Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Sjáðu Ísland í Black Mirror
    Bíó og TV

    Sjáðu Ísland í Black Mirror

    Höf. Bjarki Þór Jónsson6. febrúar 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Rétt fyrir síðastliðin áramót lenti fjórða serían af bresku scifi-þáttunum Black Mirror á streymisveitunni Netflix. Fyrir þá sem ekki vita hófu þættirnir göngu sína árið 2011 og er hver og einn þáttur sjálfstæð saga sem gerist í nálægðri framtíð eða öðrum veruleika þar sem tæknin spilar gjarnan stórt hlutverk. Þættirnir vekja oftar en ekki upp flóknar siðferðislegar spurningar og tækla ýmiskonar deilumál með óhefðbundnum og áhugaverðum hætti.

    Í þættinum Crocodile, sem er fjórði þátturinn í nýjustu seríunni, má sjá Ísland baða sig í sviðsljósinu. Þátturinn fjallar um í stuttu máli – og án spilla – um rannsókn á slysi þar sem notast er við sérstaka tækni við rannsókn málsins. Tækið sem notast er við er tengt við vitni og getur endurbirt minningar þeirra, líkt og um upptöku sé að ræða, Þessari tækni fylgja kostir og gallar, og ábyrgð.

    Þátturinn var tekinn upp hér á landi með aðstoð True North á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð þáttarins líkt og sést á kreditlistanum og fara þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Sigurjónsson bæði með lítil hlutverk. Það er Charlie Brooker sem skrifar handrit þáttarins og John Hillcoat leikstýrir. Með aðalhlutverk fara þau Andrea Riseborough, Kiran Sonia Sawar og Andrew Gower.

    Hér fyrir neðan má sjá nokkur valin skjáskot úr þættinum umtalaða þar sem sést vel í íslenska náttúru, Hörpu tónlistar- og ráðstefnhús, Ráðhús Reykjavíkur (sem er hótel í þáttunum) og Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur. Enn neðar má finna stiklu úr Crocodile og stutt myndbrot þar sem Charlie Booker og fleiri talar um gerð þáttarins og Ísland sem tökustað.

     

    STIKLA ÚR CROCODILE

     

    UM GERÐ ÞÁTTARINS

    Black Mirror Charlie Brooker Crocodile Ísland Ólafía Hrönn Jónsdóttir Sigurður Sigurjónsson True North
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaXbox One X umfjöllun
    Næsta færsla Tvær nýjar kitlur úr Solo: A Star Wars Story
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Ísland sögusvið víkingaleiksins Landnáma – Viðtal við Mathias Tournier hjá Sonderland

    5. september 2024

    Spilaðu sem landnámsmaður á Íslandi í tölvuleiknum Landnáma

    22. ágúst 2024

    Gakktu um Ísland á 10. öld í Hellblade II

    24. maí 2024

    Island of Winds demó á Steam

    19. júní 2023
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.