Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Xbox One X útgáfudagur og verð

Endurbætt útgáfa Xbox One, Xbox One X (hefur gengið undir verkefnaheitinu Project Scorpio), var kynnt á E3 kynningu Microsoft í kvöld. Um er að ræða kraftmestu leikjatölvuna sem komið hefur á markað. Vélbúnaður Xbox One X hefur verið uppfærður og er kraftmeiri en í upprunalegu Xbox One leikjatölvunni. Einn stærsti þátturinn sem aðskilur Xbox One X frá upprunalegu Xbox One er að endurbætta útgáfan styður 4K upplausn og getur spilað tölvuleiki og kvikmyndir í 4K. Xbox One X er sömuleiðis töluvert hraðari og getur spilað leiki á 60 römmum á sekúndu (eins og til dæmis Forza 7) og á að vera mun fljótari að load-a leikjum. Þrátt fyrir þennan aukakraft þá er tölvan ekki stærri en aðrar Xbox tölvur, heldur er Xbox One X sú minnsta í Xbox fjölskyldunni.

Xbox One X er væntanleg í verslanir þann 7. nóvember á þessu ári og mun kosta $499…

Fjölmargir leikir fá 4K uppfærslu fyrir Xbox One X og eiga leikir eftir að líta áberandi betur út í 4K sjónvarpi, en eiga líka að koma til með að líta töluvert betur út í hefðbundnu 1080p sjónvarpi að sögn Microsoft.

Xbox One X er væntanleg í verslanir þann 7. nóvember á þessu ári og mun kosta $499 (sem gera um 49.000 kr. á núverandi gengi).

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑