Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: The Witches (Discworld)
    Spil

    Spilarýni: The Witches (Discworld)

    Höf. Þóra Ingvarsdóttir10. júní 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Discworld fantasíubækurnar eftir hinn sáluga Terry Pratchett eru næstum jafn vinsælar og þær eru margar – þær þykja ákaflega góðar og eru ómissandi í fantasíubókasafnið. Eins og gildir um margar vinsælar bóka- eða þáttaseríur hafa komið út ýmis borðspil byggð á þeim; með nýlegri Discworld spilum er The Witches, borðspil frá Treefrog Games fyrir 1-4 spilara.

    Þeim sem þekkja til Discworld heimsins verður það augljóst að The Witches byggir á sögunum um nornirnar í Lancre, göldróttar konur sem kalla ekki allt ömmu sína (þó ein þeirra heiti vissulega Granny Weatherwax). Í bókunum kljást nornirnar við ýmis vandamál, náttúruleg sem yfirnáttúruleg, sem herja á heimasvæði þeirra, og það er því einnig efni spilsins. Þó spilið sé í eðli sínu samkeppnisspil sem allir spilararnir eru að reyna að vinna er það að vissu leyti líka samvinnuspil, þar sem það er ýmislegt sem spilararnir lenda í vandræðum með ef þeir vinna ekki saman. Þetta kemur skemmtilega heim og saman við eðli nornanna í bókunum – þær eru ákaflega sjálfstæðar en vinna saman þegar þess gerist þörf.

    The_Witches_02The_Witches_01Spilarar velja eina nornapersónu af fjórum, sem hver hefur sér hæfileika sem mun hjálpa henni í spilinu. Með spilum sem dregin eru á hendi í hverri umferð ferðast nornirnar síðan um Lancre á spilaborðinu og takast með teningakasti á við hin ýmsu vandamál sem koma upp. Þetta geta verið allt frá mjög auðveldum vandamálum eins og veiku svíni, yfir í mun erfiðari vandamál eins og árás frá álfadrottningunni. Spilin sem spilararnir eru með á hendi eru lykilatriði bæði í að komast á réttan stað til að leysa vandamál, og í að leysa vandamálið sjálft. Oft nægja spilin og teningakastið þó ekki, sérstaklega í erfiðari vandamálunum, og þá er hætta á að nornin fái „cackle counters“ sem geta leitt til illsku og geðveiki – nema hún fari og hitti hinar nornirnar og fái sér te með þeim (teboð er í alvörunni mekaník í spilinu).

    Eftir því sem nornin leysir fleiri vandamál fær hún að draga fleiri spil, og fær betri bónus á að leysa framtíðarvandamál. Hvert vandamál sem leyst er gefur einnig mismunandi fjölda stiga eftir erfiðleikastigi vandamálsins, og það eru þessi stig sem munu við lok spilsins segja til um hver vinnur.

    Helsti galli spilsins er að mínu mati að leiðbeiningarnar eru alls ekki nógu skýrar fyrir hvað spilið getur orðið flókið. Bæklingurinn er lengri en hann mætti líklega vera, og sumar reglurnar eru þannig orðaðar að þær má skilja á nokkra mismunandi vegu.

    Helsti galli spilsins er að mínu mati að leiðbeiningarnar eru alls ekki nógu skýrar fyrir hvað spilið getur orðið flókið. Bæklingurinn er lengri en hann mætti líklega vera, og sumar reglurnar eru þannig orðaðar að þær má skilja á nokkra mismunandi vegu. Hugsanlega misskildum við eitthvað vegna þess hversu óskýr bæklingurinn gat verið, eða kannski spiluðum við bara svona varfærnislega, en það voru ýmsir þættir spilsins sem áttu greinilega að gera spilurum erfitt fyrir, sem voru einfaldlega aldrei nógu mikil ógn til að há okkur við spilun. Sumir þættir spilsins virðast því virka betur en aðrir – t.d. ef svæðisbundnu vandamálin eru ekki leyst nógu hratt geta þau fljótt hrannast upp, sem setur pressu á spilarana – en aðrir virðast ekki hafa verið hannaðir nógu vel.

    Oft er það þannig með spil sem eru byggð á bókum eða öðrum hugarheimum, að þeir sem ekki þekkja sögurnar fyrir fá mun minna út úr spilinu en þeir sem þekkja þær. The Witches sneiðir fimlega hjá þessari gryfju – spilið útskýrir nógu mikið af baksögunni til að allir skilji hvað er að gerast óháð því hvort þeir þekki til Discworld eða ekki, en eyðir ekki svo miklu púðri í söguútskýringar að það væri fljótlegra (og mun skemmtilegra) að lesa bara bækurnar. Aðstæðurnar sem notaðar eru í spilinu eru þannig að þær krefjast ekki heimalærdóms til að skilja hvað er að gerast – spilararnir þurfa ekki að hafa lesið fimm skáldsögur (nú eða fimm blaðsíður af útskýringum í leiðbeiningunum) til að skilja að það sé slæmt að vampírur herji á þorp, og að persónan þeirra sé norn sem vilji berjast á móti þeim. Spilaborðið er líka mjög fallegt, auðvelt er að lesa á öll spil og alla parta, og myndastíllinn er mjög í stíl við Discworld seríuna.

    discworld Terry Pratchett The Witches
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Lords of Waterdeep – „tilvalið fyrir þá sem ekki hafa prófað verkstjórnunarspil“
    Næsta færsla Neo Tokyo viðbótin fyrir Rocket League væntanleg 20. júní
    Þóra Ingvarsdóttir

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.