Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Logan – „ótrúlega flott mynd“
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Logan – „ótrúlega flott mynd“

    Höf. Atli Dungal4. júní 2017Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Væntingarnar fyrir þessa mynd voru vægast sagt háar. Handritshöfundar eru James Mangold, sem einnig leikstýrir þessari veislu, ásamt þeim Scott Frank og Michael Green. Leikarar í aðalhlutverkum eru Hugh Jackman, Patrick Stewart, Dafne Keen, Stephen Merchant og Boyd Holbrook. Þetta er einnig að öllum líkindum síðasta myndin þar sem Hugh Jackman leikur Logan/Wolverine en hann er eins og kunnugt er búinn að sinna þessu hlutverki með sóma í 17 ár.

    Myndin gerist árið 2029, eða 12 ár fram í tímann, og Logan er orðinn gamall. Einnig myndi ég segja að flokka þyrfti myndina sem dystópíu frekar en ofurhetjumynd eins og þær hafa verið gerðar síðustu árin. Í stað þess að láta hvert atriði snúast um bardaga og hið klassíska „snikt, snikt“ og orðinu „bub“ þá snýst þessi Wolverine-mynd um að leyfa áhorfendum að fylgjast með þróun söguhetjunnar og samskiptum hans við aðra stökkbreytta í gríðarlega breyttu samfélagi heldur en það sem við þekkjum og búum við í dag. Stökkbreyttir einstaklingar fæðast ekki lengur í þessum heimi þeirra, X-men vinna ekki lengur saman til að breyta heiminum til hins betra og í þokkabót er Professor X, Charles Xavier, með Alzheimer og getur ekki alltaf stjórnað ógurlega öflugu hugarkröftum sínum.

    Myndin gerist árið 2029, eða 12 ár fram í tímann, og Logan er orðinn gamall.

    Stökkbreytingarkraftur hans, að sár hans gróa á örstuttum tíma, er hættur að virka eins vel og hann gerði áður og það tekur talsvert lengri tíma að jafna sig á meiðslum. Hann haltrar, hann þarf að nota lesgleraugu, hann notar áfengi til að komast í gegnum daginn, og líkami hans er þakinn stórum örum. Til þess að ná endum saman neyðist Logan til að keyra Uber og vill helst láta sem minnst fyrir sér fara. Það breytist snarlega þegar kona birtist upp úr þurru og biður Logan um að aðstoða sig og unga stúlku, þær séu á flótta og þær vantar að komast að landamærum Kanada eins fljótt og hægt er. Hann neitar í fyrstu en tekur að lokum að sér að keyra þær gegn greiðslu. Eftir það flækist sagan ennþá meira en til þess að forðast spilla þá fer ég ekki lengra en hingað.

    Fyrir þá sem búast við litagleði, hnyttnum athugasemdum, góðfúslegum söguhetjum sem gera það sem bjargar heiminum og síðast en ekki síst, bardaga góðu aflanna gegn vondu í kvikmyndaformi þá mæli ég með því að horfa hreinlega aftur á Avengers. Í þessari mynd finnur maður söguhetju sem hefur átt gríðarlega erfiða ævi og hann finnur að fullkomni líkami sinn er að bregðast, hann á engann pening og hann þarf að sjá um gamlan mann sem virðist ekki alltaf þekkja hann. Logan er tilfinningaþrunginn endir á ferli Hugh Jackmans sem Wolverine og að mínu mati er þetta ótrúlega flott mynd sem kafar djúpt ofan í tilfinningalegt ástand stökkbreyttra einstaklinga sem eitt sinn voru hetjur.

    Hugh Jackman Logan Wolferine X-Men
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Rezrog – „eitthvað létt og skemmtilegt“
    Næsta færsla Leikjarýni: What Remains of Edith Finch – „Gönguhermir af bestu gerð“
    Atli Dungal

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.