Birt þann 8. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Byrjendaverk frægra kvikmyndaleikstjóra
Þekktustu kvikmyndaleikstjórar í gegnum tíðina hafa átt það sameiginlegt að hafa byrjað á botninum og unnið sig upp. Sumir hafa gengið í gegnum strangt nám í kvikmyndaskólum á meðan aðrir byrjuðu að sópa gólf í kvikmyndaverum. Þeir sem leggja kvikmyndagerð fyrir sig byrja yfirleitt á því að gera stuttmyndir og færa sig svo yfir í kvikmyndir í fullri lengd eftir að hafa lært af mistökum sínum og þroskað hæfileikana í smærri verkefnum. Það er því alltaf áhugavert að sjá byrjendaverk kvikmyndagerðarfólks og því birtast hér nokkrar stuttmyndir sem eru eftir mjög þekkta kvikmyndaleikstjóra.
The Big Shave (1967) eftir Martin Scorsese
http://www.youtube.com/watch?v=83i8G6o0quc
Geometría (1987) eftir Guillermo Del Toro
Girl’s Own Story (1984) eftir Jane Campion
Brot úr skólamynd Jane Campion.
Escape to Nowhere (1961) eftir Steven Spielberg
Kvikmynduð þegar hann var aðeins 13 ára gamall.
Vincent (1982) eftir Tim Burton
Það vekur athygli hvað stíllinn hans Burton varð snemma mótaður eins og sést best í þessari styttmynd.
My Best Friend’s Birthday (1987) eftir Quentin Tarantino
Myndin var upprunalega 70 mínútur og tók 4 ár að gera hana. Því miður brann mikið magn af filmunni í klippiherberginu og því varðveittist aðeins hluti myndarinnar.
Doodlebug (1997) eftir Christopher Nolan
Mynd: Wikimedia Commons (Martin Scorsese)
Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.