Fréttir

Birt þann 27. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýtt 17 mínútna sýnishorn úr Battlefield 4

Einu og hálfu ári eftir útgáfu Battlefield 3 hefur EA birt 17 mínútna sýnishorn úr Battlefield 4 sem er væntanlegur á alla helstu leikjavélarnar næstkomandi haust. Sýnishornið er úr söguhluta leiksins.

Það er óhætt að segja að leikurinn líti ansi vel út og minnir að vissu leiti á Call of Duty: Black Ops II sem við gagnrýndum í fyrra. Sýnishornið er stútfullt að hasar og gerist meirihluti þess í skáldaðri útgáfu af borginni Baku í Azerbaijan.

Það ber að taka fram að Battlefield 4 er skotleikur og sýnishornið ekki ætlað börnum.
Við mælum svo með því að skrúfa gæðin upp í 1080p – njótið!

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑