Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Dead-serían: #3 Day of the Dead (1985)
    Bíó og TV

    Dead-serían: #3 Day of the Dead (1985)

    Höf. Nörd Norðursins4. mars 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir8 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    VARÚÐ – GREININ INNIHELDUR SPILLA (SPOILERS)! – Á næstu vikum mun ég taka fyrir Dead-seríu Romeros þar sem ég fer yfir sögu þeirra og greini þær. Ég hef nú þegar farið yfir Night of the Living Dead (1968) og Dawn of the Dead (1978) og í þessari grein mun ég fara yfir þriðju Dead-myndina, Day of the Dead, eftir George A. Romero. Að sögu lokinni dembum við okkur í greiningu á myndinni.

     

    SAGAN

    Uppvakningar hafa tekið yfir jörðina og er fylgst með hópi fólks sem vinnur fyrir herinn neðanjarðar í skjóli frá uppvakningum. Hefðbundin vopn hafa ekki dugað í stríðinu gegn þeim og er markmið hersins og vísindamanna að gera rannsóknir á þeim til að skilja þá betur og finna veika punkta sem væri hægt að nota gegn þeim. Sambandið milli vísindamannanna og hermannanna er stirt og versnar einungis með tímanum. Mikið er um ágreining og ósætti um hvað eigi að gera og hvernig.

     

    Vísindamennirnir plata uppvakningana inn í búr sem síðan lokast, líkt og stór dýragildra. Þeir eru síðan færðir inn á rannsóknarstofu þar sem hegðun og líkamsstarfsemi þeirra er rannsökuð með uppskurði og tilraunum. Vísindamennirnir ná ekki að leggja fram endanlega niðurstöðu á rannsóknum sínum en Dr. Logan lýsir kenningum sínum sem leiða margt nýtt og áhugavert í ljós. Logan hefur komist að því að löngun uppvakninganna í mannakjöt byggist ekki á hungri eða næringarleysi, þar sem meltingarkerfi og magi þeirra virka ekki sem áður, heldur byggist átið eingögnu á eðlishvöt (e. instinct). Logan er með uppvakninga bundna niður á bekk í tilraunastofu sinni og sannar mál sitt með því að sýna uppvakning sem þráir enn mannakjöt þó að öll líffæri hafi verið fjarlægð úr honum og aðeins heilinn sé eftir.

     

    Dr. Logan notar uppvakninginn Bub til þess að rannsaka hegðun uppvakninga. Í ljós kemur að hægt er að endurvekja minni og minningar þeirra, t.d. man Bub hvernig á að raka sig, hvernig á að skjóta úr byssu og heilsa hermanni. Logan líkir uppvakningunum við manneskjur og segir að um sama hlutinn sé að ræða; uppvakninga og manneskjur. Sarah andmælir þessu og útskýrir að uppvakningar sýni engar mennskar tilfinningar á borð við einmannaleika, reiði eða sorg.

     

    Meiri spenna myndast milli hópanna tveggja og þegar fjöldi uppvakninga kemst inn í neðanjarðarbyrgið eykur það aðeins á sundurlyndið. Dr. Logan er drepinn af hermanninum Rhodes, stuttu síðar nær Bub að losa sig úr prísundinni og finnur lík Logans. Bub verður spenntur og glaður við að sjá Logan en hissa þegar hann tekur ef því að Logan hreyfir sig ekki. Þegar Bub áttar sig á að Logan sé látinn öskrar hann af reiði og sorg yfir að hafa misst „vin“ sinn og nær í byssu með hefnd í huga. Sarah, John og McDermott hlaupa í átt að þyrlunni til að flýja óhugnaðinn. Um leið og Sarah kemur að þyrlunni grípa uppvakningar í hana og hún öskrar, við það vaknar hún upp frá draumi. Þegar Sarah vaknar kemur í ljós að hún er á ströndinni ásamt John og McDermott, fjarri uppvakningum. Þyrlan er við hlið Söruh og hún tekur fram dagatal og merkir við 4. nóvember.

     

    GEINING

    Uppvakningarnir í Day of the Dead hegða sér svipað og uppvakningarnir í Night. Helsti munurinn á uppvakningunum í Day og þeim sem er að finna í eldri Dead-myndunum er að nú er farið að þjálfa og rannsaka þá. Dr. Logan útskýrir ýmsar kenningar sem hann telur sig hafa sannað varðandi hegðun uppvakninga.

    Dr. Logan: The brain is the engine, Sarah. The motor that drives them. They don‘t need any blood flow, don‘t need any of their internal organs. Now, I’ve severed all the vital organs in this one. There‘s nothing left of the corpse but brain and limbs, and still it functions. Oh, look, Sarah. Look. See, it wants me. It wants food, but it has no stomach. It can take no nourishment from what it ingests. It‘s working on instinct, a deep, dark, primordial instinct.

    Logan hefur einnig verið að þjálfa og kenna uppvakningnum Bub ýmislegt og fær Bub verðlaun í hvert skipti sem hann stendur sig vel, sem Logan ítrekar að sé undirstaða í að þjálfunin gangi eftir og má líkja aðferðinni við þjálfunaraðferð hunda. Bub er fenginn til að skoða ýmsa muni (t.d. bók og raksköfu) sem endurvekja minni hans um hvernig eigi að nota hlutina og til hvers þeir eru notaðir. Bub var hermaður og man hvernig á að heilsa að hermannasið og hvernig á að meðhöndla skotvopn, sem hann gerir í lok myndarinnar. Bub er ekki fulltrúi annara uppvakninga í Day heldur undantekning, þar sem aðrir uppvakningar ráfa um og breytast í rándýr um leið og þeir komast í nánd við mannakjöt. Logan tekur fram að hægt sé að þjálfa alla uppvakninga, en það taki tíma og þolinmæði. Bub finnur fyrir tilfinningum ólíkt öðrum uppvakningum og gera þessar tilfinningar hann mennskari en ella. Það má ekki gleyma því að uppvakningar eru/voru mannfólk, líkt og Logan segir í myndinni: „They are us.“

    Útlit uppvakninga í Day er frábrugðið því sem sést í Night og Dawn. Í svart-hvítu myndinni Night var húðlitur uppvakninganna náhvítur og í Dawn (ljós)blár, en í Day er húðlitur þeirra í flestum tilfellum fölgrænn eða fölblár. Hegðun uppvakninganna er nær því sem þekkist í Night en í Dawn, þar sem undirvitund þeirra virðist ekki hafa mikil áhrif á þau. Saga Day gerist þó að mestu leyti í neðanjarðarbyrgi og því ekki hægt að lýsa hegðun þeirra sem eru uppi á jörðinni. Mikil þróun hefur orðið í förðun frá því í Night og Dawn. Mun fleiri uppvakningar líta út eins og þreytuleg lík sem er um það bil að rotna. Í Night og Dawn voru uppvakningarnir mun líkari öðru mannfólki, en þó með annarskonar húðlit. Í Day hefur mörgu verið bætt við förðunina, svo sem sárum og örum (húðþurrkun)

     

    Söguheimur myndarinnar er dimmur og drungalegur og er algjör andstæða við litagleði Romeros í Dawn. Sagan gerist að mestu leyti í neðanjarðarbyrgi og liggur dimm og drungaleg áferð yfir allri myndinni. Day er alvörugefin og passar myrkur myndarinnar því vel við. Romero á það til að dimma myndina það mikið að áhorfandinn eigi erfitt með greina hvað er að gerast sem gerir atriðin dularfull, en á sama tíma getur áhorfandinn orðið pirraður á myrkurstilraunum Romeros þar sem fátt annað sést en svartur skjár.

    Líkt og í Night og Dawn má lesa Day sem gagnrýni á Bandaríkin og kapítalísk samfélög. Herinn og hermennirnir eru tákngervingar ríkisstofnana þar sem herinn er ekkert annað en ríkisstofnun. Hermennirnir eru dónalegir í framkomu, óþolinmóðir og vilja leysa vandamál fljótt og með ofbeldisfullum hætti. Karlmennskuímynd þeirra er mikil sem var reyndar mjög einkennandi meðal vinsælla kvikmyndahetja níunda áratugsins (t.d. Rambo) en margar þeirra byggðust á herhugmynda(fr)æði Reagans sem þá var við völd. Á þennan hátt sýnir Romero yfirgangsemi og valdabrjálæði yfirvaldsins sem gefur skít í hinn almenna borgara og gerir allt til að koma sínum hagsmunum á framfæri. Aðstæðurnar skapa meira erfiði fyrir vísindamennina sem nú þurfa að takast á við tvo hópa; uppvakninga og hermenn.

     

    Kvenhetja Dead-myndanna (Barbra í Night, Francine í Dawn og Sarah í Day) hefur styrkst til muna og er orðin ákveðin og sterk í Day. Sarah lætur ekki vaða auðveldlega yfir sig líkt og Francine leyfir í Dawn og birtist ekki heldur sem máttvana (eða jafnvel aumkunarverð) kona líkt og Barbra í Night. Sarah er einnig fyrsta kvenhetja Dead-myndanna sem er aðalsöguhetjan í myndinni. Kvenréttindabaráttan var áberandi á áttunda og níunda áratugnum og fengu konur aukin réttindi og aukna virðingu. Romero er mögulega að sýna stöðu kvenna innan samfélagsins í myndunum og um leið sýnir hann þá þróun sem hefur átt sér stað í kvenréttindamálum í Bandaríkjunum og víðar.

    Endir myndarinnar er á bjartsýnni nótum en áður þar sem Sarah, John og McDermott eru saman á strönd ónefndrar eyju. Sama tilfinning kemur upp í huga áhorfandans og í Dawn þar sem konan og karl(arnir) geta fjölgað mannkyninu. Líkt og í Dawn er það blökkumaður (John) sem kemst undan með kvenhetju myndarinnar, en í þetta skipti hefur hvítur maður (McDermott) bæst í hópinn.

     

    Erfitt er að ráða í það hvers vegna Romero lætur þrjár persónur enda saman í lok myndarinnar en ekki tvær líkt og í Dawn eða tvær konur og tvo karla. Þegar Sarah vaknar upp af draumnum í lok myndarinnar er ómögulegt fyrir áhorfandann að vita hve stór hluti myndarinnar var í raun draumur hennar.

     

    Heimildir:

    Kim Paffenroth, Gospel of the Living Dead. George Romero‘s Visions of Hell on Earth, 2006.
    Martin Rogers, „Hi Hibridity and Post-Human Anxiety in 28 Days Later“, Zombie Culture. Autopsies of the Living Dead, 2008.
    Robin Wood, Hollywood from Vietnam to Reagan … and Beyond, 1986.

    – Bjarki Þór Jónsson

    1985 Bjarki Þór Jónsson Day of the Dead dead serían DotD george romero uppvakningar zombie zombies
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSteam í tölum [MYND]
    Næsta færsla Dust 514 verður ókeypis á PS3!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Vel heppnuð The Last of Us endurgerð

    31. október 2022

    Parkour og uppvakningar

    13. febrúar 2022

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.