Fréttir1

Birt þann 20. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Megaupload lokað

Aðeins degi eftir SOPA mótmælin hafa bandarísk stjórnvöld lokað Megaupload, sem er ein af stærri skjaladreifingarsíðum sem finnast á netinu í dag. Stofnendur síðunnar hafa verið ákærðir fyrir brot á höfundarrétti og er því haldið  fram að þeir hafi kostað rétthafa yfir 500 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar yfir 62 milljörðum íslenskra króna, í tapi. Samkvæmt bandaríska dómsmálaráðuneytinu var leitað á yfir 20 stöðum í níu löndum að verðmætum og ólöglegu efni. Í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér kemur fram að um er að ræða eitt stærsta brot á höfundarréttarlögum í Bandaríkjunum:

This action is among the largest criminal copyright cases ever brought by the United States and directly targets the misuse of a public content storage and distribution site to commit and facilitate intellectual property crime,

Í kjölfar lokunarinnar hefur hakkarahópurinn  Anonymous ráðist á heimasíður FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytið og auk þess hefur verið ráðist á heimasíðu The Motion Picture Association of America.

 

Heimild: BBC

BÞJ

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑