Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Rýnt í stiklu: Silent Night
    Bíó og TV

    Rýnt í stiklu: Silent Night

    Höf. Nörd Norðursins23. nóvember 2012Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú eru jólin að nálgast og því tilvalið að rýna í stiklu fyrir jólamynd. Ég ákvað að skoða mynd sem mun mjög líklega fara beint á DVD hér heima og örugglega fá takmarkaða dreifingu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Þessi jólamynd er nefnilega óforskömmuð slægjumynd sem ber heitið Silent Night.

    Þessi mynd er endugerð á kvikmyndinni Silent Night: Deadly Night sem kom út árið 1984. Leikstjóri þeirrar myndar var Charles E. Sellier Jr. sem átti ekki glæstan feril í leikstjórastólnum en hafði framleitt fjöldan allan af kvikmyndum og heimildarmyndum. Hann leikstýrði aðeins einni mynd eftir að Silent Night kom út sem er eflaust ekki skrýtið því Silent Night fékk vægast sagt hrikalega dóma og var mjög umdeild. Töldu margir að jólasveinn sem raðmorðingi væri að skaða kókakóla ímynd hins hýra Klaus. Foreldrar söfnuðust margir saman fyrir framan kvikmyndahúsin þar sem myndin var sýnd og mótmæltu harðlega. Dreifingaraðili myndarinnar, TriStar Pictures, tók síðan myndina úr sýningu aðeins sex dögum eftir frumsýninguna. Engin jól hjá Sellier það árið.

    Í kjölfar Silent Night fylgdu þó fjórar framhaldsmyndir því þrátt fyrir dræmar viðtökur gagnrýnenda, kaþólskra (giska ég á til að telja upp fleiri) og foreldra þá halaði myndin inn meiri pening en Nightmare On Elm Street sem kom út sömu vikuna árið 1984. En nú rúsínan í Silent Night endanum, stiklan fyrir endurgerðina.

    Endurgerðin er í höndum leikstjórans Steven C. Miller sem er ungur og upprennandi leikstjóri sem á sér áhugaverðan feril sem hægt er að lesa nánar um á IMDb en hann hefur getið sér gott orð í hryllingmyndageiranum vestanhafs. Stiklan er ekki ósvipuð stikluni fyrir upprunalegu myndina. Það sem vekur þó sérstaklega athygli er að morðinginn í endurgerðinni er með jólasveinagrímu en það er hann ekki með í upprunalegu myndinni. Það er þó mjög svekkjandi að sjá andlit morðingjans birtast í stiklunni en það er þó ekki í fyrsta skipti. Menn eiga greinilega mjög erfitt eins og venjan er að hugsa út fyrir kassann í Hollywood.

    Það boðar ekki gott að sjá stiklu þar sem kvikmyndatakan og klippingin er léleg. Ekki búast þá við miklu frá myndinni. Kjánalegar senur eins og lögreglukona með alltof stóran klunnalegan hatt röltandi glottandi um smábæ þar sem jólasveinar halda ekki bara á börnum og hlæja dátt heldur setja líka upp skilti á kvikmyndahúsum fær mig til að fá óbragð í munninn.

    Það verður að segjast eins og er að tour de force frammistaða myndarinnar hlýtur að vera í höndunum á þessum gæja, já þessi með jólaseríuna á hausnum. Bara þetta stutta brot þar sem jólasería er notuð sem drápstól fær mann til að brosa út í annað og einhver hluti af mér langar til þess að sjá myndina bara til þess að sjá þetta flippaða atriði. Því þarna krakkar mínir er jólaandinn allsráðandi í morðæði jólasveinsins.

    Eins og venjan er í þessari kvikmyndagrein þá má búast við því að nóg verði af nöktum eða hálfnöktum kvenmönnum sem hlaupa um með morðingjann á hælunum. Áhorfendur fá smjörþefinn af þeim ósköpum í stiklunni. Hér má sjá stelpu hlaupa í gegnum jólatrésölu, en svipað atriði er að finna í upprunalegu myndinni.

    Önnur stelpa hér. Tek eftir því að nóg er af jólatrjám í myndinni enda býst ég við að á köflum þurfi að minna áhorfendur á að þeir eru að horfa á jólamynd.

    Silent Night verður frumsýnd í Bandaríkjunum 30. nóvember og ég vona innilega að myndin nái hingað til Íslands fyrir jól. Það er alltaf gaman að kúra með góðum vinum yfir kertum, piparkökum og „góðri“ jóla hryllingsmynd sem því miður eru alltof fáar.

     

    Stiklan í heild sinni

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

     

    Ragnar Trausti Ragnarsson Silent Night stikla
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMótmælum ritskoðun og styðjum frjálst internet
    Næsta færsla Vampíra – Ný íslensk myndasaga
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Stórbrotin útgáfustikla PlayStation 5

    29. október 2020

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.