Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Dauði gullraddanna
    Bíó og TV

    Dauði gullraddanna

    Höf. Nörd Norðursins11. september 2013Uppfært:11. september 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Don LaFontaineÞað taka kannski ekki margir eftir því þegar farið er í kvikmyndahús í dag að þegar stiklur fyrir væntanlegar kvikmyndir birtist á tjaldinu þá virðist vanta eitthvað. Eitthvað sem yfirgnæfir yfir stikluna; rödd yfirvaldsins sem leiðbeinir áhorfandanum í gegnum myndskeiðið og fær hárin á honum til að rísa. Hér er verið að tala um röddina sem talar yfir stikluna – gullröddina.

    Frægasta rödd Hollywood var í höndum raddleikarans Don LaFontaine sem var gríðarlega vinsæll og ljáði hann rödd sína fyrir yfir 5000 stiklur frá Hollywood, ásamt því að tala yfir stiklur fyrir sjónvarpsþætti og tölvuleiki. LaFontaine lést árið 2008 og um leið má segja að þetta listform hafi dáið út því fáar stiklur eru ný sýndar í dag þar sem heyra má rödd tala yfir þær.

    Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að þetta þekkist nánast ekki lengur í dag. Ein ástæða gæti verið sú að gríðarlegur þrýstingur var settur á Hollywood til þess að fá konur til þess að tala yfir stiklur kvikmynda en karlar höfðu og hafa algjörlega einokað þetta listform. Kannski þótti Hollywood auðveldara að hætta alveg með raddirnar, til að láta undan þrýstingi, en að fá konur til þess að tala yfir stiklurnar, vonandi er það þó ekki aðal ástæðan. Önnur ástæða og líklega sú sem hefur vinninginn er að gullraddir eru bara ekki lengur í tísku. Það þykir eflaust ekki lengur flott að blanda rödd karllægs yfirvalds yfir stiklur og útskýra með oft á tíðum hallærislegum frösum söguþráð kvikmyndarinnar. Í dag nægir að láta myndskeiðið tala sínu máli ásamt því að blanda inn textum og röddum leikaranna sjálfra til að skapa stemningu.

    Það er þó jákvætt að þó svo að gullraddir séu að hverfa úr stiklum þá hefur skapast tækifæri á öðrum vettvangi nefnilega í heimildamyndum en hróður þeirra og vinsældir hafa aukist síðustu ár og fleiri raddleikarar hafa fengið tækifæri til þess að tala yfir heimildamyndir, hér er þó ekki eingöngu átt við stiklurnar heldur heimildarmyndirnar í heild sinni. Annað sem er jákvætt við þetta er að raddir kvenna eru nú jafn áberandi, ef ekki meira, og raddir karla í heimildamyndum.

    Ég held að við getum öll verið sammála um það að gullraddir eru hluti af fortíðinni. Þó er alltaf gaman að rekast á stiklu í dag þar sem talað er yfir hana og ég tala nú ekki um ef hallærislegu frasarnir fá að fljóta með. Hér fyrir neðan má sjá svo nokkur myndbönd þar sem raddleikarar láta ljós sitt skína.

     

    Samansafn af stiklum þar sem Don LaFontaine ljáir rödd sína

    http://www.youtube.com/watch?v=PjWKE-IJ4R8

     

    Stikla fyrir Jurassic Park

     

    Stikla fyrir kvikmyndina Comedian

    Mynd: Don LaFontaine

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Don LaFontaine gullraddir Ragnar Trausti Ragnarsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGameTíví hefst 12. september á Stöð 3
    Næsta færsla Topp 5: Týnd og komast hvergi kvikmyndir
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.