Leikjarýni

Birt þann 17. desember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Sviti, dans og Daði í Just Dance 2022

Sviti, dans og Daði í Just Dance 2022 Bjarki Þór Jónsson

Samantekt: Á tímum COVID eru akkúrat svona leikir svo dýrmætir. Alls enginn verðlaunaleikur, en örugg og einföld fjölskylduskemmtun.

3.5

Nokkuð góður


Í seinasta mánuði var dansleikurinn Just Dance 2022 frá Ubisoft gefinn út á Nintendo Switch, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia.

Just Dance leikirnar hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár þar sem spilarar fá tækifæri til að dansa af sér rassinn með undirspili vinsælla laga. Minniháttar breytingar eigi sér yfirleitt stað á milli ára í Just Dance leikjaseríunni en í grunninn ganga þeir allir út á það sama, að herma eftir danssporum dansaranna sem birtast á skjánum og safna sem flestum stigum. Við skulum draga dansskóna fram og skoða hvað það stendur upp úr í Just Dance 2022.

Dillaðu þér með Daða

Lagið sem stendur upp úr þetta árið, sérstaklega fyrir okkur Íslendinga, er án efa Think About Things með Daða & Gagnamagninu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt hljómsveit er með lag í Just Dance tölvuleik.

Í hverri útgáfu af Just Dance er að finna nokkur lög sem hægt er að velja á milli. Lagalistinn þetta árið er nokkuð fjölbreyttur en rík áhersla er ávalt lögð á vinsæl popplög frá mismunandi tímum. Lagið sem stendur upp úr þetta árið, sérstaklega fyrir okkur Íslendinga, er án efa Think About Things með Daða & Gagnamagninu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt hljómsveit er með lag í Just Dance tölvuleik. Myndbandið sem fylgir laginu sýnir álfa dansa og skemmta sér í jólastemningu, sem er æðislega skemmtilegt svona rétt fyrir jól.

Hægt er að hlusta á brot úr lögunum sem eru á lagalistanum í ár í myndbandinu hér fyrir neðan.

Daði Freyr er alls ekki sá eini á þessum lagalista þar sem leikurinn inniheldur yfir 40 lög, má þar meðals annars nefna Rock Your Body með Justin Timberlake, Love Story með Taylor Swift, Judas með Lady Gaga, good 4 u með Olivia Rodrigo og Buttons með The Pussycat Dolls ft. Snoop Dogg. Lögin eru frekar fjölbreytt (þó alltaf áhersla á poppið) og frá mismunandi árum, sem gerir þetta aðeins skemmtilegra og fjölbreyttara. Hægt er að hlusta á brot úr lögunum sem eru á lagalistanum í ár í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þrír einfaldir valkostir

Leikurinn býður upp á þrjá einfalda kosti strax í byrjun. Valið er á milli þess að spila Kids Mode, Quick Play eða Just Dance þar sem spilarinn fær að velja hvaða lag hann vill dansa við.

Leikurinn býður upp á þrjá einfalda kosti strax í byrjun. Valið er á milli þess að spila Kids Mode, Quick Play eða Just Dance þar sem spilarinn fær að velja hvaða lag hann vill dansa við. Kids Mode er sérstaklega gert með börn í huga en þar er að finna átta barnvæn lög og myndbönd í takt við það. Dansarnir eru auðveldari og einfaldur valgluggi gerir börnum kleift að velja næsta lag með auðveldum hætti. Í Kids Mode tekur myndavélin upp (ef þú er með hana tengda) en ekki er hægt að deila myndbandinu eða vista þau líkt og í Just Dance möguleikanum, trúlega tengist það einhverjum lögum eða reglum um persónuvernd.

Quick Mode sér um lagavalið fyrir þig og leyfir þér að hefja spilun samstundis, eftir hvert lag er hægt að velja á milli þess að halda áfram í Quick Mode eða hætta. Í Just Dance möguleikanum er að finna flest allt það sem Just Dance 2022 hefur uppá að bjóða, þarna getur spilarinn valið á milli laga, séð erfiðleikastig dansanna, hver besti árangur er við hvert lag og sótt fleiri lög. Just Dance leikirnir bjóða upp á áskriftarleið sem kallast Just Dance Unlimited sem opnar fyrir stórt lagasafn gegn gjaldi. Þessi lög bætast ekki við safnið þitt sjálfkrafa heldur hefur þú eingöngu aðgang að þeim á meðan þú ert áskrifandi að Just Dance Unlimited. Lögunum er streymt í gegnum netið svo myndböndin eru ekki alltaf jafn skörp og myndböndin sem fylgja með leiknum.

Hittir í mark fyrir fjölskylduna og í partýið

Dansleikir eru ekki fyrir alla en þeir gætu verið skemmtilegir fyrir þá, já, sem elska að dansa, hlusta á tónlist og hreyfa sig. Sömuleiðis er þetta frábær leikur til að grípa í þegar það er partý þar sem auðvelt er að koma sér inn í leikinn. Auðvelt er að mæla með þessum leik fyrir fjölskyldufólk þar sem allt að sex geta spilað leikinn í einu og dansað saman.

Erfitt er að bera Just Dance leikina saman við aðra tölvuleiki þar sem enginn annar dansleikur sem hefur tærnar þar sem Just Dance er með hælana. Dansleikir eru ekki fyrir alla en þeir gætu verið skemmtilegir fyrir þá, já, sem elska að dansa, hlusta á tónlist og hreyfa sig. Sömuleiðis er þetta frábær leikur til að grípa í þegar það er partý þar sem auðvelt er að koma sér inn í leikinn. Auðvelt er að mæla með þessum leik fyrir fjölskyldufólk þar sem allt að sex geta spilað leikinn í einu og dansað saman. Auk þess er hægt að syngja með lögunum og birtist texti á skjánum sem geta gefið aukastig.

Leikurinn býður líka upp á fjölspilun í gegnum netið þar sem spilarar geta keppt við aðra Just Dance spilarar í rauntíma sem dansa við sama lagið á sama tíma og reyna að safna sem flestum stigum.

Tæknileg vandræði

Ég spilaði PS4 útgáfuna af Just Dance 2022 á PS5 og eru þrjár leiðir í boði til að fá leikinn til að skynja danshreyfingar spilarans; í gegnum PlayStation myndavél, PlayStation Move stýripinnum eða með sérstöku Just Dance appi í snjallsímanum. Ef myndavél er tengd við leikjatölvuna (og ef útgáfa leiksins styður myndavélina – nánar um það eftir smá stund) getur verið stórskemmtilegt að horfa á endurspilunina þar sem myndavélin tekur upp valda kafla af dansinum. Hægt er að vista myndbandið í tölvuna eða deila því með öðrum Just Dance spilurum. Leikurinn slekkur sjálfkrafa á upptökumöguleikum í gegnum PS5 tölvuna trúlega vegna þess að lagalistinn í leiknum er varinn ýmsum höfundarréttarlögum. Svo það eru lög sem vernda lög í leiknum – ég varð bara að skjóta þessu ódýra orðaglensi hér inn. Fyrirgefið mér.

Nú komst ég að því að Just Dance 2022 styður ekki PlayStation 5 myndavélina, sem er algjör bömmer. Hvort sökin liggi hjá Sony fyrir að hafa ekki uppfært PS5 myndavélina í takt við tæknilegar þarfir tölvuleikja eða hjá Ubisoft fyrir að bæta þessum möguleika ekki við leikinn skiptir kannski ekki öllu fyrir PS5 notandann, heldur í grunninn er þetta ansi fúlt.

Úr gríninu yfir í alvöruna. Að mínu mati nýtur leikurinn sín langbest með því að nota myndavélina þar sem spilarar þurfa ekki að halda á Move-pinna eða snjallsíma. Mögulega er þetta ekki nákvæmasti hreyfiskynjarinn en fyrir þessu mati mínu eru fyrst og fremst þrjár ástæður; meira frelsi í danshreyfingum, aukin þægindi (sérstaklega fyrir yngri spilara) og síðast en ekki síst endurspilun á danshreyfingum. Nú komst ég að því að Just Dance 2022 styður ekki PlayStation 5 myndavélina, sem er algjör bömmer. Hvort sökin liggi hjá Sony fyrir að hafa ekki uppfært PS5 myndavélina í takt við tæknilegar þarfir tölvuleikja eða hjá Ubisoft fyrir að bæta þessum möguleika ekki við leikinn skiptir kannski ekki öllu fyrir PS5 notandann, heldur í grunninn er þetta ansi fúlt. En ég var með PS4 útgáfuna í höndunum sem styður PS4 myndavélina. PS4 myndavélin virkar þó ekki með PS5 nema með sérstöku millistykki sem eigendur PlayStation VR geta fengið sent til landsins sér að kostnaðarlausu, en einnig er hægt að kaupa stykkið sérstaklega. Þökk sé þessu stykki gat ég tengt PS4 myndavélina við PS5 tölvuna og spilað leikinn með myndavél en ef ég hefði ekki verið með þetta stykki hefði ég þurft að tengja PS4 tölvuna aftur við sjónvarpið, sem sefur nú sínum þyrnirósarsvefni á myrkum og einmanna stað.

Ef markmiðið er að spila leikinn án þess að nota myndavél skiptir þetta auðvitað engu máli en það er nauðsynlegt að undirstrika þetta. Ekki fundust öruggar upplýsingar um það hvort PS5 útgáfan af leiknum styðji PS4 myndavélina, en það er ekki öruggt, svo fyrir PlayStation eigendur er trúlega öruggast að kaupa PS4 útgáfuna hvort sem hún sé ætluð PS4 eða PS5. Nintendo Switch eigendur geta svo notað Joy-Con pinnana.

Hið fullkomna fjölskyldumeðal

… þá nær Just Dance 2022 einhvernveginn að höfða til allra aldurshópa, sem mjög fáir leikir ná að gera.

Just Dance 2022 býður upp á góða samverustund, hreyfingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Þó svo að leikskólabarnið vilji helst spila Georg og félaga, krakkinn vill spila Roblox, unglingurinn Warzone, foreldrarnir The Sims eða World of Warcraft og afinn og amman Candy Crush eða skák þá nær Just Dance 2022 einhvernveginn að höfða til allra aldurshópa, sem mjög fáir leikir ná að gera. Á tímum COVID eru akkúrat svona leikir svo dýrmætir. Alls enginn verðlaunaleikur, en örugg og einföld fjölskylduskemmtun sem má ekki taka of alvarlega. Það sem dregur leikinn niður eru fá lög miðað við að leikurinn kostar álíka mikið og hefðbundnir stórleikir, fáar nýjungar og heldur einhæf spilun.

Eintak af leiknum var í boði Myndform (dreifingaraðila Just Dance 2022)

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑