Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Big Trouble in Little China (1986)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Big Trouble in Little China (1986)

    Höf. Nörd Norðursins30. nóvember 2012Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Big Trouble in Little China í leikstjórn John Carpenter er þriðja myndin sem sýnd var á Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Myndin fjallar um vörubílstjórann Jack Burton (Kurt Russell) sem ákveður að sækja unnustu vinar síns, Wang Chi (Dennis Dun), á flugvöllinn. Upp úr þurru birtist hópur af mönnum úr einni alræmdustu glæpaklíku Kínahverfsins og rænir unnustunni og ákveða Jack og Wang að elta þá uppi og reyna að bjarga henni. Fljótlega hitta þeir Lo Pan (James Hong), sem er 3.000 ára illur galdramaður og í kjölfarið hefst ævintýri sem er út úr þessum heimi!


    Myndin byrjar nokkuð vel þar sem áhorfandinn fær að kynnast helstu sögupersónum myndarinnar. Kurt Russell er líkur sjálfum sér í myndinni og leikur einskonar amerískt hörkutól og gúmmítöffara, en þrátt fyrir klisjulega persónu passar Kurt Russell vel í hlutverkið. Einnig fer Kim Cattrall með stórt hlutverk í myndinni, en hún er líklega þekktust fyrir leik sinn sem Samantha Jones í Sex and the City. Leikurinn í myndinni er frekar slappur og að mínu mati er leikur Kim áberandi slæmur og jafnvel furðulegur á köflum. En ef það er einhver mynd sem hentar 80’s gúmmítöffaranum Kurt Russell og slæmum leik Kim Cattrall að þá er það Big Trouble in Little China! Það má segja að slæmur og furðulegur leikur sé hluti af sjarma myndarinnar.

    Myndin tengist göldrum og kínverskum glæpaklíkum sem berjast við drauga og aðrar yfirnáttúrulegar verur. Það er nóg um hasar og ævintýrum í myndinni, sem er á köflum ansi súrealísk. Einnig er mjög einkennandi yfirbragð af níunda áratugnum í gegnum alla myndina, sem hentar leikstíl Kurts og Kims einstaklega vel.

    Ólíkt Black Sunday (1960), er Big Trouble in Little China mun hefðbundnari mynd sem býður ekki upp á áhugaverðar tökur, klippingar eða sögulegt eða listrænt gildi. Myndin er fyrst og fremst súrrealísk hasar- og ævintýramynd frá níunda áratugnum sem lætur poppið og kókið bragðast betur. Ágætis afþreying með nokkrum skemmtilegum atriðum. Ég varð var við nokkra dauða kafla í sögunni, og þá sérstaklega í endanum þar sem mér fannst myndin vera orðin heldur langdregin þrátt fyrir mörg hasaratriði.

    Í stuttu máli sagt er Big Trouble in Little China fínasta skemmtun fyrir þá sem elska (súrrealískar) ævintýramyndir frá níunda áratugnum. Myndin er ekki beint framúrskarandi á neinn hátt, en býður upp á nokkur skemmtileg atriði og áhugaverðar tæknibrellur.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    1986 Big Trouble in Little China Bíó Paradís Bjarki Þór Jónsson Dennis Dun James Hong Kim Cattrall Kurt Russell kvikmyndarýni svartir sunnudagar
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #22 [STIKLUR]
    Næsta færsla Rýnt í stiklu: Man of Steel
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Leikjavarpið #26 – Ratchet & Clank, Steam Deck og Activision Blizzard kæran

    13. ágúst 2021

    Ring Fit áskorun í febrúar!

    4. febrúar 2021
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.