Spil

Birt þann 23. september, 2024 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil

Útgefandi: Gamia Games
Fjöldi leikmana: 1-4

🎲 Gangur spilsins 🎲

Eldur er stutt samvinnuspil þar sem spilarar vinna saman að því að rýma eldfjallaeyju áður en eldfjallið leggur tortímir öllu sem fyrir verður. Saman stjórnum við þremur leikmönnum sem valsa um borðið í leit að fólki, fé og matvælum og einu skipi sem ferjar alla til nýrra heimkynna. Það gerum við með því að safna samstæðum nema tveir spilarar þurfa að eiga sitt hvort spilið í samstæðunni. Þetta er frekar einfalt þegar tvö spila en þegar við erum orðin þrjú eða fleiri vandast málið. Hraunið rennur svo um spilaborðið og góð eða slæm atvik eiga sér stað svo það er ýmislegt sem getur hindrað okkur í að sigra.

😍 Það sem okkur líkaði 😍

  • Þetta er stutt spil en samt samvinnuspil sem er gaman að skella í þegar man hefur lítinn tíma eða á milli þyngri spila.
  • Samstæðumekanisminn er skemmtilegur og talsverð áskorun í 3-4 manna spilum
  • Atvikaspilin eru góð viðbót og bætir við auka áskorun við samstæðusöfnunina

🧐 Það sem mætti útfæra betur 🧐

  • Það mætti vera meiri munur á léttum og þungum uppsetningarmöguleikum og fleiri leiðir til að þyngja spilið (við spiluðum þrjá leiki og unnum þá alla).
  • Reglubókin mætti vera skýrari en þó ber að hafa í huga að þetta var prufuútgáfa og margt gæti hafa lagast í endanlegri útgáfu.
  • Spilaborð og tákn á spilum mætti vera skýrari og læsilegri

🤓 Á heildina litið 🤓

Strangheiðarlegt létt samvinnuspil sem mætti þó veita vönum spilurum meiri áskorun.

Spilið er ekki komið út en það er hægt að forpanta það á Karolinafund!

Doktor Spil þakkar Gamia Games kærlega fyrir að lána okkur prufueintak.

Myndir: Doktor Spil og Gamia Games

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑