Birt þann 15. september, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
„Virðum vilja gamera!“ – Frambjóðendur sem tölvuleikjaspilarar
Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti.
Undanfarna daga hefur Arena, þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, birt breyttar útgáfur af auglýsingum frambjóðenda til Alþingskosninga 2021 á Facebook-síðu sinni. Auglýsingarnar eru myndskreyttar með ýmsu sem við kemur tölvuleikjaspilun eins og tölvumús, PS5 fjarstýringu, gg-kveðju og leikjaheyrnartólum. Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti. Í stað Lýðræði – ekkert kjaftæði stendur Betra LOOT – ekkert kjaftæði við auglýsingu Pírata, Vinstri Grænir setja Fortnite í forgang og Samfylkingin vill virða vilja gamera svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að skoða auglýsingarnar hér fyrir neðan og á Facebook-síðu Arena.
Myndir: Arena