Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Eden Lake (2008)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Eden Lake (2008)

    Höf. Nörd Norðursins21. ágúst 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Eden Lake er hrollvekjutryllir frá árinu 2008. Í myndinni fylgjumst við með parinu Steve (Michael Fassbender) og Jenny (Kelly Reilly) sem eru í rómatísku ferðalagi um landið og ákveða að slappa af og njóta náttúrunnar í Eden Lake, afgirtri náttúruperlu út í sveit. Hópur vandræðaunglinga gerir þeim lífið leitt á ströndinni og myndast fljótt rígur á milli parsins og unglinganna. Í kjölfar afskipta parsins á unglingunum fer af stað atburðarrás sem sýnir hve langt hópurinn er tilbúinn að ganga til að hefna sín vegna afskiptanna.

    Ólíkt mörgum öðrum hrollvekjum er Eden Lake nokkuð trúverðug. Þarna eru illmennin ekki ofurnáttúrleg öfl, raðmorðingjar með grímur eða dularfullar verur, heldur hópur unglinga. Illmennin eru mun mennskari og raunverulegri en gengur og gerist og undirstrika hvað mannfólkið getur verið ruglað og ólíkt.

    Myndin er augljóslega í ódýrari kanntinum en B-mynda fílingurinn virkar ágætlega þrátt fyrir að myndin taki sig nokkuð alvarlega. Flestir leikarar koma sínum persónum vel til skila, en leikkonan Kelly Reilly er þar klárlega undantekning og tónar myndina vel niður. Ekki aðeins er leikur hennar slappur, heldur er persóna hennar í myndinni jafnframt frekar ótrúverðug.

    Eden Lake er ódýr lítil mynd sem skilar flest öllu nokkuð vel frá sér. Hryllingurinn er ekki mikill í myndinni en það má finna nokkra spennandi kafla. Sagan er einföld og illmennið áhugavert, en það vantar meiri kraft og fleiri hátinda í myndina til að gera hana eftirminnilega.

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson Eden Lake hrollvekja kvikmyndarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSony lækkar verðið á PS3 og PS Vita
    Næsta færsla Íslenski netleikurinn um Lori og Jitters kominn á netið
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Leikjavarpið #26 – Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran

    13. ágúst 2021

    Ring Fit áskorun í febrúar!

    4. febrúar 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.