Allt annað

Birt þann 24. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

IKEA kynnir húsbúnað með innbyggðu snjallsjónvarpi

Hver kannast ekki við þessar bölvuðu snúrur sem fylgja sjónvörpum og meðfylgjandi tækjum í dag? Það getur verið erfitt að koma öllum tækjunum vel fyrir, svo ekki sé minnst á svo að útkoman líti þokkalega út og sem fæstar snúrur flækist fyrir. IKEA kynnti á dögunum töfralausn á þessu vandamáli; IKEA Uppleva.


 

Húsbúnaðurinn er með innbyggðu snjallsjónvarpi, hljóðkerfi og DVD/Blu-Ray spilara  og lítur einstaklega vel út.

IKEA Uppleva er ekki enn komið á markað, en mun fást í Stokkhólmi, Mílan, París, Gdansk og Berlín í júní 2012, og verður fáanleg í öllum verslunum í Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Póllandi, Danmörku, Spáni, Noregi og Portúgal haustið 2012. Stefnt er á að Uppleva verði fáanleg í fleiri löndum vorið 2013 – við vonum að Ísland verði þar á meðal!

Heimild: IKEA á YouTube

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑