Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»CCP gefur út Sparc í dag
    Fréttir

    CCP gefur út Sparc í dag

    Höf. Bjarki Þór Jónsson29. ágúst 2017Uppfært:29. ágúst 2017Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP gefur út sýndarveruleikaleikinn Sparc í dag fyrir PS4 leikjatölvuna. Sparc er keppnis-sýndarveruleikaleikur, (eða vSport, sem stendur fyrir virtual sport) þar sem spilarar keppa í rauntíma. Spilarar eru vopnaðir kastkúlu og skyldi og fá stig í hvert sinn sem þeir kasta kúlunni og hæfa andstæðinginn. Skjöldurinn er svo notaður til þess að verjast skotum andstæðingsins. Sá sem nær að safna flestum stigum stendur að lokum uppi sem sigurvegari.

    Sparc er til að byrja með eingöngu fáanlegur á PS VR, sýndarveruleikabúnað PlayStation 4, en er væntanlegur á PC.

    Frumútgáfa leiksins bar heitið Project Arena og var til sýnis og prófunar á EVE Fanfest hátíðinni í fyrra. Í kjölfar jákvæðra viðbragða gesta og blaðamanna á Fanfest, E3 tölvuleikjaráðstefnunni og Gamescom ákvað fyrirtækið að setja leikinn í fulla vinnslu. Leikurinn hefur verið í þróun á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum. Sparc er til að byrja með eingöngu fáanlegur á PS VR, sýndarveruleikabúnað PlayStation 4, en er væntanlegur á PC. Leikurinn min kosta $29.99/ €29.99/£22.99 á PlayStation Store, eða á bilinu þrjú til fjögur þúsund íslenskar krónur á núverandi gengi.

    „Þeir sem tengjast og keppa í netsamfélagi Sparc spilara eru að taka þátt í því sem við teljum vera ein byltingarkenndasta leikaupplifun sem komið hefur fram á sviði sýndarveruleika til þessa. Við erum spennt fyrir því að gefa Sparc fyrst út fyrir PS VR og gefa stórum hópi spilara tækifæri að njóta leikjaupplifunarinnar af eigin raun.“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

    Sparc er sjötti leikurinn frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu og sá fyrsti frá fyrirtækinu sem gerist ekki í EVE heiminum. CCP hefur áður hefur gefið út leikina EVE: Online, DUST 514, Gunjack, EVE: Valkyrie og Gunjack 2: End of Shift. Í haust og vetur mun fyrirtækið gefa út viðbætur við bæði EVE Online og EVE: Valkyrie.

    ccp igi playstation Project Arena ps4 PSVR Sparc VR vSport
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGameTíví leikjarýni: Hellblade – Senua’s Sacrifice
    Næsta færsla TEDxReykjavík 2017 – Ný hugsun
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.