Fréttir

Birt þann 12. júní, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo staðfestir framhald á The Legend of Zelda: Breath of the Wild

Nintendo hélt í gær Nintendo Direct kynningu í tengslum við hina árlegu E3 tölvuleikjaráðstefnu sem fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum dagana 11.-13. júní. Á kynningunni sýndi Nintendo sýnishorn úr þeim leikjum sem væntanlegir eru frá fyrirtækinu og má þar nefna titla á borð við Luigi’s Mansion 3, Trials of Mana, No More Heroes III og Contra: Rogue Corps.

Í lok kynningarinnar staðfesti Nintendo að framhaldið á The Legend of Zelda: Breath of the Wild væri í vinnslu fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna og stutt kitla sýnd úr komandi Zelda leik. Breath of the Wild hlaut glimmrandi góða dóma hjá okkur á Nörd Norðursins og var víða valinn besti leikur ársins 2017.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑