulega plús ef maður er með allt nördalegt á hreinu. Það kom mér á óvart hversu vel geimveran kom út í myndinni og Seth Rogen skilar sínu hlutverki vel. Hann er hálfpartinn að leika sjálfan sig og það er ansi erfitt að líka ekki vel við Paul. Allir leikararnir standa sig með prýði og eru mjög fyndnir. Gott ef ekki að þeir Bill Hader og Joe Lo Truglio steli ekki senunni í hlutverkum sínum. Kristen Wiig og John Carroll Lynch fá ekki mikið að gera og sem betur fer eru þau ekki í það stórum hlutverkum að þessar einhæfu persónur sem þau leika skemmi myndina. Þeir Simon Pegg og Nick Frost passa vel saman enda góðir vinir og eru ávallt viðkunnanlegir í öllum myndum þar sem þeir leiða hesta sína saman. Ef þú hefur 99 mínútur aflögu og vilt skemmta þér yfir mynd þá er Paul alveg málið.

     

    Um DVD diskinn

    Áður en maður kemst á aðalvalmyndina eru stiklur fyrir Blu-ray, Johnny English: Reborn, Bridesmaids og Fast Five. Sem betur fer getur maður sleppt þeim með því að velja aðalvalmyndina eða fara áfram á næsta kafla þangað til að maður kemur að valmyndinni.

    Bæði mynd- og hljóðgæðin eru uppá sitt besta á þessum DVD diski enda nýleg mynd. Myndin er í breiðtjaldsforminu 2.35:1, endurkóðuð fyrir öll sjónvörp, og upprunalega enska Dolby Digital 5.1 hljóðrásin fylgir með ásamt spænsku og ungversku tali. Myndin er einnig textuð á íslensku, ensku, spænsku, hollensku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, portugölsku, ungversku og arabísku.

    Aukaefnið er textað á ensku og spænsku.

    – Bloopers: 11 mínútur af mistökum við gerð myndarinnar, leikarar að ruglast á línum og augljóst að fólk skemmti sér vel við tökur myndarinnar.

    – The Evolution of Paul: 15 mínútur af viðtölum við leikstjórann og fólki sem kom að gerð tölvugerðu geimverunnar. Áhugavert að heyra hvernig þetta ferli byrjar og hvað þarf að gera til þess að láta Paul virka líkt og að hann sé í raun á staðnum. Einnig er sýnd prufusena sem var tekin með Simon og Nick til þess að sannreyna að þetta væri hægt.

    – Simon’s Silly Faces: Rúmlega ein og hálf mínúta af grettum frá Simon Pegg við gerð myndarinnar. Ekkert merkilegt hér á ferð.

    – Who the Hell is Adam Shadowchild? Rétt yfir tvær mínútur af línum úr myndinni varðandi rithöfundinn Adam Shadowchild ásamt ónotuðum línum og einnig eru sýndar kápur af bókum hans. Ekkert svakalegt hér á ferð en gaman að sjá hannanir á bókakápunum sem sjást lítið eða ekkert í myndinni sjálfri.

    Síðan eru myndaalbúm sem er skipt í þrjá hluta; ljósmyndir, teikningar og plaköt. Maður fer bara einu sinni yfir þetta, hefði verið gaman að fá kannski Simon og Nick að tala yfir myndirnar til að setja þær í eitthvað samhengi.

    Eftir því sem ég best veit er umtal með leikstjóranum, framleiðanda og nokkrum leikurum úr myndinni aðeins á Blu-ray útgáfunni sem er algjör skömm enda eru Simon Pegg, Nick Frost og Bill Hader mjög fyndnir og það hefði verið gaman að heyra meira um gerð myndarinnar. Það eina sem er hægt að setja útá diskinn er aukaefnið, það er ansi slappt og maður á aldrei eftir að horfa á það aftur.

    DVD hulstrið er ágætlega hannað, sýnir manni að þetta er svona vegamynd með geimveru og sem betur fer eru engin fljótandi höfuð sem einkenna DVD hulstur á fjölmörgum myndum.

    – Jósef Karl Gunnarsson

    Josef Karl Gunnarsson kvikmyndarýni Paul
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #6 [MYNDBÖND]
    Næsta færsla HR-ingurinn fer vel af stað
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.