Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Spilarýni: King of Tokyo Halloween [aukapakki]
    Spil

    Spilarýni: King of Tokyo Halloween [aukapakki]

    Höf. Nörd Norðursins23. febrúar 2014Uppfært:27. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

    King of Tokyo Halloween er aukapakki fyrir King of Tokyo.

    Í þessum aukapakka eru tvö ný skrímsli sem, eins og nafnið Halloween gefur til að kynna, eru ógnvekjandi. Það eru skrímslin Pumpkin Jack (hræðileg fuglahræða) og Boogey Woogey (skelfilegur draugur). Með skrímslunum fylgja þróunarspil sem bættust við King of Tokyo með Power Up aukapakkanum. Ásamt skrímslunum og þróunarspilunum fyrir þau eru fleiri spil til að bæta í spilastokkinn og hafa þau flest skemmtilega eiginleika. Ný tegund af spilum bætist við sem fara í spilastokkinn og kallast þau Búningar (e. Costumes). Þegar skrímsli kaupir spil sem er Búningur, þá öðlast skrímslið alla þá eiginleika sem eru á spilinu. En vara skal hafa á, því hægt er að stela búningum! Ef skrímsli fær þrjú eða fleiri Árásar tákn á teningana þegar það getur barið skrímsli með búning, þá getur skrímslið sem gerir skaðann, stolið búningnum af fórnalambinu (og auðvitað líka barið skrímslið í leiðinni!).

    Þannig að þegar eitthvert skrímsli er komið með góðan búning geta oft verið bardagar sem snúast einungis um að ná viðeigandi búningi. Sem betur fer eru nokkuð margir búningar í umferð en hver hefur sína mismunandi eiginleika. Það er líka lúmskt gaman að sjá véldreka í trúðabúningi, pöndu í geimfarabúningi og sæmskrímsli í ballerínupilsi.

    Ásamt öllu þessu eru líka sex teningar í pakkanum sem eru appelsínugulir, í anda Halloween. Þessir teningar eru með sömu táknum og í King of Tokyo. Það er mjög gott að hafa auka sett af teningum því þegar margir eru að spila er gott að hafa sitthvort settið af tengingum á mismunandi stöðum á borðinu til að flýta fyrir.

    Hægt er að spila King of Tokyo Halloween með King of Tokyo án þess að vera með Power Up pakkann, en ég mæli sterklega með því að næla sér fyrst í Power Up áður en Halloween pakkanum er bætt við. King of Tokyo Halloween er ágætis aukapakki sem bætir nokkrum góðum hlutum við leikinn King of Tokyo, en er ekki þarfaþing. Ég mæli bara með þessum aukapakka ef þú hefur gríðarlega gaman af að spila King of Tokyo og vilt bæta við úrval skrímsla sem þú hefur völ á að spila.

    Daniel Pall Johannsson King of Tokyo spilarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: King of Tokyo Power Up [aukapakki]
    Næsta færsla Sjónvarpsþáttarýni: Les Revenants – Afturgöngurnar
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Skottulæknar í Quacks of Quedlinburg: The Duel

    2. nóvember 2024

    Pest – Spil með sjúklega flott þema

    6. október 2024

    Eldur – Strangheiðarlegt létt samvinnuspil

    23. september 2024

    VAHÚÚ! Lego Super Mario grunnpakkinn prófaður

    30. september 2020

    Spilarýni: Ra – „fljótspilað og skemmtilegt uppboðsspil“

    9. ágúst 2018

    Borðspiladagurinn – Spilað út um allan heim laugardaginn 28.apríl

    25. apríl 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.