Icelandic Game Fest verður haldiðí fyrsta sinn laugardaginn 22. nóvember 2025. Þar munu leikjafyrirtæki á Íslandi kynna leikina sína sem eru ýmist komnir út eða á þróunarstigi. Viðburðurinn fer fram á Arena og á Steam og er á vegum Icelandic Game Industry.
Viðburðurinn verður aðeins í þennan eina dag og verðu opinn öllum og ókeypis inn.
Á Arena verður hægt að prófa leikina á yfir 100 tölvum og ræða við hönnuði leikjanna og því tilvalið tækifæri fyrir alla spilara sem hafa áhuga á að prófa nýja leiki eða ræða við fólk sem starfar í leikjabransanum. Viðburðurinn verður aðeins í þennan eina dag og verðu opinn öllum og ókeypis inn. Áhugasamir sem komast ekki á Arena geta skoðað leikina á Steam þennan sama dag þar sem Icelandic Takeunder mun birtast á forsíðu Steam (featured) og vekja athygli á leikjunum.
Fjöldi leikja verður á boðstólnum líkt. Þar má nefna Gang of Frogs, Pax Dei, Phantom Spark, Island of Winds, Flock Off!, Walk of Life, Starborne Frontiers, NUTS, Waltz of the Wizard, Kards, EVE Online, Starkheim Tournament, Dig In, Q-UP, Plasma, Echoes of the End, Retro Gadgets, Sumer, The Machines Arena og The Pyramide of Bones. Þessi listi er ekki tæmandi og fleiri leikir verða í boði.
Uppfært 20. nóvember kl. 23:52 Bætt við upplýsingum um leikjalista Icelandic Game Fest.
Myndir: Icelandic Game Fest á Facebook og Tölvuleikjasamfélagið á Facebook
