Fréttir1

Birt þann 1. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýjar fréttir af Godsrule

Síðastliðna mánuði hefur íslenska leikjafyrirtækið Gogogic verið að vinna að gerð leiksins Godsrule, en fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu í desember í fyrra þar sem kom meðal annars fram að nýi leikurinn væri að einhverju leiti í anda Vikings of Thule.

Nú fyrir stuttu fór heimasíða leiksins í loftið – PlayGodsrule.com – þar sem hægt er að horfa á nýja stiklu úr leiknum (sjá neðst í þessari frétt) og skoða nokkur skjáskot. Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir í lokaða beta-útgáfu af leiknum og geta áhugasamir sótt um aðgang á heimasíðu leiksins. Það verður að segjast eins og er að leikurinn lítur ansi vel út og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Gogogic mun sækja E3 leikjaráðstefnuna sem stendur yfir í Los Angeles 5.-7. júní næstkomandi til að kynna leikinn á bakvið læstar dyr. Gogogic voru meðal þeirra fyrirtækja sem sóttu norrænu Nordic Game leikjaráðstefnuna sem fór fram í lok maí.

Að lokum viljum við benda lesendum á Facebook síðu Godsrule þar sem hægt er að nálgast nýjustu fréttirnar af leiknum.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑