Fréttir

Birt þann 27. september, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation 5 uppseld á Íslandi – Ekki fleiri eintök væntanleg til landsins á þessu ári

Forsala á PlayStation 5 fór gríðarlega vel af stað hér á landi og seldist fyrsta sending af leikjatölvunni upp á aðeins örfáaum klukkutímum. „Staðfest magn í fyrstu sendingu af PS5 er uppselt já, eftir eina stærstu forsölu sem ég höfum nokkurn tíman séð“ segir Arnór, starfsmaður Tölvuteks.

Hægt er að velja á milli tveggja útgáfa af PlayStation 5, annars vegar er útgáfa með 4K UHD Blu-Ray drive diskadrifi og önnur sem er án diskadrifsins. Gamestöðin, Tölvutek, Vodafone og Elko eru meðal fyrirtækja sem buðu upp á forsölu þar sem áhugasamir gátu forpantað eintak gegn því að ganga frá fullri greiðslu en algengt verð á diskalausu útgáfunni er 79.999 kr. í íslenskum verslunum og 99.999 kr fyrir útgáfuna sem er með diskadrifi. Til samanburðar kostaði PlayStation 4 84.995 kr. við útgáfu hér á landi árið 2013. Báðar útgáfur af PS4 eru nú uppseldar á Íslandi.

Ekki er útlit fyrir að fleiri PS5 tölvur komi til landsins fyrir áramót samkvæmt upplýsingum sem við fengum frá frá Senu, umboðsaðila PlayStation á Íslandi, þegar spurt var um stöðuna.

Ekki er útlit fyrir að fleiri PS5 tölvur komi til landsins fyrir áramót samkvæmt upplýsingum sem við fengum frá frá Senu, umboðsaðila PlayStation á Íslandi, þegar spurt var um stöðuna. Ekki er enn komið á hreint hvenær næsta sending er væntanleg né hversu mörg eintök af tölvunum verða í þeirri sendingu. Þetta staðfestir talsmaður Gamestöðvarinnar við Nörd Norðursins. Verslanir vilja bjóða viðskiptavinum upp á fleiri eintök fyrir jól en það er alveg óvíst hvort það náist.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑