Fréttir

Birt þann 27. apríl, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

EVE Fanfest 2013: Hættuspilið endurútgefið á ensku

Okkar lesendur ættu að þekkja Hættuspilið, en íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP gaf borpspilið út árið 1998 í þeim tilgangi að fjármagna gerð tölvuleiksins EVE Online. Spilið seldist í u.þ.b. 10.000 eintökum á Íslandi á sínum tíma og hefur verið ill fáanlegt í lengri tíma.

Í tilefni 10 ára afmælis EVE Online ætlar CCP að bjóða upp á sérstaka Collector’s Edition af leiknum. Pakkinn inniheldur sérstakan varning sem hægt er að nota í EVE Online og DUST 514, upptökur af EVE Online sinfóníutónleikunum, eftirlíkan af geimskipi úr EVE Online sem virkar eins og kolkrabba USB tengi o.fl.

Pakkinn mun einnig innihalda Hættuspilið eða Danger Game eins og það heitir á ensku. Spilið hefur verið þýtt yfir á ensku og nýjar myndir pýða spilað en Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, prýðir enn hulstur spilsins. Reglur upprunalega spilsins er hægt að nálgast á heimasíðu Spilavina.

EVE Online Collector’s Edition mun kostar 150 bandaríkjadali / 150 evrur og er hægt að panta pakkann hér í gegnum EVE netverslunina.

Haettuspilid4

 

 

• Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑