Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: War Games: At the End of the Day (2011)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: War Games: At the End of the Day (2011)

    Höf. Nörd Norðursins26. mars 2013Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir nokkru var ég í Bónus og sá ansi grípandi hulstur, vopnaður maður með gasgrímu og bakhlið hulstursins lofaði mér „geðbiluðum mannætu hermönnum“. Hljómaði ansi vel og hún var keypt á staðnum.

    War Games er ítölsk kvikmynd frá 2011 og er leikstýrð af Cosimo Alemà. Þetta er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd ásamt því að hann kom að gerð handritsins. Hann hefur leikstýrt fjölda auglýsinga og tónlistarmyndbanda. Kvikmyndin er á ensku og eru flestir leikararnir breskir eða bandarískir, fyrir utan illmennin.

    Vandinn við þessa mynd er að lítið er um nýjungar og persónur haga sér ekki eins og maður hefði sjálfur gert í þessari stöðu.

    Sagan er einföld, tvær systur og fimm vinir þeirra fara útí náttúruna í byssó með loftbyssum fylltum plastkúlum (en ekki paintball eins og stóð aftan á hulstrinu). Gamanið varir stutt þegar þau gruna að þau séu ekki ein og eftir að einn úr hópnum er drepinn grípur um sig örvænting. Þetta er ekki beint nýtt af nálinni, myndir eins og Deliverance og Severance koma upp í hugann hvað varðar söguþráðinn. Vandinn við þessa mynd er að lítið er um nýjungar og persónur haga sér ekki eins og maður hefði sjálfur gert í þessari stöðu. Það er rosalega auðvelt að segja þetta þegar maður horfir á kvikmynd en þegar einhver er kominn með vopn í hendurnar býst maður við að þau noti vopnin skynsamlega. Þess má geta að illmennin eru ekki mannætur, allavega kemur það hvergi fram. Það sem er ljóst er að þeir eru hermenn og eflaust geðveikir þar sem þeir rétt í þessu uppfærðu dráp sín frá hundum og yfir í menn. Leikararnir standa sig þó með prýði en handritið eða atburðarásin gæti verið útfærð betur. Klippingin mætti vera betri til þess að skynja betur tímarammann nálægt endanum þar sem senur úti og inni mætu alveg skarast til þess að gera atburðarásina trúverðugri.

    War Games

    Yfir heildina litið ætti þetta vera skotheld mynd þar sem ungmennin nota þekkingu sína í byssó og umhverfið sér til bóta en það er hins vegar ekki gert. Jafnvel hetjurnar sem rísa uppúr aðstæðunum geta ekki verið nógu ákveðnar þegar þess er krafist. Helsti styrkur myndarinnar er notkun leikstjóranns á tónlist og náttúrunni. Myndin notast við tónlist frá nokkrum hljómsveitum, Soap & Skin, WW og Hammock, þar sem oftast lágstemmd og falleg tónlist er tengt við eltingarleikinn og drápin. Myndrænlega séð er myndin allt annað en litrík, það er búið að strípa alla sterka liti úr litrófinu. Það mætti halda að það væri haust en samt virkar þetta og kemur oft vel út. Hins vegar er bara einn tökustíll notaður í gegnum myndina og það er að fara inn og út úr fókus til að gera myndina hrárri og í ætt við heimildarmyndir. Þetta getur verið pirrandi fyrir suma en þetta virkar ágætlega.

    Myndin er í breiðtjaldsforminu 2.35:1, endurkóðuð fyrir öll sjónvörp, og upprunalega enska Dolby Digital 5.1 hljóðrásin fylgir með ásamt frönsku tali. Myndin er einnig textuð á íslensku, ensku, spænsku, hollensku, dönsku, sænsku, norsku og finnsku.

    Það er ekki mikið að finna á DVD-disknum. Frekar tilgangslaust umtal frá leikstjóranum þar sem hann talar á ensku og greinilegt að hann er ekki sleipur í henni. Maður fær lítið að vita um gerð myndarinnar nema að allt var ýmist skrítið, erfitt eða sorglegt. Myndin á að vera byggð á sannsögulegum atburðum og hefði verið áhugavert að heyra um það ef það er satt. Ég hefði frekar viljað heyra hann tala á móðurmálinu með enskum texta, þar sem enskan og franskan texta er að finna með umtalinu.

    Einnig er að finna stiklu og er hægt að hafa hana textaða á ensku, frönsku og hollensku. Svo eru nokkrar ljósmyndir frá tökum myndarinnar sem virðast frekar vera úr myndinni sjálfri, svo það gerir þær frekar óþarfar.

    Svo verð ég að nefna íslenska textann sem fylgir með myndinni, en þetta er versti íslenski texti sem ég hef nokkurn tíma séð í kvikmynd.

    War GamesSvo verð ég að nefna íslenska textann sem fylgir með myndinni, en þetta er versti íslenski texti sem ég hef nokkurn tíma séð í kvikmynd. Og ég er ekki að tala um eitthvað sem gerir þetta skemmtilegra eins og ég hef heyrt með Die Hard diskinn þar sem hryðjuverkamennirnir eru kallaðir „alvöru professjionalar“ eða eitthvað álíka. Nei, hérna er allt morandi í stafsetningarvillum og það mætti halda að þýðandinn væri lesblindur. Ég botna ekki í þessu hvernig þetta er hægt. Sem dæmi koma orðin „þettað“, „leingi“ og „sjúmst“ oft fyrir. Hver einasti texti sem kemur á skjáinn er með einni eða fleiri villum.

    Myndin er ekki alslæm og langt frá því að vera leiðinleg en það er einmitt leiðinlegt að sjá mynd sem lofar góðu gera lítið með ágætis efnivið. Við smáleit á netinu virðist leikstjórinn hafa gert eða er ennþá að gera forsögu við þessa mynd sem er með heitið When the Day is Done, enda hafði þessi mynd eftirtitilinn At the End of the Day í öðrum löndum (sem er ansi slappur titill). Myndin fær 2 ½ stjörnur af 5 mögulegum.

     

    Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    2011 At the End of the Day Josef Karl Gunnarsson kvikmyndarýni war games
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaThe Authority – Fyrri hluti
    Næsta færsla Nýtt 17 mínútna sýnishorn úr Battlefield 4
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.